Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 10
10 - DÁGUR 20. desember 1986: „Álám séð svona mikla gleði úrandliti nokkurrar skepnutí - segir Sigrún Jónsdóttir á Rangá eftir að heimilishundurinn sem talinn var af kom til baka Það var mikil gleði hjá okkur hér um daginn þegar heimils- og smalahundurinn á heimilinu kom í leit- irnar eftir að hafa verið týndur í 12 daga. Við vorum búin að gefa upp alla von um að finna hundinn aftur, sagði Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Rangá í Köldu-Kinn. Sagan sem Sigrún sagði var á þessa leið: Vitað var um kindur sem voru út undir sjó og voru þar í sjálfheldu. Þrátt fyrir það höfðu þær nóg að bíta, en erfiðlega gekk að kom- ast til þeirra vegna vondra sjóalaga. Er von var á betra veðri tóku sig til fjórir vaskir menn og ætluðu að ná kind- unum, sem og þeir gerðu. Hins vegar þurftu þeir að bíða eftir góðu lagi til að komast á þann stað þar sem kindurnar voru. Hundurinn okkar, hann Depill var alveg ólmur að komast með í ferðina, sem hann og fékk. Þegar mennirnir voru að koma að landi til að sækja kindurnar, vildi ekki betur en svo að hundurinn datt tvisvar í sjóinn og var hon- um bjargað naumlega í síðara skiptið. Hundurinn varð yfir sig hræddur og hljóp í burtu. Hann hlýðir einum syni mínum alltaf mjög vel, en í þetta sinn hlýddi hann ekki heldur hljóp í burtu. Hundurinn fór rakleitt yfir fjallið og í átt til Naustavíkur og hvarf. Áður en hann íagði á fjallið sást til hundsins frá bæjunum Björgum og Nípá og þaðan fór maður á vélsleða á eftir honum en náði ekki. Þeir sem voru með hundinn í fjörunum vissu ekki af þessu. Eftir að þeir koma heim með kindurnar var farið að leita að hund- inum en allt kom fyrir ekki. Við vorum búin að telja hann af. Það var búið að leita mikið að hundinum og meira að segja fljúga yfir þá staði sem líklegastir þóttu, en hann fannst ekki. Svo var það á 12. degi að bóndinn á Þverá hringir hingað snemma um morguninn og segir að hann hafi séð hundinn á hlaðinu hjá sér þegar hann kom út um morguninn. Það stóð heima. Þetta var hundurinn okkar. Þá var hann búinn að vera 12 daga að þvælast hræddur uppi á fjöllum í mjög vondum veðrum. En hann er kom- inn hér heim og er kátur og hress. Hann ber ekki þess nterki að hann hafi verið á útigangi allan þennan tíma. Það eru margir sem hafa lagt á sig erfiði til að leita að hundinum og kunnum við þeim bestu þakkir. Ég hef aldrei séð aðra eins gleði í andliti á nokkurri skepnu eins og hundinum þegar hann kom hér heim og inn í kjallara til okkur. Þetta er því mikil gleði á aðventunni, sagði Sigrún Jónsdóttir á Rangá. gej- Depill, hundurinn sem fór í 12 sólarhringa óbyggðaferð, og Margrét Baldvinsdóttir, Torfunesi. LLL -feri- — xc ii Tr s i TT fcL-1- fc lJ | | |~f| nr i i nr +4= ...... ö s Ö B I I | | 11~ IWlH^ |TJq ‘ \ irj IDL...1 1 -JL-jul ALPÝÐUHCJSIÐ SKIPAGÖTU 14 Ósfaim öfíum viðsfóötmwum okkar gfeBtíajra jóía ogfarsœmr á komanái ári Þökkum samstarfið og viðskiptin á árínu sem er að tíða Alþýðubankinn hf. 26777 SJOMANNAFELAG EYJ AFJARÐAR 25088 Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri 21635 Samvinnuferdir - Landsýn 23727, 21400, 27777 D fá - k(| * 'i Ao Skipstjórafélag Norðlendinga 21870 Eigna- miðstöðin sími 24606 Ólafur Birgir Árnason lögfræðistofa, sími 24745 Iðja, félag verksmiðjufólks 23621 Vélstjóraíélag Islands 21870 Rafvirkjafélag Norðurlands 22119 HAGWÓNUSTAN HT 26899 Félag Málmiðnaðarmanna Akureyri 26800 Trésmiðafélag Akureyrar 22890 Lifeyrissjóðurinn Sameining 21739 Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis 25446 Myndbandahöllin 23580 Verkalýðsfélagið Eining 21794, 23503 Alþýðusamband Norðurlands 26333 21216

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.