Dagur - 15.12.1986, Side 2

Dagur - 15.12.1986, Side 2
2-- íafeáöflíB'éf DAfiOE ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR. EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Tilefnið má ekki gleymast Jólaundirbúningurinn er nú í algleymingi og að mörgu þarf að hyggja. Þessir síðustu dagar fram að jólum koma til með að verða erilsamir og erfiðir ef að líkum lætur. Undanfarin ár hefur þróunin verið sú að jóla undirbúningurinn og allt tilstandið sem honum fylgir hefur verið að færast æ framar á dagatalið. Mesta hátíð ársins meðal kristinna manna nálgast það sífellt að verða hátíð kaupmanna, bóka- og hljómplötuútgefanda og annarra sem sér- staklega „gera út“ á jólagjafamarkaðinn. Hátíðin sjálf fellur í skuggann. Fyrstu jóla- auglýsingarnar birtast í byrjun nóvember og skömmu síðar fer skriðan af stað fyrir alvöru. Jólalögin byrja að hljóma í útvarp- inu mánuði fyrir jól og með þeim er „réttu“ stemmningunni náð. Sviðsetningin er full- komnuð, jólainnkaupin geta hafist. Tilgangur markaðsaflanna er vel skiljan- legur. Það er þeirra hagur að álagið dreifist á sem lengstan tíma. Með markvissri aug- lýsingatækni eru búnar til nýjar neyslu- venjur og þarfir sem neytendur síðan sjá um að fullnægja — oft með ærnum tilkostn- aði. Engin könnun hefur verið gerð á því, hversu mikið það kostar meðalfjölskyldu að halda jól í nútímasamfélagi, enda er slík könnun illframkvæmanleg og niðurstöður yrðu aldrei nákvæmar. Þó má fullyrða að útkoman yrði ógnvekjandi. Það er stað- reynd að meginþorri þjóðarinnar er einn til tvo mánuði að greiða alla reikninga vegna jólahaldsins og helgidagarnir verða í hug- um margra fyrst og fremst tími kærkom- innar afslöppunar eftir streitu undan- farinna daga. Marga óar við öllum til- kostnaðinum sem jólahaldinu fylgir og margir kvíða þessum árstíma af þeim sök- um einum. Sú spurning verður áleitin hvort jólaundirbúningurinn og „neysluæðið" sem honum er samfara, sé kominn út í öfgar. Ef ekki, er þess alla vega ekki langt að bíða ef svo heldur sem horfir. I öllu amstrinu missum við sjónar á hinu raunverulega tilefni hátíðahaldsins. Jólin eru hátíð ljóss og friðar, hátíð frels- arans. Við megum ekki gleyma því. BB. _viðtal dagsins.. Hjalti Pálsson. „Tel útgáfu félagsins meiri en hjá nokkru öðm sambærilegu félagi“ - Hjalti Pálsson formaður Sögufélags Skagfirðinga og bókavörður í viðtali Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag á landinu, stofnað árið 1937, og verður því 50 ára á næsta ári. Aðal- frumkvöðlar að stofnun félags- ins voru þeir Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað og Sigurður Sigurðsson sýslumað- ur Skagfirðinga. Er fyrirhugað að afmælisins verði minnst á einhvern hátt, en að sögn Hjalta Pálssonar formanns félagsins hefur enn ekki verið ákveðið hvernig að því verður staðið. Dagur hitti Hjalta að máli í Safnahúsinu á dögunum, en þar er bóka- og skjalasafn sýslunnar til húsa og er Hjalti bókavörður og forstöðumaður Safnahússins. Aðalumræðu- efnið var Sögufélagið en einnig barst talið að safnamálunum. - Hefur útgáfustarfsemi félagsins verið umfangsmikil og hafa margir lagt þar hönd á plóginn? „Félagið hefur gefið út á þessu árabili um 40 rit. Ég held ég geti sagt að útgáfa félagsins sé orðin meiri en nokkurs sambærilegs félags. Að sjálfsögðu hafa margir komið við sögu. En það sem háir þessum félagsskap er að of fáir taka virkan þátt í starfseminni svo að öll vinnan leggst á fáa.“ - í hverju er sú vinna fólgin? „Fyrir utan daglegan rekstur félagsins er megin vinnan fólgin í því að búa rit til prentunar og í sumum tilfellum að leggja til efni t.d. í Skagfirðingabók sem er árs- rit félagsins. Aðeins einn Iaunað- ur starfsmaður vinnur hjá félag- inu hálft árið, ættfræðingur sem hefur undanfarna vetur haft þann starfa að semja æviskrár. Nú á dögunum var að koma út IV bindið af Skagfirskum æviskrám með þáttum um ábúendur á tímabilinu 1850-1890. Síðustu 20 árin hefur verið unnið að útgáfu á Skagfirskum æviskrám með hlé- um og hafa komið út alls 8 bindi. Fyrst æviskrár ábúenda 1890- 1910, fjögur bindi og nú hafa komið út fjögur bindi frá tímabil- inu 1850-1890 og verða þau vænt- anlega 8. Þegar allar æviskrárnar verða komnar út, verður tiltækt mjög ítarlegt yfirlit um skagfirsk- ar ættir og persónusögu á 19. öld. Þannig að flestir þeir sem eiga ættir að rekja hingað á þessu tímabili ættu að geta fundið eitthvað um forfeður sína. Þessar æviskrár koma víða inn á ættir í öðrum sýslum, sérstaklega í Húnavatns- og Eyjafjarðar- sýslu.