Dagur - 15.12.1986, Page 7
15. desember 1986 - DAGUR - 7
einfaldasta lausnin, að það sé
ekki tekist á við vandamálin. En
þetta er alls ekki okkar reynsla.
Skilnaður er mikið tilfinningamál
og það hefur oft tekið fólk fleiri
ár að gera hann endanlega upp
við sig. Það er okkar reynsla í
gegnum margra ára starf, að
skilnaður er alvarleg tilfinninga-
kreppa fyrir þá sem í honum
standa og fólk tekur ekki þessa
lausn af því hún sé svo einföld.
Skilnaður hefur alltaf djúp og
mikil áhrif, oft þarf fólk að byrja
aftur alveg frá grunni, endurmeta
sjálft sig.“
„Konur og karlar bregðast mis-
jafnlega við skilnaði,“ segja Álf-
heiður og Guðfinna. „Konur
gera yfirleitt meiri kröfur til þess
að málin séu rædd á tilfinninga-
grundvelli. Þær eiga erfitt með að
sætta sig við það að málin séu
ekki rædd. Karlmenn aftur á
móti eiga erfiðara með að tjá sig
tilfinningalega. Þeir hafa oft
minni orðaforða á tilfinninga-
sviðinu. Þeir grípa frekar til
ákveðinna aðgerða - vilja gera
eitthvað. Fara í frí, skipta um
húsnæði, eða gera eitthvað
áþreifanlegt. Þetta verður oft til
þess að fólk talar framhjá hvert
öðru. Vandinn safnast upp og
verður verri viðureignar.
Ef átök koma upp á heimilinu
á sama tíma og miklar kröfur eru
gerðar til fólks í starfi, fjárhagur-
inn er bágborinn og fólk hefur
fjarlægst hvort annað, þá er oft
ekki önnur leið fær en skilnað-
ur.“
í kaflanum um skilnaðinn er
fjallað um viðbrögð barná, forsjá
og umgengni, þarfir foreldra og
barna. „Við bendum á leiðir þar
sem börnin eru undirbúin stig af
stigi en það gerir þeim skilnaðinn
léttbærari. Foreldrar vita í
mörgum tilfellum ekki hvað
börnunum er fyrir bestu og á
hverju þau þurfa helst að halda.
Það er til dæmis gífurlega mikil-
vægt fyrir börnin að hafa ein-
hvern fullorðinn sem þau geta
talað við og þá eigum við við
aðila sem ekki er eins ástatt fyrir
og foreldrarnir. Það er ómetan-
legt fyrir börnin að upplifa það
að geta talað við einhvern í trún-
aði á þessu erfiðleikatímabili.“
Andleg heilsa og hvaða
áhættuþættir ógna henni helst fá
sína umfjöllun í bók Guðfinnu og
Álfheiðar, auk þess sem sálræn-
um einkennum ýmiss konar er
lýst. Þar má finna kafla um
taugaveiklun og orsakir hennar,
þráhyggju, þunglyndi, geðveiki
og geðklofa. Þá er fjallað um sál-
fræðilega meðferð sem til boða
stendur. „Það er nauðsynlegt að
þekkja þá áhættuþætti seem hafa
áhrif á líðan okkar. Hvernig áföll
ýmiss konar eða langvarandi álag
getur farið með okkur. Hvað
tímamót í lífinu varðar tökum
við m.a.fyrir þrítugs- og fertugs-
aldurinn, en við þennan aldur eru
margir á krossgötum í lífinu, þá
þurfum við oft að gera eitt og
annað upp við okkur. Það hefur
til dæmis sýnt sig að við þrítugs-
aldurinn tekur fólk oft mikilvæg-
ar ákvarðanir um líf sitt, ákveður
að fara í nám, eignast barn eða
flytja til útlanda. Fólk er fullt af
krafti á þessum aldri og vill ekki
hjakka í sama farinu. Við fer-
tugsaldurinn er enn meira knýj-
andi að taka ákvarðanir ef menn
eru ekki ánægðir með þá stefnu
sém líf þeirra hefur tekið. Þá er
líka oft sú hugsun ráðandi að
ekki sé eftir neinu að bíða, það er
annað hvort núna eða aldrei.“
Síðasti kafli bókarinnar ber
heiti hennar, Nútímafólk og þar
er fjallað um einkalíf, félagslíf og
starf.
„í öllum rannsóknum sem
gerðar hafa verið hefur það kom-
ið fram að það eru sömu hlutirnir
sem gera fólk hamingjusamt, en
það er annars vegar einkalífið og
hins vegar starfið. Það er okkur
mjög mikilvægt að standa okkur
vel í starfi og líða vel í vinnunni,
en það er einnig mikilvægt að
njóta, sín vel í einkalífi. Það er
þetta tvennt sem brennur á
okkur, nútímafólki. En að koma
þessu heim og saman getur verið
býsna erfitt.
