Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 17

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 17
20. desember 1986 - DAGUR - 17 Opin vika í Húnavallaskóla: Glaðvœrdin réði ríkjum Danskennsla í umsjá Huldu og Ásrúnar. Það var mikið um að vera í Húnavallaskóla þegar biaða- mann bar þar að garði fyrir skömmu. I íþróttasalnum var dansað, söngur yngstu barn- anna, sem kyrjuðu jólaiögin, heyrðist langar leiðir og um alla ganga mátti sjá hressa krakka á þeytingi fram og til baka, sækjandi þetta eða hitt eða bara eltandi hvert annað í ærslafengnum ieik. Glaðværð- in réð greinilega ríkjum í skólanum. Það sem skóp þetta skemmtilega andrúmsloft í skólanum var ekki bara nálægð jólanna eins og mátt hefði halda, heldur stóð yffir opin vika í skólanum, nokkurs konar starfsvika. Opin vika er árviss þáttur í skólastarfinu á Húnavöllum og að þessu sinni stóð hún yfir frá 11. desember til þess 17. en þann 18. áttu svo litlu jólin að vera. í öruggri tylgd skólastjórans Jóns Hannessonar ráfaði blaða- maður á milli stofanna til þess að fá að sjá hvað fram fór á hverjum stað, og að sjálfsögðu til að taka myndir. Og alls staðar var þetta létta andrúmsloft ríkjandi þrátt fyrir alvöruna í námsefninu, t.d. var einbeitingin greinileg hjá þeim sem voru að læra dans hjá þeim Huldu Hallsdóttur og Ásrúnu Kristjánsdóttur, en engu að síður mátti sjá að krakkarnir skemmtu sér vel við námið. Þá voru svo sem engin hlátrasköll í stofunni þar sem fræðilega kennslan í hestadómum fór fram en það stóð þó ekkert á brosun- um þegar átti að fara að mynda væntanlega hrossaræktarráðu- nauta. Þá var ekki að sjá að Húnvetn- inga myndi skorta listamenn á komandi árum, því fjöldi klippi- mynda og þrykkimynda sem krakkarnir voru búin að gera var mikill og greinilegt að víða leyn- ast listamannsefnin. Þá höfðu þau búið til leikbrúður og yngstu krakkarnir fullt af jólasveinum. Auk alls þessa var svo fjöldinn allur af jólaskreytingum tilbúinn eða að verða það. Eftir að hafa sveimað um skólann nokkurn tíma og elt væntanlega hesta- dómara út í hesthús, var komið að því að setjast niður með skóla- stjóranum og fá svolítið nánari skilgreiningu á opinni viku. Kaffið var komið í bollana, búið að hreiðra sæmilega um sig, og nú skyldi spjallið hefjast. Og það hófst svo sem, en sjaldan hef ég vitað friðlausari mann en Jón skólastjóra, það var varla að liðu nema þrjár til fjórar mínútur sem maðurinn fékk að sitja í friöi, þá var einhver kominn til að spyrja um þetta eða hitt, og alltaf þaut Jón af stað. Skyldi enginn vita um eitt né neitt í þessum skóla nema hann, hugsaði blaðamaður. En sem betur fór var nóg til af kaffinu, og smátt og smátt varð viðtalið til. - Jæja Jón, hvað getur þú sagt mér um þessa opnu viku? „Það má segja að þetta skiptist í þætti. í fyrsta lagi er um að ræða ýmis námskeið sem skólanum er skylt að vera með samkvæmt lögum. Þar má nefna kynfræðslu, en inn í hana fellum við áð þessu sinni frumfræðslu um eyðni, fyrir eldri árgangana. Um þann þátt- inn sér Sigursteinn Guðmunds- son yfirlæknir við Héraðshælið á Blönduósi. Þá erum við með námskeið í hjálp í viðlögum. Við eigum líka að vera með urnferð- arfræðslu en vegna þess á hvaða árstíma opna vikan er þá verðum við að fresta nokkru af henni, en erum þó með getraun Umferðar- ráðs fyrir sex til tólf ára börn. Síðan koma þættir sem við höf- um ekki getað sinnt nægilega vegna skorts á kennurum, eins og tónmennt og myndmennt. En á þá þætti reynum við að leggja sérstaka áherslu þessa viku.