Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 9
20. desember 1986 - DAGUR - 9 Björgvin Björgvinsson og Edda Hrönn Stcfánsdóttir með 6 af 10 börnum sínum: Edda 12 ára, Eva Dögg 10, tvíburarnir Ómar og Freyr 7 ára, Berg- þóra 5 og María Rut 2ja. öllsömul. Við gætum ekki hugsað okkur að fara aftur í kaupstað- inn, alla vega ekki í bili. Krakk- arnir eru mjög ánægðir.“ - Heldurðu að það sé léttara að vera með svona mörg börn í sveitinni? „Mér finnst ekki hægt að líkja því saman. Það er svo margt sem spilar þar inn í, í bænum eru allir að keppast við t.d. notar maður betur út úr öllum fatnaði hérna og þetta kemur mikið betur út.“ - Nú tala margir um að þeir hafi ekki efni á að eiga nema tvö til þrjú börn. „Mér finnst þetta svo kjána- legt, ég vorkenni ekki fólki sem er með 4-5 börn og þeir barma sér mest sem hafa það best. Við höfum efni á að eiga þessi tíu börn, náttúr- lega lifir maður engu lúxuslífi, það er langt frá því, en við höfum komist af án þess að vera upp á nokkurn kominn. Það hefur oft verið á mörkunum með að endarnir næðu saman en þetta hefur tekist með því að veita sér ekki mikið og við höfum aðeins einu sinni farið í sumarfrí á þess- um árum. Meðan við bjuggum í kaupstaðnum skruppum við stundum eitthvað með börnin um helgar, annað höfum við ekki far- ið og það er lítið um skemmtanir, en ég held að það séu allir ánægð- ir með þetta, það kvartar enginn.“ - í dag hafa margir áhyggjur af fækkun fólks á Vesturlöndum vegna þess að fólk eignist ekki nógu mörg börn, hvað finnst þér um þessi mál? „Eg segi fyrir mig að mér finnst konur vera allt of mikið úti á vinnumarkaðinum og vera allt of lítið heima. Mér finnst þetta svo stuttur tími, þó að konur séu heima í ein tíu ár, við hljótum að geta farið að vinna aftur seinna, þessi tími er svo fljótur að líða. En það er eins og allir þurfi að vera að vinna því metnaðurinn er náttúrlega svo óskaplega mikill, það þurfa allir helst að eiga nýja bíla, fara í utanlandsferðir og guð má vita hvað. Það leyfir sér afskaplega mikið svo það kemur af sjálfu sér að það þarf að vinna." - Hver er stærsti kostnaðarlið- urinri við að eiga svona mörg börn? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Pegar börnin byrja í skólanum á haustin er keyptur fatnaður og náttúrlega reynir maður að komast af með sem minnst, kaupir frekar á börnin sem eru í skóla heldur en hin, kannski sitja þau á hakanum. Það fer dálítið mikill peningur í mat, það þarf mikið ofan í stóran hóp. Ég reyni að nýta allt mjög vel og bý til slátur, rúllupylsur, kæfu og fleira þess háttar.“ - Mjög persónuleg spurning, langaði ykkur til að eiga svona mörg börn? „Já, annars hefðum við ekki átt þessi börn, við höfum alltaf haft mjög gaman af börnum og ég sé svo sannarlega ekki eftir þessu. Þetta er náttúrlega alveg feikilega mikil vinna en börnin eru svo dugleg bæði við að hjálpa til og að bjarga sér að dæmið virðist ganga upp. Stelpurnar sem eru 10 og 12 ára ganga í öll verk með mér og ég er mjög sátt við mitt hlutskipti, annars hefði ég ekki eignast börnin því það þarf enginn að eignast börn í dag sem ekki kærir sig um það.“ - Langar þig að eiga fleiri? „Nú er ég alveg hætt, þetta er orðið ágætt og ég á orðið það fullorðin börn að ég gæti verið orðin amma.