Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 19

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 19
o'3yf rddfn539& .os: -- RUOAO — £f 20. desember 1986 - DAGUR - 19 af erlendum vettvangL Feður eru misjafnir, einnig meðal orangútana. Á Súmatra haga karldýrin sér sem tryggir fjölskyldufeður og halda hópinn með maka sínum og afkomend- um. Á Borneo þvælast þeir aft- ur á móti um eins og frjálsir ungkarlar, án fjölskylduábyrgð- ar. Þetta kann að virðast undar- legt, því að orangútarnir á þess- um tveimur eyjum eru af sama kyni, og því mætti búast við svipaðri hegðun. Indónesisku eyjarnar Borneo og Súmatra eru einu staðirnir í heiminum, þar sem orangútan- ar lifa, ef frá eru taldir þeir, sem lifa fangaðir í dýragörðum. Þessir stóru apar eru, ásamt afrísku mannöpunum, taldir gáfuðustu dýr jarðar. Orangút- an þýðir reyndar skógarmaður (Orang = maður, (h)utan = skógur). Áður fyrr áleit fólk, að þetta væri sérstök tegund villi- manna, sem kynni mannamál, en óttuðust að þeim yrði skipað til vinnu, ef þeir opinberuðu þennan hæfileika. Orangútanar eru rauðbrúnir, með háa hauskúpu, sterk- byggða neðri kjálka og flatt nef. Framlimirnir eru mjög langir, og þegar dýrið stendur upprétt ná þeir alveg niður að ökklum á stuttum fótunum. Enda þótt orangútanarnir sýnist stórir, þegar þeir sitja eða sveifla sér milli trjágreina, þá eru þeir ekki mjög hávaxnir, karldýrin eru Kátir karlar Á Borneo haga orangútan-karlarnir sér á allt annan hátt en kyn- bræður þeirra á nágrannaeynni Súmatra. Þeir láta kerlingarnar um að gæta barnanna, flakka sjálfir um án allrar fjölskylduábyrgðar, og njóta lífsins í ríkum mæli. 1,3-1,5 m og kvendýrin lægri. Eins og simpansar, verða margir orangútanar gamlir. í dýragarði Philadelphiu náði orangútanpar 54 ára aldri. Mismunandi hættir feðra vegna efnahagsaðstæðna Á Borneo líkist kynlíf orangút- ananna því sem gerist hjá flest- um öðrum apategundum. Peir lifa ekki í föstu sambandi sem karl og kerling í koti sínu, held- ur ferðast karlarnir milli þeirra staða, þar sem kvendýrin og ungviðið heldur sig og leitar fæðu. Það eru einkum vel fullorðin og ráðrík karldýr, sem hafa samfarir við kvendýrin á fengi- tímanum. Kvendýrin aðstoða þá gömlu karlana við að halda ungviðinu í fjarlægð. Þetta er venjuleg hegðun apa og miðar að því að gefa afkomendunum betra tækifæri til að lifa af, þeg- ar kvendýrin og afkomendurnir þurfa ekki að keppa við flökku- karlana um þá fæðu, sem finnst í nágrenninu. En á Súmatra er þetta á allt annan veg. Þar yfir- gefa karldýrin ekki kvendýrin og afkvæmi þeirra, heldur halda sig hið næsta þeim. Það er ákjósanlegt fyrir fjölskylduna, því að á Súmatra eru hlébarðar, sem veiða orangútana. Kven- dýrin og afkvæmin hafa því fulla þörf fyrir vernd karldýr- anna. Þessa vernd fá karldýrin borgaða með því að hafa frjáls- an aðgang að kynlífi allt árið, en ekki aðeins um fengitíma kvendýrsins. Þetta háttalag minnir á mannfólkið, því að við erum einu dýrin, þar sem ekki er um ákveðinn fengitíma að ræða en hægt að stunda kynlíl árið um kring. Og það er skoð- un margra, að ástæðan til þess sé sú sama og hjá orangútan- öpunum: Að auöveldara hafi verið að fá karlana til verndar og fæðuöflunar, ef þeir fengu ótakmarkaðan aðgang að kyn- lífi. Á Súmatra eru líka fleiri, sem keppa um fæðuna. Orangútan- arnir verða oft að berjast við aðra apa um matinn, og þá er vernd karldýranna meira öryggi fyrir kvendýrin og afkomend- urna. Þau hafa meiri möguleika til að halda velli í lífsbaráttunni með karlinn í nálægð. Þessi samkeppni er óþekkt á Borneo, þar sem kvendýrin eiga auðveldara með að bjarga sér sem einstæðar mæður. Sú hátt- semi karldýranna, að „elska og hverfa svo“ eykur einmitt á lífs- möguleika orangútan-barnanna á Borneo. Því að ef stórt karl- dýr héldi hópinn með kvendýri og börnum þess, myndi það kannski éta svo mikið af því, sem væri að hafa á viðkomandi svæði, að ekki yrði nægjanlegt eftir handa kvendýrinu og afkomendunum. Á Borneo er því sá faðir bestur, sem heldur sig í fjarlægð. Dýrin hafa þann- | ig ekki fastmótaða háttu, heldur laga sig að aðstæðum. Þetta á við um fleiri apategundir, t.d. entellus apana, sem í Malasyu lifa ýmist í einkvæni eða fjöl- kvæni. Á norðurhluta eyjarinn- ar, sem er þéttsetinn, er fjöl- kvæni hjá öpunum, en á suðurhluta eyjarinnar ríkir ein- kvæni. Innilokun veldur breyttum háttum Þegar orangútönum eða öðrum gáfuðum öpum er haldið föngn- um í dýragörðum, breyta þeir eðlislægum háttum sínum. í dýragarði njóta þeir ekki hins frjálsa lífs úti í náttúrunni, en eru aftur á móti lausir við að þurfa að eyða tímanum í að leita sér fæðu og verjast öðrum dýrunt. Þennan nýja frítíma, sem neytt hefur verið upp á þá, nota þeir í þágu frjóseminnar, því að karldýrin verða öllum stundum áleitin kynferðislega, og kven- dýrin móttækileg lengri tíma. Kvendýr simpansa eru tilbúin til kynmaka ca. 30% af þeim tíma, sem tíðahringurinn tekur, kvengórillur í 14 daga. En orangútan-konur, sem lifa fang- aðar, eru oft til í tuskið allan tíma tíðahringsins. Villtir orangútanapar finnast nú aðeins á eyjununt Borneo og Súmatra. Þar eru síðustu dval- arstaðir þessara vitru, en ógn- vekjandi apa. (ILL. Videnskab. - Þýð. Þ.J.) *"k s Oskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs i 'V r75n AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI FURUVÖLLUM5 P.O BOX 209 602 AKUREYRI ICELAND SIMI: (96)21332 NAFNNÚMER 0029-0718 <7 / Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóia og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Aps Viðgerðlr Verslun (rmyfldiðVlNNUSTOFAN Kaupangi síml 22817 \ r\ Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi árí Þökkum viðskiptin. SKÚTlSKAN Skipagötu 5, sími 26545. i/ e \ n V Gteðileg jól og farsælt komandi ár Sjálfsbjörg Félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Bugðusíðu 1, sími 26888. á/ Blómaskálinn við Hrafnagil sendir landsmönnum öllum og viðskiptavinum sínum bestu jóla~ og nýársóskir og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líöa^V / \ Óskum viðskiþtamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs Þökkum viðskiptin á liðnu ári. 4?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.