Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR ,-r 2Q. desember >98$ Hjónin Björgvin Björgvinsson og Edda Hrönn Stefánsdóttir. eitthvað er til af kálfum. Við erum með hænsni svona fyrir heimilið, börnin eiga fjóra hesta og svo eigum við kött og hund.“ - Hver var orsökin fyrir því að þið fluttuð í sveitina? „Atvinnuleysi, það var ekkert orðið að gera og ekki hægt að vera atvinnulaus. Maðurinn minn var búinn að vera atvinnulaus í mánuð áður en við fluttum hingað. Það voru margir sem fóru úr bænum um svipað leyti, bæði smiðir og múrarar." - Var ef til vill gamall draum- ur að fara að stunda búskap? „Það var búinn að vera draum- ur mannsins míns frá því að við „ Við höfum efni á að eiga þessi tíu böm “ - segir Edda Hrönn Stefánsdóttir en hún og maður hennar Björgvin Björgvinsson hafa eignast 10 böm á 19 ámm Að undanförnu hefur mik- ið verið rætt um þá stað- reynd að fæðingunt barna í velferðarþjóðfélögum fækkar. Það er að verða algengt að fólk eignist 1-2 börn og þeir sem eiga 3-4 eru taldir duglegir við barneignir. Það eru þó enn til undantekningar, þann 5. nóv. sl. eignuðust hjón sitt tíunda barn. Það eru hjónin Edda Hrönn Stef- ánsdóttir sem er 38 ára og Björgvin Björgvinsson sem er fertugur, þau búa á Þóroddsstöð- um í Köldu-Kinn. Einn sunnudagseftirmiðdag á aðventunni heimsótti Dagur fjöl- skylduna og það var ánægjulegt að koma að Þóroddsstöðum. Sjö barnanna voru inni en þau voru glaðleg og stillt og oft hefur meira gengið á fyrir 1-2 börnum á heimili. í gamni er barnahópur- inn stundum kallaður „Eddukór- inn“ en því miður tókst ekki að ná mynd af þessari tólf manna fjölskyldu allri samankominni. Tvö elstu börnin voru veðurteppt á Akureyri, yngsti fjölskyldu- meðlimurinn svaf svo sætt og rótt að synd hefði verið að raska ró hans og 14 ára piltur var svo önn- um kafinn í útihúsunum að hann gaf sér ekki tíma til að hoppa inn á mynd. Edda var spurð hvort ekki væri erfitt að finna nöfn á tíu börn, en það vefst ekki fyrir henni frekar en annað, hún sagði að svo mikið væri til af fallegum nöfnum að þetta væri ekkert vandamál. Nú skulum við staldra við og kynna okkur nöfn og aldur barnanna á Þórodds- stöðum. Það elsta þeirra er Gréta Björg, hún er 19 ára og stundar sjúkraliðanám á Akureyri. Stef- án Hlynur er 17 ára, hann er í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og ætlar að verða bifvéla- virki. Næstur í röðinni er Björg- vin sem er 14 ára, þá kemur Edda 12 ára og síðan Eva Dögg 10 ára. Tvíburarnir Ómar og Freyr eru 7 ára, Bergþóra er 5 ára og María Rut er 2 ára. Yngsti drengurinn sem fæddist 5. nóv. er ennþá óskírður. Fjölskyldan hefur ekkj búið lengi á Þóroddsstöðum og fyrst var Edda spurð hvaðan þau hefðu komið. „Við hjónin erum bæði frá Akureyri, ekta Akureyringar og verðum náttúrlega aldrei annað. Við fluttum hingað um mánaða- mótin maí-júní 1984, þegar við fluttum var níunda barnið okkar þriggja vikna og það var dálítið mikið verk að taka sig upp og Bergþóra 5 ára og María Rut 2ja ára fara. Hér höfum við verið að koma okkur upp búi og stækka það smám saman. Björgvin er smiður og hefur jafnframt stund- að vinnu við smíðar, enda hefur ekki veitt af því, t.d. hefur hann unnið mikið við byggingu nýju kirkjunnar hérna.“ - Eruð þið með stórt bú? „Við erum með um 100 kindur og 13 mjólkandi kýr núna, svo eru kvígur sem bera í vor og eru hrifnar af litla bróður. kynntumst, í ein tuttugu ár. Hann þráði alltaf að komast í sveit og var búinn að vera í sveit sem unglingur. Þegar við bjugg- um á Akureyri vorum við alltaf með kindur og hesta, við gátum fengið þessa jörð og sáum að við réðum við það. Það var annað- hvort að hrökkva eða stökkva því við sáum að við færum ekki að flytja í sveit í ellinni svo við slóg- um til og erum afskaplega ánægð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.