Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 20
20 -r DAGUR - 20. desember 1986 Litið inn íjólaföndur hjá 6 ára bömum íLundarskóla Síðustu vikurnar fyrir jólin eru líklega skemmtilegasti tíminn í skólum landsins, ekki síst hjá yngstu nemendun- um. Þau fá að heyra jólasögur, föndra, læra jólalög og meira að segja hlusta á jólalög af plötum. í Lundarskóla var mikil jóla- stemmning er undirrituð kom þar í heimsókn hálfum mánuði fyrir jól og fékk að fylgjast með einni kennslustund hjá 6 ára börnum. Leið mín lá niður í kjallara, nánar tiltekið í stofu 8 þar sem saman voru komnar tvær for-. skóladeildir, alls 30 börn, með kennurum sínum. Kennararnir voru þær Þorbjörg Vilhjálms- dóttir og Sólveig Jónsdóttir. Vel er búið að forskóladeildunum og aðstaðan þannig að hægt er að opna á milli bekkja og er þá opið á milli þriggja kennslustofa. Þessa stund sem ég fylgdist með jólaundirbúningnum hjá börnunum voru þau að vinna sameiginlegt verkefni. Verkefnið var það sem gerðist á jólanóttina fyrstu, öðrum megin við jólanótt- ina voru síðan gömlu jólin á íslandi og hinum megin voru jólin eins og við höldum þau nú til dags. Börnin fengu mismunandi Það er ekki alveg á hreinu hvað þessi er að gera, en það þarf greinilega hamar til að fullkomna verkið. Frntu ióknóttm fæddist. Fyrst sáu vitringarnir stjörnuna, vissu þá að nýr drott- inn var fæddur og gengu af stað. Hvert? Til Betlehem, þar sem þeir fundu Jesúbarnið í jötunni." Já, maður kom ekki aldeilis að tómum kofanum hjá þessum fróðu stúlkum. V: ið annað borð sátu þær Katrín, Harpa, Guð- björg og Eygló: Hvað skyldu þær vera að gera? „Við erum að búa til fjárhúsið með Jesúbarninu. Nei, nei, það er ekkert erfitt og við gerðum þetta alveg einar. Það er að vísu svolít- ið erfitt að setja sagið á, það á að vera heyið.“ En hverjir eru þarna í fjárhúsinu. „Það eru María, Jósep og Jesúbarnið.“ Og þá vit- um við það. Það var nú óðum að koma lokamynd á verkefnið stóra og börnin höfðu staðið sig eins og hetjur. Lengst til vinstri voru gömlu jólasveinarnir 13 á leið niður að gömlum íslenskum sveitabæ, en fyrir utan hann kúrði jólakötturinn. Á miðri mynd var joianóttin fyrsta inni í hring. Þar voru Jósep, María, Jesúbarnið, stjarnan, kindur og höldum þau nú til J W if t fjj |l f m/mÆ/Sj B/mWm/m/M/fí W/tk hring. Þar voru n fengu mismunandi I J ■ W WrW m \J W WWm W W W W m WW Jesúbarnið, stjar sömlu iólin og jólin okkor verkefni og síðan var allt límt á stóra mynd. Þær Þorbjörg og Sólveig sögðu börnin vera búin að vinna atburðabók um Jesúbarnið og jólin. „Við tókum fyrir jólaþema. Byrjuðum á að fjalla unr af hverju við höldum jól og það var af því að Jesús fæddist þá. Fyrsta atburðablaðið var um fyrstu jólin. Næst fjölluðum við um gömlu jólin á Islandi og því sem þeim fylgdi, jólaköttin, Grýlu og gömlu jólasveinana. Annað atburðablaðið var um gömlu jólin. Að lokum fjölluðum við um jólin okkar, við bökuðum piparkökubörn og föndruðum jólatré og rauða jólasveina. Síð- asta atburðablaðið var því um jólin eins og við höldum þau í dag. Þessum bókum ætla börnin síðan að pakka inn og þær verða jólagjöf til pabba og mömmu." Börnin voru í litlum hópum að föndra og sum voru á hlaupum, það var í mörg horn að líta við svona vandasamt verk. Þær Lín- Börnin horfa stolt á afrakstur vinnu sinnar. ey, Ágústa, Rannveig og Jó- hanna sátu saman við borð og voru ákaflega íbyggnar á svipinn. Ég spurði þær hvað þær væru að gera. „Við erum að búa til vitr- ingana þrjá,“ sögðu þær Líney, Ágústa og Rannveig, en Jóhanna kvaðst vera að búa til stjörnu. Þær voru víst nokkrar á himnin- um jólanóttina fyrstu, ein áber- andi stærst. „Það er alveg ofsa- lega gaman að föndra," voru þær Það er ekki verra að kennararnir hafi hönd ■ bagga þegar 30 börn eru saman komin til að vinna að sameiginlegu verki, en það verður að segjast að samvinnan gekk ótrúlega vel og hratt fyrir sig. Það er nú betra að nota vel af lími til að listaverkið tolli saman. Þarna er að komast mynd á verkið, inni í hringnum er jólanóttin fyrsta. stöllur sammála um. „Við vorum líka að föndra á laugardaginn og þá komu pabbi og mamma með. Nei, nei, það er enginn vandi að búa til vitringa. Við klippum bara út pappír og límum efni á.“ Þær Líney, Ágústa, Rannveig og Jó- hanna voru alveg með það á hreinu af hverju við höldum jólin. „Það er af því að Jesús fleira. Hægra megin við hringinn voru svo jólin okkar. Þar var fag- urlega skreytt jólatré, börn úr piparkökum, pakkar og fleira til- heyrandi. Börnin voru stolt þegar verkefninu var lokið, en hungrið sagði líka til sín og þau settust því niður með nestið sitt. En meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.