“ - Hvernig er vinnudagurinn hjá þér og hvað er hann langur? „Ég fer á fætur rúmlega sjö á morgnana, gef börnunum morg- unmat og kem fimm þeirra af stað í skólann, þegar þau eru far- in vakna þau yngstu og það er alltaf nóg að gera, maður má hafa sig allan við að komast yfir verlíin. Það er frekar rólegt með- an börnin eru í skólanum en það þarf að þvo, þrífa, elda og baka, eftir að ég kom hingað austur hef ég lítið gert af því að sauma og prjóna á börnin en það gerði ég stundum áður meðan ég hafði meiri tíma. Það hefur verið svo mikið að gera, ég tók að mér að vera með menn í mat og kaffi meðan verið var að byggja kirkjuna. Ég reyni að vera búin með verkin klukkan níu á kvöld- in eða ekki seinna en tíu, þá vil ég fara að geta slappað af.“ Fimm bamanna stunda nám við Hafralækjarskóla í Aðaldal, þau fara daglega til og frá skólan- um með skólabíl. Þess má til gamans geta að alls stunda 107 nemendur nám við skólann svo drjúgur hluti þeirra kemur frá heimilinu á Þóroddsstöðum. „Börnin eru sérstaklega ánægð í skólanum, þar er mikið félagslíf t.d. eru haldin þorrablót og árs- hátíðir og þangað koma foreldrar og systkini. Þetta er ekki í kaup- stöðum og mér finnst alveg sér- staklega gaman að fara til að skemmta sér með börnunum, svona félagslíf þyrfti að tíðkast víðar.“ - Er ekki dýrara fyrir ykkur að þurfa að kosta börnin í sveita- skóla? „Ég er ekki viss um það, þegar börnin eru heima er aldrei reikn- að hvað kostar að fæða þau.“ Hægt er að ímynda sér að tíu barna móðir sé þreytuleg og stressuð en svo er alls ekki með Eddu, hún er ungleg og lítur ljómandi vel út, er í góðu jafn- vægi og skemmtileg heim að sækja. Börnin bera það einnig með sér að vel er um þau hugsað og að þeim er mikið sinnt og auk þess er heimilið hreint og snyrti- legt. Er Edda kraftaverkakerl- ing? Hún er spurð um heilsuna. „Ég hugsa að ég sé mjög hraust, það hlýtur að vera því þetta hefur verið dálítið mikið álag. Álagið hefur verið á okkur báðum því það er mikið búið að gera hérna, bæði við íbúðarhúsið og útihúsin." - Getur maðurinn þinn hjálp- að þér með heimilisverkin? Nei, hann getur það nú ekki, hefur alveg nóg með sitt, stelpurnar sem eru heima eru duglegar að hjálpa mér því annars kæmist ég ekki yfir þetta, þar sem er stór hópur held ég að þetta komi af sjálfu sér. Elstu strákarnir hafa hjálpað pabba sínum afskaplega mikið og þetta hefði ekki allt tekist nema með hjálp þeirra. - Hefur þér fundist fólk hneykslast á ykkur fyrir að eiga svona mörg börn? „Já, mér hefur fundist það og efa ekki að mikið er talað um okkur. Ég er viss um að ég er ekki talin normal en mér er nokkuð sama um það og tek það ekki nærri mér. Ég hef svolítið gaman af því að fólk hefur álitið að við værum kaþólsk. En fólkið hérna í sveitinni er afskaplega indælt og gott og það tók okkur mjög vel.“ - Að lokum Edda, þú eignast þitt fyrsta barn 19 ára gömul, síð- an hvert á eftir öðru og hefur að sjálfsögðu verið bundin yfir þeim. Finnst þér þú hafa farið á mis við eitthvað í lífinu? „Nei, það finnst mér alls ekki, ég hef verið afskaplega ánægð með þetta og sé ekki eftir neinu.“ IM <r ✓ Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Hestasport Helgamagrastræti 30, sími 21872. % / V Æ^ ll Á, \, Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin. EúMMívmsimí. Rangárvöllum • Akureyri /y- \ n GleðUegjól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að kða. v- Óseyri 4, sími 26842. ft \ n Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Húsgagnaverkstæöi, sími 24727. * ■4 / \ \t Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. Crown Chicken Æ7' * / Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á árinu. Skart - Skrautfiskabúðin \ -P

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.