Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 6
Nóttin var ótrúlega stjörnubjört, á morgun aðfangadagur. Greinar trjánna voru að sligast undan snjónum, henni datt í hug glans- mynd á jólakorti. Nýfallin mjöll yfir öllu, engin spor í snjónum, nema sporin hennar. Það var kyrrð yfir bænum, hljótt. Einstaka ljóstýra í glugga, sennilega hjá myrkfælnum barnungum sem nú voru í fasta svefni þrátt fyrir að biðin eftir jólunum hefði haldið fyrir þeim vöku lengi. Það brakaði í snjónum undan fótum hennar, frost. Hún fékk tár í augun af kulda. Heitur lækur seytlaði niður annað lærið, kitlaði hana. Hún hraðaði ferð sinni, hún vissi ekki fyrr en hún var farin að hlaupa. Pað var stutt heim, hún varð að flýta sér, var alein í heim- inum. Loksins, útidyrnar heima... læðast... fara hljóðlega... mamma og pabbi máttu ekki vakna. Henni tókst að hátta sig án þess að rjúfa kyrrðina, tók eftir litlum hvítum blettum í svörtu leðurpilsinu. Þetta yrði hún að þrífa strax. Hún smokraði sér undir hlýja sængina, hafði ekki vakið neinn, var örugg. Hafði sof- ið hjá strák í fyrsta skipti, sextán ára. Henni leið undarlega, var dálítið stolt, skammaðist sín líka aðeins, en aðallega var hún fegin að vera komin aftur undir heita sængina. Allt í einu varð hún hrædd. Ef hún yrði nú ólétt. Ef til vill var lítið kríli að byrja líf sitt innan í henni, lítið jólabarn. Það var gott að finna hann anda á hálsinn á sér, hann var sofnaður, svaf fast, hraut dálítið. Hún vildi ekki sofna, þorði það ekki, varð að fara heim. Hann lá ofan á handleggnum á henni, hún þorði ekki að hreyfa sig, þá gæti hann vaknað og það vildi hún ekki, var feimin við hann svona eftir á. Hann mátti ekki sjá hana nakta þegar birti, hann mátti ekki sjá hvað hún var með lítil brjóst, og freknur á öxlunum. Hún yrði að vera farin. Náladofi í handleggnum, sárt. Hún yrði að reyna að losa sig án þess að hann vaknaði. Pað tókst. Hún virti hann fyrir sér, húðin slétt eins og á kornabarni, hárið úfið, hann brosti í svefninum, leið vel. Honum hafði fundist þetta gott áðan. Henni líka fyrst, meðan hann var að kyssa hana og strjúka, það var svo notalegt að kela. Svo hafði hann bara allt í einu orðið svo æstur, andaði örar, og varð ruddafenginn. Hann varð þungur ofan á henni og skrítinn á svipinn, hana langaði til að gráta og biðja hann að hætta en beit á jaxlinn. Skerandi sársauki... svo var allt búið og hann sofnaði strax. Nú var hann aftur ljúfur á svipinn. Hún lét augun hvarfla um herbergið. Á öllum veggjum myndir af frægum fótboltastjörnum. Mikið af rusli, óhreinir sokkar á gólfinu, skrifborðið fullt af pappírum. Augun staðnæmdust á gluggarúðunni. Á hana höfðu verið límdar myndir af jólasvein- um og englum. Hann var þá ekki meiri töffari, hafði líka gaman af jólunum. Hlakkaði e.t.v. jafnmikið til og hún. Hún kveið fyrir að læðast út, en ákvað að bíða ekki lengur, var orðin syfjuð. Fötin hennar lágu á víð og dreif um her- bergið, hún tíndi þau saman skjálfandi. Hann mátti ekki vakna núna. Mánaskin lýsti upp herbergið. Hún stóð í dyrunum, virti hann fyrir sér og langaði til að kveðja hann með kossi... gerði það ekki. Flýtti sér út í kuldann, út í frelsið. Hraðaði sér burt frá húsinu, leið undar- lega, horfði dreymin á bæinn sinn, hann var eins og þögul mynd. Glansmynd á jólakorti. 06.12.’86. Sigríður Pétursdóttir. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. \ n þÓR5HAMAR HF. Vr\ Við Tryggvabraut, Akureyri Sími 22700. y / / <r \ Óskum Ólafsfirðingum svo og landsmönnum öllum gieðilegra jóla og farsældar á komandi ári Bæjarstjóm Ólafsfjarðar -P Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin. Óskum öllum viðskiptavinum vorum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Sfidarverksmiðjan Krossanesi. Veggplatti með aletruninni Gef oss í dag vort daglegt brauð útgefin af KFUM og KFUK til styrktar félagsheimili félaganna i Sunnuhlíð. Tilvalin tækifæris- og jólagjöf. Verð kr. 1.350,- Fæst í Hljómveri og jólamarkaði KFUM og K i Strandgötu 13b.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.