Dagur - 20.12.1986, Side 14
H r-P^Scr ZMwmterc.ím
K
r
Óskum Húsvíkingum svo og
landsmönnum öllum
4
gleðilegra jóla
og farsæls
komandi árs
Þökkum samstarfíð á árinu
Bæjarstjórn Húsavíkur
Oskum Akureyringum
svo og landsmönnum öllum
og farsæls komandi árs
Þökkum samstarfið á árinu
Bæjarstjóm
Akureyrar
Gleðileg jól
farsælt komandí ár
Þökkum ánægjuleg
viðskipti
áárinusemeraðlíða
„Fótö var komið út í véliim
og allt virtist klappé og klárt“
- Jóna Björg Heiðdal lenti í erfiðu ferðalagi fyrir jólin 1967
að getur reynst bagalegt
fyrir fólk að hafa ekki upp
á einhverja daga að
hlaupa, til að koma sér á milli
staða, hvað þá landshluta fyrir
jólin. Þau Jóna Björg Heiðdal og
Baldvin Kristjánsson sem nú búa
á Sauðárkróki fengu að reyna
það árið 1967. F>á bjuggu þau á
Blönduósi og ætluðu að dvelja
hjá foreldrum Jónu yfir jólin.
Ferðasaga Jónu er á þessa leið:
Við gátum ekki lagt af stað
fyrr en á Þorláksmessu
vegna þess að Baldi
starfrækti bakaríið á Blönduósi
þá og þurfti auðvitað að veita
viðskiptavinunum þjónustu alveg
fram á síðustu stund. Við ætluð-
um að fljúga suður með síðustu
vél frá Sauðárkróki fyrir jólin.
Brottfarartími hennar var klukk-
an 6 síðdegis á Þorláksmessu.
Við vorum frekar tíma-
naum þegar lagt var af
stað á Krókinn, en mið-
að við góða færð áttum við að ná
þangað áður en flugvélin færi. En
þegar við komum í Bólstaðar-
hlíðarbrekkuna var allt ófært,
þannig að við komust ekki neitt á
Volkswagen bjöllunni okkar. Við
börðum að dyrum í Bólstaðar-
hlíð og bóndinn þar var svo
almennilegur að bjóðast til að
draga okkur yfir Vatnsskarðið.
Sem hann og gerði og gekk það
svona sæmilega, svo að við gátum
haldið ferð okkar áfram. En við
höfðum tafist mikið við þetta og
vorum alveg búin að afskrifa það
að komast suður með vélinni.
Það var svo lán í óláni að
þegar við komum á Krók-
inn kom í ljós að fluginu
hafði verið seinkað vegna veðurs.
Fram eftir öllu kvöldi var verið
að fresta flugi eins og farþegar
með innanlandsflugi frá smærri
stöðum eru ekki óvanir á þessum
árstíma. Um miðnættið vorum
við kölluð í síðasta skiptið út á
flugvöll og þá loksins kom vélin.
Allt virtist klappað og klárt. Það
voru allir komnir út í flugvélina
og hún í þann veginn að hefja sig
til flugs, þegar bilunar varð vart.
Þegar þetta kom upp veltum
við svolítið fyrir okkur hvað við
ættum að gera og komumst að
þeirri niðurstöðu, að allt kapp
yrði lagt á að koma flugvélinni
suður, þar sem koma þyrfti flug-
manninum og flugfreyjunni heim
fyrir jólin svo að þau þyrftu ekki
að eyða jólunum á Sauðárkróki.
Síðan gistum við hjá venslafólki
um nóttina og klukkan átta
morguninn eftir kom viðgerðar-
vél norður. Hún blindlenti og ég
heyrðj sagt að það hefði enginn
annar en þessi tiltekni flugmaður
sem flaug vélinni getað leikið eft-
ir að lenda vélinni við svona erfið
skilyrði. Þetta var einhver frægur
flugkappi á þessum tíma. Síðdeg-
is á aðfangadag var búið að gera
við vélina og um hálfsexleytið
gengum við inn úr dyrunum hjá
foreldrum mínum í Reykjavík.
Við sem sagt komum rétt áður en
klukkurnar hringdu jólin inn.
Þetta voru svo eftir allt sem á
undan var gengið ákaflega yndis-
leg jól. Síðustu jólin sem við
dvöldum að heiman. -þá
Jóna Björg Heiðdal.
Óskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsœldar á fcomandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki
íslands
Strandgötu 1, Akureyri,
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi,
Raufarhafnarafgreiðsla.