“ - Önnur stór verkefni fyrir utan æviskrárnar? „Annað stórt verkefni í útgáfu- starfseminni hjá okkur undanfar- ið hefur verið útgáfa á ritsafni Stefáns Jónssonar á Höskulds- stöðum. Stefán var einn af snjöllustu ættfræðingum sinnar samtíðar. Hann byrjaði ungur að nema fróðleik og skrá hjá sér. Sögufélagið keypti úígáfurétt á handritum Stefáns að honum látnum og verður þetta ritsafn líklega 5 bindi. Nýkomið er út 3. bindi þessa ritsafns. í því eru 3 langir sagnaþættir, þar sem sögu- sviðið er aðallega Austurdalur og Blönduhlíð í Skagafirði. Margir koma við sögu, bæði þekktir og lítt þekktir. Stefán Jónsson var síðasti fulltrúi þessarar gömlu sagnahefðar sem þeir sköpuðu Jón Espólín og Gísli Konráðs- son. Þeir voru hans fyrirmyndir, en hann vann betur að sínum skrifum, enda hafði hann meiri og betri aðgang að heimildum. Fastur liður í útgáfu félagsins er Skagfirðingabók ársrit félags- ins og teljast áskrifendur hennar jafnframt félagar í Sögufélaginu, en eru ekki skyldugir að kaupa aðrar bækur sem félagið gefur út. Skagfirðingabók á uppruna sinn að rekja til þeirra Hannesar Pét- urssonar, Kristmundar Bjarna- sonar og Sigurjóns Björnssonar sálfræðings sem gáfu þetta rit út upp á sitt eindæmi til að byrja með. Þegar þeir höfðu gefið út 5 hefti afhentu þeir Sögufélaginu hana til áframhaldandi útgáfu. Nú hafa komið út 15 hefti, hvert þeirra minnst 200 síður og kom það síðasta út á liðnu sumri. Efn- ið er ritgerðir og þjóðlegur fróð- leikur margs konar sem tengist Skagafirði, mest frá síðustu öld, en einnig bæði eldra og yngra efni. Við hugsum okkur í fram- tíðinni að leggja meiri áherslu á 20. öldina í efnisvali en verið hefur.“ - Hvað vinna margir félags- menn að útgáfunni? „Þetta eru svona 6-7 manns sem vinna að útgáfumálunum beint. Aðrir félagar eru lítt virkir, nema veita þann stuðning að kaupa bækurnar. Sá stuðningur er auð- vitað ómetanlegur, ef enginn keypti bækurnar væri ekki um neina útgáfu að ræða.“ Hjalti hefur verið bókavörður við sýslubókasafnið í 10 ár. Þegar mig bar að garði var hann með stafla af nýjum bókum fyrir fram- an sig sem biðu þess að komast inn í hillur safnsins til útláns. Hann kvað bókasafnið reyna að kaupa alla þá bókatitla sem lentu í jólabókaflóðinu svokallaða. Hjalti var einnig að senda frá sér Safnamál, ársrit sem gefið er út af bóka- og skjalasafninu. Það var því auðséð að nóg verður að gera hjá safnverðinum í þessum mánuði. Hann var spurður um aðsóknina að safninu. „Þessi starfsemi hefur vaxið mikið á þeim tíma sem ég hef starfað hérna. Útlán hafa aukist mjög mikið og safnið stækkað.“ - Hafði vídeóvæðingin ekki einhver áhrif? „Jú, mjög áþreifanlega. Útlán- in náðu hámarki árið 1982. Næsta ár á eftir féllu þau um 10%. Síð- an hefur þetta verið nokkuð svip- að þar til á þessu ári að útlánin virðast enn minnka. Þrátt fyrir þetta er samt góð aðsókn að safn- inu, því á .síðasta ári voru lánuð út um það bil 34 þúsund bindi. það eru rúmlega 14 bindi á hvern íbúa á Sauðárkróki. Þess ber þó að geta að aðsókn að safninu er dálítil úr héraðinu, einkum nálægum hreppum. Þessi þróun í1 útlánum er líka til staðar hjá öðr- um söfnum og er líklega eðlileg afleiðing aukins framboðs á afþreyingarefni. Sérstaklega finn ég til þess hvað börnum sem sækja safnið hefur fækkað. Ég held að ástæða sé fyrir bókasöfn- in að huga að þessu máli í sam- vinnu við skólana. Því ef börn alast ekki upp við að lesa og umgangast bækur þá gera þau það ekki þegar þau verða fullorðin. Ég tel hættulega þessa miklu mötun sem börn jafnt sem full- orðnir verða fyrir í dag. Hættan felst í því að sköpunargáfa við- komandi hverfi eða komi aldrei fram og fólk finni sér ekkert að gera og hundleiðist á þeim tímum sem mötunin fer ekki fram.“ -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.