Dagur


Dagur - 05.12.1986, Qupperneq 7

Dagur - 05.12.1986, Qupperneq 7
*»de«e«te40B6-dPA!iiUR-í7 -bækuc Enga stæla! - eftir Andrés Indriðason Út er komin hjá Máli og menn- ingu unglingabókin Enga stæla! eftir Andrés Indriðason. Petta er sjálfstætt framhald af bók Andr- ésar Bara stælar! sem kom út í fyrrahaust. Enga stæla! gerist í unglinga- vinnunni sumarið eftir 8. bekk. Þar púla þau í sólskininu Jón Agnar, Lilli himnastigi og Ragn- hildur (þessi sem slagar hátt upp í Ungfrú heim). Jón Agnar og Ragnhildur fá það verkefni að mála yfir ósóma sem Lilli hefur skrifað á skólavegginn meðan verkstjórinn var að horfa annað, og þá verða þau af tilviljun vitni að því að brotist er inn í skólann þeirra. í kjölfarið fylgir æsi- spennandi eltingaleikur sem þó verður stundum gráthlægilegur, því krakkarnir eiga ekki ein- göngu í höggi við þjófa heldur leynifélagið Svörtu hauskúpuna líka. Enga stæla! er 140 bls., unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Brian Pilkington gerði kápumynd. Harmaminning Leonóru Kristínar í Blátumi Mál og menning hefur sent frá sér Harmaminningu Leonóru Kristínar í Bláturni í þýðingu Björns Th. Björnssonar. Þessi „endurminningabók“ danskrar prinsessu frá 17. öld er eitt af höfuðverkum danskra bók- mennta. Leonóra Kristín var dóttir Kristjáns IV. Danakonungs og eiginkona Korfitz Ulféldt greifa. Hún var dæmd til fangavistar í Bláturni, þeirri illræmdu prísund í miðri konungshöllinni í Kaup- mannahöfn sem margir íslend- ingar urðu líka að gista, fyrir drottinssvik og sat þar í meira en tvo áratugi. Meðan hún dvaldi í fangelsinu ritaði hún Harma- minningu, þar sem hún segir frá meinlegum örlögum sínum, jafn- framt því sem hún lýsir á áhrifa- mikinn hátt lífi sínu í fangelsinu, meðföngum sínum og samskipt- um við yfirvöld. 1685 veitti Kristján V henni loks frelsi, og hún auk ævi sinni í Maribo- klaustri 13 árum síðar. Handrit hennar að Harmaminningu var gleymt og grafið í hartnær tvær aldir, en eftir að það fannst aftur og var gefið út í Danmörku 1869, hefur það komið út æ ofan í æ og verið þýtt á fjölmörg tungumál! Auk þess að þýða verkið ritar Björn Th. Björnsson að því ítar- legan sögulegan inngang og hann hefur einnig útbúið skýringar sem verkinu fylgja. í bókinni eru jafnframt hartnær fjörutíu mynd- ir frá samtíma höfundar, sem fengnar eru að láni úr dönskum söfnum. Harmaminning Leonóru Krist- ínar er 340 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf; Hilmar Þ. Helgason gerði kápu. Saman í hring - eftir Guðrúnu Helga- dóttur Komin er út ný bók eftir Guð- rúnu Helgadóttur rithöfund og alþingismann. Guðrún er lesend- um íslenskra barnabóka löngu góðkunn og er þetta tíunda bók hennar. Nefnist hún Saman í hríng og er sjálfstætt framhald bókarinnar Sitji guðs englar, sem út kom fyrir þremur árum. Við endurnýjum hér kynnin af fjölskyldunni í þeirri sögu og fylgjumst með næstelstu systur- inni, Lóu-Lóu, - og öllum hinum krökkunum í amstri, gleði og sorg á umrótatímum, reynslu þeirra og upplifun af umhverfi sínu, lífsbaráttu og furðuheimi fullorðinna! Rík kímnigáfa og næmur skiln- ingur höfundar á viðfangsefni sínu nýtur sín hér til fulls. Bókin er gefin út hjá Bókaút- gáfunni Iðunni. Sigrún Eldjárn gerði myndirn- ar. Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, helmasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. Skarðshlíð: 6 herb. íbúð e.h. í tvíbýlis- húsi. Hafnarstræti: Eldri húseign 3 hæðir og ris. Geta verið 2-3 íbúðir. Aðalstræti: 2ja herb íbúð ca. 40 fm, ódýr, laus strax. Austurbyggð: Einbýlishús 2 hæðir og kjallari. Alfabyggð: Einbýlishús á 2 hæðum. Innbyggður bílskúr. 228 fm. Eiðsvallagata: 3ja herb. íbúð á 2. hæð ca. 60 fm. Gránufélagsgata: 5 herb. ca. 150 fm. Allt sér. Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð á 4. hæð ca. 75 fm. Hólabraut: 4ra herb. risíbúð ca. 77 fm. Hólabraut: 4ra herb. íbúð á 2. hæð ca. 114 fm. Norðurgata: Efri hæð í tvíbýlishúsi, 150 fm + bílskúr. Skipti á raðhúsi á Brekkunni. Verkstæðishús: 250 fm. Selst í einu lagi eða hlutum. Steinahlíð: Raðhús, 6 herbergi + bílskúr. Skipti á minna. Vantar: Okkur vantar í raun og veru allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá. Ef þú bara vissir - Ný unglingabók eftir Helgu Ágústsdóttur Komin er út ný bók eftir höfund metsölubókarinnar Ekki kjafta frá, Helgu Ágústsdóttur. Nýja bókin nefnist Ef þú bara vissir og fjallar um lífið og tilver- una frá sjónarhóli unglingsstúlk- unnar Sigrúnar, sem á ýmislegt sameiginlegt með jafnöldrum stnum: Það er ekki sérstaklega gaman að eiga foreldra sem eru tímaskekkja, og lítið fjör þegar vinirnir eru byrjaðir með ein- hverjum og hafa engan tíma lengur. Ætli það auðveldi ekki tilver- una að fara í vinnu til Mallorca? Lendir maður þá í tómri vit- leysu. . . Söguhetjan í Ef þú bara vissir stígur aftur fótum á gamla föður- landið eftir viðburðaríkt sumar við Miðjarðarhaf, sumar sem fór öðruvísi en nokkurn óraði fyrir. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. í greipum elds og ótta Þetta er fjórða skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur. Fyrri bækur hennar eru: Inga, Háski á Hvera- völlum og Gættu þín Helga. Öllum hefur bókum hennar verið vel tekið og ljóst, að þær njóta vaxandi vinsælda, enda hef- ur Birgitta haslað sér völl á sviði spennuskáldsagna, en það hafa fáir íslenskir rithöfundar reynt. Sögusvið þessarar bókar er við Eyjafjörð. Margar helstu persón- urnar eru kennarar við skóla í nágrenni Akureyrar, þar á meðal Rósa, sem ung að árum hafði fellt ástir til Halldórs skólabróður síns og átt með honum soninn Óskar. En þau fengu ekki lengi að njóta ástar sinnar. Síðar áttu þó örlögin eftir að leiða þau saman, en áður hafði mikið vatn runnið til sjávar og atburðarásin í BIRGITTA H.HALLDÓRSDÓTTIR í greipum eids og ótta lífi Rósu var bæði hröð og fjöl- breytileg. Hugkvæmni og fjörugt ímynd- unarafl höfundar nýtur sín með ágætum í þessari þók. Ólíkleg- ustu atburðir verða hver af öör- um og frásögnin er þrungin sívax- andi spennu. Þetta er íslensk ást- arsaga og afbrotasaga, en umfram allt íslensk nútímasaga. Káputeikningu gerði Auglýs- ingastofan Delfi (Bernharð Steingrímsson). Útgefandi er Skjaldborg. Hvað Heldurðu að sé að gerast á Sólstofu Dúfu? Veit það ekki. Flott jólatilboð í desember. En gaman, við skulum hringja í síma 23717 og kanna málið. SóLSTOFA DúFU KOTÁRGERÐI HYLDYPI eftir Stuart Woods Kafbátanjósnir við strendur Svíþjóðar. Ein mest spennandi njósnasaga seinni ára Verðkr. 1.125,00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.