Dagur - 15.12.1986, Page 5
15. desember 1986 - DAGUR - 5
Það sem við höfum orðið að þola fellur í skuggann fyrir gleðinni vegna
barnsins.
Að lokum þoldu þau þetta
ekki lengur og fóru til blaðanna
með alla söguna. Þar sögðu þau
frá njósnum og ofsóknum frá
hendi yfirvaldanna. Refsingin lét
ekki á sér standa. Svend var boð-
aður í yfirheyrslu hjá lögreglunni
og þar var hann handtekinn.
Honum var sleppt eftir að hann
hafði verið formlega kærður fyrir
að misnota Winnie og sagt að allt
að fjögurra ára fangelsi lægi við
því að tæla yngri stúlkur en 18
ára til fylgilags við sig.
Það var bara eitt vandamál
sem yfirvöldin réðu ekki við:
Winnie stóð fast á því að Svend
hefði ekki tælt hana eða vélað á
nokkurn hátt. Lögreglan var ekki
lengi ráðþrota. Nú var Svend
kærður fyrir að hafa sængað hjá
stúlku undir 15 ára aldri. En það
var ekki svo létt að sanna þetta
og málið var því lengi í biðstöðu.
Svend og Winnie ætluðu sér ekki
að bíða eftir þvf að yfirvöldunum
hugkvæmdust nýjar ráðagerðir
svo þau fluttu í annan bæ í Dan-
mörku. Nú búa þau í lítilli ris-
íbúð og það eina sem þau óska
sér er að fá að lifa lífinu eins og
eðlileg fjölskylda í framtíðinni.
Þann 11. september ól Winnie
sveinbarn á sjúkrahúsinu í
Holbæk. Barnið var 3300 grömm
og 54 cm langt. Faðirinn var við-
staddur fæðinguna og hann segir:
„Ekkert sem ég hef upplifað hef-
ur fengið eins mikið á mig. Ég
hélt í höndina á Winnie meðan
hún fæddi. Það leið næstum yfir
mig þegar hún æpti.“ Þau eru
bæði mjög stolt af barninu.
Faðir Winniar vill hvorki heyra
né sjá dóttur sína eða tengdason.
Hann vill ekki heldur sjá barna-
barnið. Móðir hennar kemur aft-
ur á móti reglulega í heimsókn til
dóttur sinnar og fyrrverandi fjöl-
skylduvinar. „Við höfum ákveðið
að barnið á að heita Nikki,“ segja
þau. Nikki var ekki nein tilviljun.
„Þegar við fundum að við áttum
saman ákváðum við að eignast
barn. Þannig gátum við innsiglað
ást okkar. Þannig getum við líka
sýnt umheiminum að okkur er
alvara,“ sögðu þau að lokum.
Stólpi, félag landsbyggðarmanna:
Stöpull kominn út
Stólpi, félag landsbyggðar-
manna í Menntaskólanum á
Akureyri hefur gefið út blaðið
Stöpul. Þetta er í þriðja sinn
sem blaðið kemur út og í ann-
að sinn á þessu ári.
Stólpi, félag landsbyggðar-
manna í MA var stofnað árið
1984. Markmið félagsins er að
kynna og bæta stöðu landsbyggð-
arinnar sem átt hefur mjög í vök
að verjast.
Blaðið er 40 síður að stærð og í
því er að finna greinar um
málcfni landsbyggðarinnar en
auk þess viðtöl og annað létt-
meti. Meðal greina í blaðinu má
nefna Hugrenningar um milli-
stjórnstig eftir Þórð Ægi Óskars-
son stjórnmálafræðing.
Blaðinu er dreift meðal nem-
enda í Menntaskólanum, Verk-
menntaskólanum og einnig í
Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki. Þeir sem hafa hug á að
eignast eintak af þessu ágæta
blaði geta sett sig í samband við
ritstjórana Þórgný Dýrfjörð og
Trausta Þórisson í mennta-
skólanum. ET
Leiðrétting
í viðtali við Sævar Einarsson,
trillukarl á Sauðárkróki er birt
símanúmer á skrifstofu Lands-
sambands smábátaeigenda og er
það sagt vera 91-12796, en hið
rétta er 12797.
Jesendahornið__________________
Lítil athugasemd til formanns
ferðamálaráðs Ólafsfjarðar
Síðla sumars barst mér í hendur
Morgunblað, hverju í var ferða-
pistill um Héðinsfjörð og
Hvannadali. Leiðsögumenn virð-
ast hafa verið Sigmundur Jónsson
og Gunnlaugur J. Magnússon.
Ekki vissi ég um þessa ferð,
fyrr en ég sá greinina, sem var vel
og skemmtilega skrifuð - svo sem
vænta mátti af Haraldi Matthías-
syni.
