Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 3
20. desember 1986 - DAGUR - 3 Anna Stefánsdóttir í jólaviðtali var lengi á leiðinni. Ég var oft sjóveik í þessum ferðum og einu sinni var veðrið svo slæmt að bát- urinn varð að fara að landi við Hjalteyri.“ - Voru berklarnir ekki land- lægir á Akureyri á þessum árum? „Jú, þeir voru það. Ég man að fyrst eftir að ég fór að búa þá var oft gestkvæmt hérna á heimilinu. S Eg var hrædd við berklana og lét ævinlega sjóðandi heitt vatn standa í boll- unum sem fólkið hafði drukkið úr. Ég var sjálf laus við berklana en hrædd um krakkana ntína. Það var ekkert grín að fá berkla á þessunt tíma, Kristneshæli var alveg fullt af sjúklingum. Ungt fólk hrundi niður úr berklunum og bæði systkini mannsins míns dóu úr berklum. Fólk lifði stund- um ekki nema í nokkra mánuði ef það fékk berkla. Það var þó eins og Hrísey losnaði alveg við berklaveikina." Anna Stefánsdóttir hefur lifað langa ævi því hún er fædd á nýársdag árið 1904. Barn að aldri varð hún fyrir þeirri sáru reynslu að missa föður sinn, en hann drukknaði rétt undan landi þegar hrefnur hvolfdu árabát sem hann réri á. Fjölskyldan stóð í fjörunni og horfði á slysið án þess að geta komið til hjálpar. Á þessum árum var ekki um annað að ræða en fara í vist til vandamanna - ef heppnin var með, þegar fyrir- vinnan féll frá. Þjóðfélagsbreyt- ingarnar sem kynslóð Önnu Stef- ánsdóttur hefur lifað eru geysi- legar, og í raun miklu meiri en yngra fólk getur gert sér grein fyrir. - Hverjir voru foreldrar þínir? „Faðir minn hét Stefán Guð- mundsson og móðir mín hét Guðný Jónsdóttir. Faðir minn var ættaður ofan úr Kræklinga- hlíð en Guðný, móðir mín, var ættuð úr Keflavík í Fjörðum. Það þarf að fara yfir fjallgarð til að komast þangað, á Svínanes- ströndina. S g fæddist á bænum Arnar- nesi í Arnarneshreppi 1. janúar 1904. Þegar ég var átta ára drukknaði faðir minn. Þá var ég sótt og farið með mig út í Hrísey til föðursystur minnar, Steinunnar Guðmundsdóttur og mannsins hennar, Þorsteins Jör- undssonar. Þorsteinn var uppeld- issonur Hákarla-Jörundar, sem var þekktur maður á sinni tíð.“ - Hvenær komstu fyrst til Akureyrar? „Ég var 21 árs gömul þegar ég kom fyrst til Akureyrar og fór í vist, sem kallað var. Ég ætla ekki að nafngreina fólkið sem ég var hjá en þetta var inni í Innbæ, rétt fyrir neðan Nonnahúsið. Ég var ráðin sem vetrarstúlka og átti að hjálpa til innanhúss. Skólapiltar úr Menntaskólanum og Gagn- fræðaskólanum voru þarna í fæði ásamt fleira fólki. Ég var þarna heilan vetur." - Eru þér einhver atvik minn- isstæð frá dvöl þinni þarna? „Já, það átti að hafa rjúpur í jólamatinn og ég þurfti að plokka þær. Húsbóndinn á heimilinu smíðaði líkkistur og hafði til þess sérstakt verkstæði. Ég var látin plokka rjúpurnar inni á verkstæð- inu, þar sem líkkisturnar stóðu. Þarna voru geymdar þó nokkuð margar tilsmíðaðar kistur. í hvert sinn sem ég heyrði einhvern skarkala hugsaði ég sem svo: Nú er einhver að máta sig í kistuna sína. Ég var alein og hálfhrædd þarna í myrkrinu. Það kom líka stundum fyrir að ég þurfti að afhenda líkklæði þegar húsmóð- irin var ekki heima en þá var ég ekkert hrædd. Húsmóðirin á heimilinu saumaði líkklæði." - Hvernig var fæðið þarna á heimilinu? „Það var nóg til af öllu en naumt skammtað. Ég var einu sinni stödd þarna í húsinu þegar skólapiltar úr Menntaskólanum komu og báðu mig að gefa sér einhvern mat því þeir væru svo svangir. Þeir vissu að ég gat geng- ið um geymslurnar hvenær sem var. Ég sagði nei við þessari ósk þeirra. Það var samt enginn skortur á heimilinu, það var fullt af mat þarna en allt sparað. Þó voru þetta frændur húsmóðurinn- ar á heimilinu. arna borðuðu allir við sama borð og það var það lítið borið fram af mat að piltarnir sáu að ef þeir borðuðu lyst sína þá myndu þeir klára þetta. Þeir máttu náttúrlega ekki klára matinn frá hinu fólkinu.“ - Hvernig var jólahaldið á þessum tíma? „Það var skemmtilegt jólahald. Náttúrlega langaði mann alltaf heim til Hríseyjar um jólin en það þýddi ekki að hugsa um það. Það voru haldin kaffiboð um jól- in og fólkið heimsótti hvert annað.