Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 18

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 20. desember 1986 Jól í Ijóðum íslemkra skálda - SÝNISHORN Jólin hafa í gegnum tíðina orðið mörgu skáldinu yrkisefni og kveðskapurinn um þessa mestu hátíð kristinna manna er ansi fjölbreytilegur. Jólalögin skipta þúsundum og ný lög eru gefin út um hver jól. Textar þessara laga eru margir af ódýrari gerðinni og gleymast fljótt. Það sama má segja um lögin. Einstaka lög ná þó að festast í sessi og verða sígild. Þeirra þekktast er örugglega jólalagið (eða sálmurinn) Heims um ból. Ljóðskáldin hafa ekki síður en textahöfund- arnir fjallað um jólin í verkum sínum. Svo til hvert einasta íslenskt ljóðskáld hefur ort jólakvæði og því er af mörgu að taka. Nánast af handahófi völdum við nokkur jólaljóð úr - mismunandi þekkt - svona rétt til þess að sýna lesendum mismunandi sjónarhorn skáldanna. Flest ljóðanna eru af fallegri toganum en kvæði Steins Steinarr sker sig úr og er óneitanlega frekar neikvætt, - napurt háð um allt tilstandið sem jólunum fylgir. Sem fyrr segir er af svo mörgu að taka að ljóðin hér að neðan eru einungis brotabrot af því sem ort hefur verið um þessa hátíð ljóss og friðar. Vonandi hjálpar þetta sýnishorn þó einhverjum við að komast í hið eina og sanna jólaskap. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: JóCaóskir Nú opnast hver hugsælu heimur og hátíða-lotningin streymir til barnanna ungu og öldnu, sem upp aftur jólin sín dreymir. í upphæðir ennþá frá djúpi rís al-lífsins móðirin, sól.. Nú hringt er frá himni og jörðu í hjörtu vor: Gleðileg jól! Hve ljúft er á ljósið að trúa, er leiðirnar skammdegið syrtir, og eiga þá vordýrð að vetri, sem vermir og gleður og birtir! Nú vakir hver móðurlands minning; hver mynd er hug vorum skýrð, því innsigli íslenzkrar sálar er ættlandsins náttúrudýrð. Ég sendi þér sólskin um jólin úr sál minni, - geislana hlýja. Ég sendi þér árnaðar óskir, að árið þér blessist hið nýja. Stefán Sigurkarlsson: Jóíanótt í Styíiíiisíwbni Kapellan stendur á kletti kaidur vindur blæs af hafi út um glugga líða örend ljósin í svarta kletta. Prestur, skrýddur hvítri hempu dansar flosdans kringum altarið sveiflar blossandi ilmkeri og strýkur með hvítri þurrku storknað blóð gamalla kaleika. Himnear söngvar gráklæddu nunnanna fylla rýmið - um of og sjá, tjaldskör himins flettist af og dökkar öldur þvo marglit rúðugler dýrlinganna laglína boðar endurmat alls hins liðna dimmir orgeltónar fá loftið til að titra og fylla það draumum þar sem hinir dauðu geta lifað áfram (treglega þó). Af himni hrynja krystallar um hvíta turna. Friðrik Guðni Þórleifsson: jöí Eplin voru ekki alltaf rauð en ilmandi og kertaljósin á trénu og það bar til um þessar mundir að heimurinn skyldi vafinn reifum velþóknun á og steikin í maganum og undir morgun knýja kristilegar smásögur til uppgjafar ofan í dívanskúffu fulla af draumum. Gullslegin hálsbindi rjómalitaðar skáldsögur rauðvín með hvítvín með boðskapur af skjánum deilir vitund með kærleiksríkum stríðstertum koníak með líkjör með og fagnandi ölvun breiðir sig yfir vígvöll spennubókar sem birtir þér ómengað fagnaðarerindið. Öm Amarson: Mgpsg Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lætur á strák í nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertaljósin skína og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Og mitt í allri dýrðinni krakkakríli grætur - það kemur stundum fyrir, að börnin gráta um jól - en bráðum gleymist sorgin, og barnið huggast lætur og brosir gegnum tárin sem fífill móti sól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. Ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild í helgi jólanætur, er heimur skrýðist ljóma frá barnsins jólasól. En innst í hugans leynum er lítið barn, sem grætur - og litla barnið grætur, að það fær engin jól. Hannes Pétursson: Ljós ocj fiíjómar Jólanótt - og ég kveikti á kerti rétt eins og forðum litlu kerti. Pað logar á borði mínu unir þar sínu lífi slær ljóma á þögnina. Og bíð þess að ég finni sem forðum að glaðir hljómar séu lagðir af stað út úr lágum turnunum að ég heyri þá svífa yfir hvítt landið og stefna hærra, hærra! eins og hyggist þeir setjast á sjálfar stjörnurnar svo ljós og hljómar geti hafið í einingu saman af himnum gegnum loftin sína heilögu ferð. Steinn Steinarr: JóC Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu, og klukknahringing og messur og bænargjörð. Það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.