“ - Þetta eru sem sagt skyldu- greinar, en þið eruð greinilega með margs konar önnur nám- skeið. Hvað um þau? „Já það eru námskeið sem bæði eru krökkunum mjög gagn- leg og sem þau hafa mjög gaman af. Þar má nefna hestadómana, námskeið í rafsuðu sem gæti kannski fallið undir hand- menntanámið og námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum. sem mætti jafnvel ímynda sér að gæti talist liður í íslenskunáminu. Okkur er jú uppálagt að undir- búa börnin fyrir þátttöku þeirra í störfum sem viðgangast í lýð- ræðislegu samfélagi. Svo er það danskennslan. Það má segja að við höfum að nokkru leyti miðað opnu vikuna við þann tíma sem vitað var að hún Jlulda yrði hér á ferð með kennsluna, því þátttaka í dansinum er það mikil að til þess að ekki yrði röskun á stundaskánni var best að stilla betta sarnan." - Svo sá ég að yngri krakkarn- ir voru í óða önn að gera jóla- skraut, er það undirbúningur litlu jólanna? „Já, að nokkru leyti. 0. til 6. bekkur eru að undirbúa dagskrá litlu jólanna, leikþætti, danssýn- ingu o.fl. Litlu jólin verða haldin í íþróttasalnum og vegna aðstöðunnar verður aðaláherslan lögð á söng og dans, því það hátt- ar þannig til að talað mál og t.d. upplestur heyrist bara alls ekki í salnunt og önnur aðstaða fyrir svo stórar skemmtanir er ekki fyrir hendi.“ - Hvað eru margir nemendur í skólanum? „Þeir eru 144 og þar af er 15 kennt í Flóðvangi í Vatnsdal. Það eru O.til 3. bekkur. Þau sem eru í Flóðvangi hafa sína opnu viku þar nema hvað þau koma hingað í dans.“ - Nú var þessi skóli reistur sem heimavistarskóli, er hann ekkert notaður sem slíkur lengur? „Nei, nema þegar bekkjar- kvöld eru þá fá krakkarnir að gista. '/4 heimavistarinnar var tekinn undir kennslu, svo er þar bókasafni tækjageymsia og að- staða fyrir þá kennara sem ekki búa hér á staðnum. þannig að urn 2A heimavistarinnar eru nýttir fyr- ir skólann. En svo er skólinn rek- inn sem hótel á sumrin og þá er heimavistin að sjálfsögðu hluti af því.“ - Nú finnst eflaust mörgum skrítin fjárfesting að reisa heima- vistarskóla en taka svo upp á því að aka nemendunum til og frá heimilunum. Hvernig stendur á þessu? „Það segir í grunnskólalögun- um að sjá skuli nemendum fyrir akstri til og frá heimilunum. Þetta er sem sagt sú stefna sem tekin var upp með lögunum og henni er að sjálfsögðu fylgt. Ann- ars er það samdóma álit kennar- anna hér að námsárangur nemenda hafi batnað til muna miðað við það sem var á rneðan skólinn var heimavistarskóli." Við látum nú þessari heimsókn að Húnavöllum lokið, enda ekki gustuk að vera að tefja kennara eða nemendur frekar. Auk þess sem blaðamaður veit að beðið er með óþreyju norður á Akureyri eftir því að geta farið að prenta frásögnina um krakkana á Húna- völlum og skólann þeirra. G.Kr. Yngstu nemendurnir voru búir að búa til fullt af jólasveinum og skreyting- um, og vildu fá að vita hvort það kæmi ekki mynd í blaðinu. (t \ n V Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. TÉPPfíLfíND - Dúkaland Sími25055 4 n Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. v- Vefnaðarvöruverslun - Sunnuhlíð á/ * Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viöskiptin á liðnu ári. dteki H F Draupnisgötu 6, Akureyri, sími (96) 23017 og 23917. ^ — - / Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Þökkum viðskiptin. HAGKAUP Noröurgötu 62 J Jólaföndur kortagerð og Ieikbrúðugerð voru hluti af handmenntinni í opnu vikunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.