Hvað Hvannadölum viðkemur
eru að vísu missagnir og villur, en
þær skrifast á reikning „leið-
sögumanna", einfaldlega vegna
fáfræði þeirra um staðinn.
í annan stað kemur hvergi fram
annað en að þetta sé „einskis-
mannsland" eða „almenningur" -
ef þeir þá ekki eiga það sjálfir!!!
í nýlega útkomnu blaðinu
„Ólafsfirðingi" skrifar Gunnlaug-
ur, annars hressi- og bjartsýnis-
lega grein, þar sem hann hugleið-
ir möguleika okkar Ólafsfirðinga
í ferðamannaþjónustu - sem
samþykkt skal að eru margir —,
og skipulagningu ferða, þar á
meðal á áminnsta Hvannadali.
Ekki er nú frekar en fyrr annað
að sjá, en hann telji sér frjálsa
umferð og umráð á staðnum.
En - telur G.J.M. sig mann til
að skipuleggja og bera ábyrgð á
ferðum fólks á þennan stað -
jafnvel einn dag fram í tímann, -
þar sem sjór getur vaxið svo, að
lending verði ófær á færri mínút-
um en hann hefir nokkra hug-
mynd um?
(Þess má geta að nú munu um
þrír mánuðir, síðan fært hefur
verið sjóleiðis á Hvannadali og
lágdeyðudagar þar í sumar telj-
andi á fingrum.)
Já - og mikil ósköp held ég
smábátaeigendur verði hrifnir af
sínu Karons-hlutverki.
Ég vil svo að lokum benda
G.J.M. á, áður en hann fer að
fjárfesta í ferðamannaaðstöðu á
Hvannadölum og skipuleggja
ferðir þangað, að þeir eru ekki
almenningur og eigendur hafa
ekki veitt honum eða nokkrum
öðrum heimild til að ráðstafa
þeim á einn eða annan hátt.
F.h. landeigenda,
Jón Arnason.
Dynheimar:
Þolir forstööumaöurinn
ekki álit unglinganna?
Þorgerður Þorgilsdóttir, móðir
þriggja unglinga á Akureyri hafði
samband við Lesendahornið og
vildi koma eftirfarandi á fram-
færi:
„Ég get ekki stillt mig um að
Kona á Brekkunni hringdi og
vildi koma þeirri spurningu á
framfæri við bæjaryfirvöld hvort
þeir gætu ekki verið svo vænir að
skafa Víðimýri, Kambsmýri og
Löngumýri. Þar er allt sundur-
grafið og bílar sitja iðulega fastir.
„Þrjá daga í röð höfum við syst-
urnar ekki komist á réttum tíma
til vinnu því bíllinn hefur staðið
taka mér penna í hönd, eftir að
hafa lesið í Degi þann 11.12. að
þremur plötusnúðum í Dynheim-
um hafi verið sagt upp störfum.
Mér skilst að aðalástæðan hafi
verið ummæli er þau létu falla í
fastur. Þegar maður borgar sína
skatta samviskusamlega þá vill
maður fá eitthvað í staðinn. Víði-
mýrin er til dæmis aldrei skafin
og ástandið er alveg hræðilegt.
Ég veit ekki hvað fólk á að gera.“
Fleiri kvartanir hafa borist
vegna sundurgrafinna gatna á
Brekkunni og óska menn eftir
skjótum úrbótum.
útvarpinu, þess eðlis að það
þyrfti að rífa staðinn upp.
Mér er spurn: Þolir forstöðu-
maður Dynheima ekki álit sam-
starfsmanna sinna, þ.e. ungling-
anna? Þetta er jú þeirra staður.
Sigurður Þorsteinsson, sem er
einn þeirra sem sagt var upp
störfum, hefur starfað í Dyn-
heimum í um 4 ár og verið sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem ég
hef aflað mér verið mjög ötull og
áhugasamur í starfi. Síðast en
ekki síst hefur hann verið vel
þokkaður af þeim sem hafa sótt
Dynheima.
Því er það stóra spurningin
hvort forstöðumaðurinn metur
meira að gera staðinn vinsælan
meðal unglinganna, eða láta sín
markmið ráða, hvort sem ungl-
ingunum líkar það betur eða
verr.
Hví er ekki rutt?
Framsóknarflokkurinn
70 ára
16. desember.
✓
I tilefni afmælisins hafa framsóknarfé-
lögin á Akureyri opið hús 16. desember
í sal starfsmannafélags KEA, Sunnuhlíð
kl. 20.30.
Jóladrykkir og létt spjall.
Ingimar Eydal leikur jólalög.
Allt framsóknarfólk velkomið.
Framsóknarfélögin Akureyri.