“ - Nú bjóstu rétt hjá kirkjunni í Innbænum. „Já, og ég þvoði og skúraði kirkjuna allan veturinn með hús- móður minni. Þetta var talsvert verk því kirkjan var nokkuð stór og varð að vera hrein. Séra Friðr-, ik Rafnar var sóknarprestur þá hérna á Akureyri. Þessi kirkja hefði aldrei átt að fara, hún var svo falleg. Hún var talin ónýt eft- ir að Bretarnir höfðu verið í henni á stríðsárunum. Bretarnir voru líka í fleiri húsum hérna í bænum, t.d. í Barnaskólanum.“ - Hvernig voru jólagjafirnar hér áður? „Það var nú ósköp lítið um gjafir þá. Mamma sendi mér nú ævinlega eitthvað svolítið, af sín- um litlu peningum. Það var ekki mikið um að fólk fengi föt eða slíkt f jólagjöf, það þekktist eig- inlega ekki. Mér finnst jólagjaf- irnar vera komnar út í algerar öfgar nú á tímum. Maður getur svitnað af því að horfa á þessar stóru jólagjafahrúgur um hver jól. Náttúrlega á enginn að gefa nema það sem hver og einn þarf að nota og gefa bara litla en skemmtilega gjöf. Krakkarnir fengu bara kerti og spil hér áður fyrr og voru ánægð með það.“ - Hvernig var lífið á kreppuár- unum? „Þá var ég nýgift. Ég giftist Hallfreð Sigtryggssyni 15. apríl árið 1933. Á þessum tíma var al- gengt að fólk væri með kýr á Eyr- inni og fáeinir voru líka með kindur. Hallfreð, maðurinn minn, slasaðist illa stuttu eftir að við giftumst og varð að liggja lengi á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við höfðum því nærri engar tekjur. Þá var ég svo fátæk að ég gat ekki keypt skó á drenginn minn. Það var gömul kona sem gaf mér fyrir skóm. Ég var búin að gauka einhverju að henni áður. Ég held að fólk sem upp- lifði ekki þessa hluti viti ekki hvað kreppa er. Núna geta allir haft það gott ef þeir kunna að fara með peninga. Fólk kvartar svo mikið nú á dögum. Ef ein- hver fær sér eitthvað nýtt þá þurfa nágrannarnir að fá sér það sama.“ - Finnst þér jólahaldið vera misskilið? „Já, jólahaldið er mest kring- um gjafirnar. Það eru ekki allir ánægðir með gjafirnar sem þeir fá, fólki mislíkar jafnvel það sem það fær og kann oft ekki að meta það sem gott er. Unga fólkið er miklu kröfuharðara en við vorum. Mér finnst fólk hafa verið meinlausara í gamla daga og náttúrlega voru engin eiturlyf þá.“ - Hvernig fannst þér að búa á Akureyri? „Það var auðvitað allt öðruvísi en í Hrísey. Eftir að ég fór að vera vetrarlangt á Akureyri fannst mér ég vera svo innilokuð þegar ég kom til Hríseyjar. Það voru engar fastar ferðir til Akur- eyrar á þessum tíma og maður - Þú hefur verið 14 ára frosta- veturinn mikla, 1918. „Já, ég man vel eftir þeim vetri. Það var þykkur ís allt í kringum Hrísey svo það var hægt að ganga í land bæði austan og vestan við eyna. Það var hægt að ganga alveg suður á Hjalteyri á ísnum en ég man ekki hvað hann náði langt, sjálfsagt alla leið inn á Akureyri. Það hefur aldrei verið eins mikið af hestum í Hrísey eins og þennan vetur því þeir gengu yfir á ísnum. Fólk ferðað- ist um á sleðum sem hestar drógu. Það var óskaplega kalt þennan vetur og fólkið varð fljót- lega kolalaust. Þá var farið á sleðum og skógurinn við austan- verðan fjörðinn höggvinn til eldi- viðar.“ - Hvernig verður jólahaldið hjá þér um þessi jól? „Við erum oftast heima um jólin og förum ekki mikið. Við verðum með jólamat og svo höf- um við smákökur. Ég steiki alltaf laufabrauð fyrir jólin og það höf- um við með hangikjötinu eins og aðrir. Svo horfum við eitthvað á sjónvarpið um hátíðina. Maður fer nú ekki mikið þegar rnaður er kominn á þennan aldur.“ g kvaddi Önnu og Halla eftir að hafa þegið kaffi og kökur í húsinu þar sem þau hafa átt heima í rneira en hálfa öld. Þau hafa frá mörgu að segja því margt hafa þau upp- lifað á langri ævi. í allsnægtum nútímans er fólki hollt að líta til baka og skoða aðstæðurnar eins og þær voru fyrr á tímum, eða eins og Anna sagði: „Þá var fólk- ið ánægt ef það hafði að borða.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.