Dagur - 05.12.1986, Side 5

Dagur - 05.12.1986, Side 5
5: desember 1986 - DAGUR - 5 ,Börn geta verið illa haldin af liðagigt" - segir Þorbjörg Ingvadóttir sjúkraliði ein þeirra sem standa fyrir kynningarfundi um gigtveiki á mánudagskvöldið Næstkomandi mánudagskvöld mun hópur áhugamanna um gigtveiki standa fyrir kynning- ■arfundi, á Hótel KEA, um þennan margslungna sjúkdóm sem fylgt hefur mannkyninu frá upphafi vega að því að talið er. Til þess að fræðast nánar um fundinn og tilganginn með hon- um var haft samband við Þor- björgu Ingvadóttur en hún er ein þeirra sem að fundinum standa. - Komdu blessuð Þorbjörg. Hver er tilgangurinn með þess- um fundi á mánudagskvöldið? - Þessi fundur verður haldinn á vegum áhugahóps um máleini gigtveikra. Hann er fyrst og fremst hugsaður sem kynningar- fundur og þarna munu verða haldin ýmis fræðsluerindi. Við viljum reyna að vekja fólk til umhugsunar og viljum hvetja alla sjúklinga, aðstandendur og aðra áhugamenn um þessi mál að mæta á fundinn og kynna sér betur um hvað þetta snýst. I framhaldi af þessum kynn- ingarfundi má svo búast við að haldinn verði stofnfundur gigt- arfélags. En auðvitað fer það allt eftir áhuga fólks. - Er mikil þörf á þessari fræðslu? - Já við teljum að svo sé. Það er nú svo að gigt er ekki endi- lega það sama og gigt. Þetta er margsiunginn sjúkdómur og af honum eru mörg afbrigði. Það má nefna þvagsýrugigt, tauga- gigt, vöðvagigt, og liðagigt auk slitgigtar sem hrjáir ekki aðeins gamalt fólk heldur einnig fólk á miðjurn aldri. Við teljum að menn geti komið í veg fyrir óþarfa þjáningar ef þeir vita meira um sinn sjúkdóm. Gigt hefur gjarnan verið nefnd sjálfs- ofnæmissjúkdómur því í mörg- um tilfellum veit enginn hvað veldur henni. Meðal þeirra sem koma til með að halda erindi á fundinum er Baldur Jónsson barnalæknir. Hann mun segja nokkur orð um liðagigt í börnum. Börn geta verið mjög illa haldin af liðagigt fram eftir aldri og ef ekki er brugðist rétt við getur þetta valdið ævilangri bæklun þó svo að þau komist í rauninni yfir sjúkdóminn sjálfan. Það er mik- ið atriði að foreldrar viti að börnin þurfa meðferð og í flest- um tilfellum er hægt að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum. Ég er hrædd um að foreldrar geri sér ekki alltaf grein fyrir því að um gigt sé að ræða. En ef foreldrar hafa minnsta grun um að barnið þeirra sé með gigt þá vil ég hvetja þá til að koma á fundinn. Auk aukinnar frræðslu teljum við að margt þurfi að bæta í sambandi við endurhæfingu og lækningar á gigtveiki. Það er að vísu endurhæfingarstöð á Bjargi en þetta þarf að vera miklu meira. Það er því miður svo að óhemju margir eiga við þennan sjúkdóm að stríða í einhverri mynd og hér á Akureyri er til dæmis talið að um 1400 manns séu með slæma gigt. - Hvaða aðstaða er það þá sem ykkur finnst vanta? - Það má til dæmis nefna það að hér er engin sundlaug fyrir gigtveika eða fatlaða. Ef nú á að fara að koma á fót endurhæf- ingardeild við Kristnesspítala þá viljum við gjarnan fá að vera með í þeirri uppbyggingu, með sundlaug í huga. Það er að vísu svo einkennilegt að í áætlunum um þessa deild er ekki gert ráð fyrir sundlaug þó svo að hún sé mjög stór þáttur í allri endur- hæfingu. Við erum ekki að fara fram á að byggð verði sérstök sundlaug fyrir gigtveika heldur að fá að koma inn í það dæmi með öðrum. Það er líka mjög slæmt að hér á Fjórðungssjúkrahúsinu skuli ekki vera neinn gigtarsér- fræðingur. Á sjúkrahúsinu eru nú þrír beinasérfræðingar en til þeirra kasta kemur í rauninni ekki fyrr en skaðinn er skeður. Þeir koma ekki til sögunnar fyrr en menn eru svo illa haldnir að þeir þurfa að gangast undir skurð- aðgerðir til að láta skipta um liði. Við viljum helst ná til sér- fræðinganna áður en það er komið svo langt. Við erum fyrst og fremst að hugsa um forvarn- arstarfið þannig að fólk verði helst ekki slæmt af sjúkdómn- um. - Hvert yrði hlutverk fyrir- hugaðs gigtarfélags? - Hlutverk gigtarfélags hér, yrði fyrst og fremst kynningar- starf til að fyrirbyggja óþarfar þjáningar vegna gigtar. Á veg- um Gigtarfélags íslands er gefið út blað fjórum sinnum á ári en við viljum reyna að sinna betur þessu svæði en gert hefur verið. Hugmynd okkar sem að fundin- um stöndum er að gera þetta með útgáfu bæklinga unt hina ýmsu þætti sjúkdómsins en einnig með því að halda kynn- ingarfundi þar sem tekin yrðu fyrir ýmis atriði með hjálp sérfræðinga á þessu sviði. Við viljum líka reyna að beita okkur fyrir úrbótum á þeim atriðum sem ég nefndi áðan þannig að við þurfum ekki að sækja allt suður. - A hvaða svæði mun þetta félag starfa? - Það er náttúrlega ekkert fastákveðið en við teljum heppi- legast að félagssvæðið miðist við Norðurland eystra. Þ.e.a.s. sama svæði og svæðisstjórn í málefnum fatlaðra starfar á. Þetta teljum við æskilegt vegna ýmissa sameiginlegra hags- munamála þessara aðila. - Eitthvað að lokum? - Ekki nema það að ég vona að sem flestir láti sjá sig á Hótel KEA á mánudagskvöldið klukk- an 20.30. - Þakka þér fyrir og gangi ykkur vel. - Þakka þér sömuleiðis. - Blessuð. - Blessaður. ET Pylsuvagn (söiuskáK). Til sölu stór pylsuvagn með góðum tækjum. Laus nú þegar. Góð kjör Uppl. í síma 91-54898. Dansleikur laugardagskvöld Hljómsveitin Casablanca leikur fyrir dansi til kl. 03. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti. Ath! Síðasti dansleikur á Hótel KEA fyrir jól. Snyrtilegur klæðnaður. Frá Strætisvögnum Akureyrar Eftirtalda laugardaga verður ekið sem hér segir: Laugardaginn 6. desember frá kl. 9.35-16.40. Laugardaginn 13. desember frá kl. 9.35-18.40. Laugardaginn 20. desember frá kl. 9.35-22.40. Ekið verður samkvæmt Leiðabók. Forstöðumaður. Toyota alltaf spori á undan Unnur Ólafsdóttir kynnir Toyota saumavél- ar í Bílvirkja, Fjölnisgötu 6. Föstudag 13-18. Laugardag 10-16. Toyota varahlutaumboðið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.