í dag er fólk mjög upptekið af
sínu starfi, það tekur mikinn
tíma og miklar kröfur eru gerðar
til þess að fólk standi sig vel í
starfi sínu. í starfi eru gerðar
kröfur til okkar sem einstaklinga.
Þörfin fyrir djúpt og náið einkalíf
hefur þó ekkert minnkað þó
auknar kröfur hafi verið gerðar
til okkar í starfi.
Fólk er upptekið við að upp-
fylla kröfur sem gerðar eru til
þess á öllum sviðum, í einkalífi,
starfi og félagslífi. Allir vilja
standa sig vel í starfi, það er ætl-
ast til þess að við séum virk í
félagsstarfi og að við rækjum
kunningsskapinn við vini og ætt-
ingja og allir vilja lifa í hamingju-
sömu hjónabandi þar sem allt er í
himnalagi. Á milli þessara
þriggja sviða getur oft skapast
misvægi. Sumir leggja alla sína
krafta í starfið og uppfylla þá
ekki þær kröfur sem til þeirra eru
gerðar á hinum sviðunum. í
kjölfar þessa getur oft skapast
togstreita og fólk veit ekki hvern-
ig það á að leysa málin. Við
bendum á ákveðna línu sem hægt
er að vinna eftir þar sem fólk get-
ur gert sér grein fyrir stöðu sinni,
hvar það stendur og hvað það
geti gert til að bæta sig. Við erum
ekki endilega með lausnina, en
leggjum það upp í hendurnar á
hverjum og einum hvort og
hvernig hann endurmetur líf
sitt.“ -mþþ
Lomber á Blönduósi
Flestir hafa heyrt minnst á
spilakvöld þar sem fólk kemur
saman og styttir sér stundir viö
að spila framsóknarvist, eða
þá bridgeklúbba þar sem
keppnir af ýmsum gerðum fara
fram. Þeir eru aftur á móti
trúlega færri sem vita að til eru
lomberklúbbar. Einn slíkur
hefur verið starfandi á Blöndu-
ósi í tæpt ár og var trúlegast
eini klúbburinn þar til að
stofnaður var lomberklúbbur
á Hvammstanga fyrir skömmu.
Tilurð Lomberklúbbsins á
Blönduósi er sú að nokkrir
áhugamenn um þetta ágæta spil
höfðu hist og iðkað spila-
mennsku um nokkurra ára skeið,
en fengu svo þá hugmynd að
stofna klúbb. Þeir auglýstu stofn-
un klúbbsins og áhugi fólks virtist
vera mikill því að fljótlega voru
félagar orðnir 35. Að sögn Jak-
obs Jónssonar, eins af upphafs-
mönnunum, er lomber nokkuð
flókið spil og reglur mjög frá-
brugðnar því sem gerist í öðrum
spilum. Þar sem lomber er
kannski aðallega þekktur sem
peningaspil, var Jakob spurður
hvort þeir á Blönduósi spiluðu
upp á peninga.
„Nei við notum spilapeninga,
sérstaka lomber-peninga.“
Lomber er spilaður annan hvern
fimmtudag á Hótel Blönduósi og
klúbburinn er öllum opinn, af
báðum kynjum. G.Kr.
ARU
PINISSAN
Vetrarskoðun
sem framkvæmd skal á þjónustuverkstæðum Nissan og
Subaru í desember.
1. Rafgeymasambönd athuguð.
2. Viflureim athuguö.
3. Rafgeymir og hleðsla mæld.
4. Vél þjöppumæld.
5. Skipt um platínur.
6. Skipt um kerti.
7. Skipt um bensíndælu.
8. Vél stillt (kveikja, blöndungur,
ventlar).
Verð: Kr. 2.900.-
Innifalið í verði: Kerti, platínur, bensínsía, frostvari á rúðuspraut-
ur.
Bifreiðav. Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 a • S. 22520
9. Frostþol vélar mælt.
10. Kúpling yfirfarin.
11. Ljósabúnaður yfirfarinn.
12. Loftsía athuguð.
13. Bremsuvökvi athugaður.
14. Hemlar reyndir.
15. Rúðuþurrkur athugaðar.
16. Frostvari á rúðusprautur.
Dagana 15.-24. des.
verður 10% kynningaratsláttur veittur
á ORIENT QUARTZ.
Alhugið að við sendum í póstkröfu.
au eru sterk og falleg, ORIENT QUARTZ
úrin, enda japönsk gæðaframleiðsla.
Pú þarft ekki að leita lengur að góðri gjöf,
það er nánast öruggt að þú finnur það sem þú
hefur í huga meðal þeirra 150 tegunda ORIENT
QUARTZ úra sem um er að velja.
ORIENT QUARTZfœrðu hjá flestum úrsmiðum,
enda eru þau einhver mest seldu úr á íslandi um
þessar mundir.
ÚrsmíðaversJun Halldórs Ólafssonar
Hafnarstræti 83, Akureyri, sími 22509