Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 13
20. desember 1986 - DAGUR - 13 pp, er víkingasafnið í Jórvík. að dæmigerð gata hafi litið út. unum, konur að spinna, vefa og elda mat á hlóðum, mann á náð- húsi - sem var hola í jörðina með smá girðingu umhverfis. Einnig er farið niður að höfninni og þar er verið að vinna við uppskipun úr skipi, sem er nýkomið frá Nor- egi með skinn, síldartunnur og vínámur sem komnar eru alla leið frá Rínarlöndum. Þarna er verið að gera við segl, gera að fiski og í nægu að snúast. Ungur piltur fylgist dolfallinn með vinnu og sögum sjómannanna. Tveir sægarpar ræða málin og stráklingur hlustar andaktugur á. Þegar komið er út úr þessu tilbúna umhverfi, sem er ótrúlega áhrifaríkt, fara tímavagnarnir inn á svæði þar sem fornleifauppgröfturinn blasir við. Þar getur að líta leifar af timburveggjum í upprunalegu horfi, nema hvað fornleifa- fræðingar eru búnir að beita sín- um aðferðum til að þeir varðveit- ist. Þarna hafa líka verið gerðar styttur af vinnandi vís- indamönnum. Þar bogra þeir við uppgröft, kíkja í mælitæki og fleira í þeim dúr. Þegar komið er út úr þessum hluta safnsins taka við sýningarskápar, fullir af alls kyns munum sem fundust við uppgröftinn. Það er ákaflega skemmtileg reynsla að sjá þetta safn. Tilfinn- ingin fyrir því að maður sé á ferðalagi í tímanum er mjög sterk. Þá kemur glöggt fram að víkingarnir voru ekki bara óald- armenn, heldur settust þeir að og lögðu til ómetanlega reynslu, höfðu mikil áhrif til framfara á þeim svæðum þar sem þeir tóku sér búsetu. Þeir voru farmenn og kaupmenn og undirstaða þess voru hin frábærlega hönnuðu skip þeirra, sem gerðu þeim kleift að fara í langsiglingar. HS Tekið í stagið. drasl sem við notum í dag, verði fornleifar á morgun. Mikið af munum hefur varðveist sem segja mikla sögu. I bakgörðum var úrgangurinn. Þar var drasli safnað, þar voru svínastíur og þar var vatnsbólið - ásamt með salerninu sem sést neðst til vinstri. Salernisscta, býsna nútímaleg, sést neðst til hægri og afurð slíkra staða er meðal þess sem sýnt er í víkingasafninu og sést hér á minnstu myndinni. Hún bendir til þess að fæðan hafi verið rík af trefjum, en einnig af sníkjudýrum, sem varla hafa gefið gott í magann. víkinganna. Gestir safnsins eru komnir til Jórvíkur og ártalið er Fólk er þar við störf og leik. Hávaði berst frá vinnandi fólki, barnsgrátur heyrist og hundgá - meira að segja lyktin er eins og menn ímynda sér að hún hafi ver- ið í þröngri götu víkingabæjarins - einhvers konar hamp- og tjöru- lykt er ríkjandi. Innan um timb- urhúsin með stráþökunum, sem reist hafa verið á rústum þess sem fornleifafræðingarnir rannsök- uðu, er fólkið - myndastyttur úr leir klæddar fötum sem tíðkuðust fyrir þúsund árum. Þarna eru einnig dýr, hundar og alifugl- ár.Tíminn heíur stöðvast, sagan er frosin föst. Þarna.getur að líta myntsláttu- menn og skartgripasala, hag- leiksmann sem smíðar úr beini, trésmiði, leðurverkstæði, kopar- smiði, húsmæður að gefa alifugl- Skartgripasali falbýður vörur sínar. Víkingasafnið í Jórvík er ákaflega skemmtilega upp sett. Byrjað er á því að ganga niður tröppur og strax er sköpuð sú tilfinning að menn séu að fara aftur á bak í tíman- um. Fígúrur sem minna á eldri tíð birtast hver af annarri. Stigið er upp í rafknúna vagna sem skila gestum safnsins aftur á bak inn í fortíðina. Aldirnar blasa við. Magnús Magnússon, hinn kunni sjónvarpsmaður, les texta sem fram kemur í hátölurum og margvísleg hljóð heyrast. Tíma- vagnarnir silast hægt inn í fortíð- ina. Áhrifin af þessu eru með ein- dæmum furðuleg. Skyndilega eru safngestir komnir aftur til víkingatímans. Við blasir þetta norræna fólk sem settist að á herteknum svæðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.