Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 5
2Ö. désember 19Ö6 - DÁGUR - 5 Ásta Kristín Árnadóttir kát og glöð við jólatréð Boston fyrir tveimur árum. „Reyndum að halda jólin á sama hátt og heima“ - Ami Hjaltason segir frá jóladvöl í Boston fyrir tveimur árum Nokkuð er um að íslendingar dveljist erlendis á jólum fjarri heimilum sínum. í flestum tilfellum er þetta fólk sem er að leita tilbreytingar og skemmtunar. En einnig er um að ræða fólk sem vildi gjarnan vera heima á jólunum en þarf af illri nauðsyn að vera erlendis yfir jólin. Hér er t.d. átt við fólk sem þarf út til sjúkradvalar. Árni Hjaltason frá Sauðárkróki og kona hans Vilborg Benediktsdóttir þurftu að halda jólin í Boston í Bandaríkjunum í hittifyrra. Þar dvöldu þau í nokkra mánuði með 2 ára dóttur sína Ástu Kristínu sem gekkst undir nýrnaskiptiaðgerð. Það er Árni sem ætlar að segja örlítið frá jólunum þeirra í Boston. - Er jólahaldið öðruvísi í Boston en hér heima? „Já allt öðruvísi. Þar er byrjað strax um mánaðamótin nóvember-desember að skreyta alls staðar. Jólatré eru skreytt og gluggaskreytingum og öðrum skreytingum komið fyrir. Ásta Kristín litla kom heim viku fyrir jólin og þá hafði verið sett jólaskraut á hana, hún mynduð og myndinni komið fyrir á jólatrénu á sjúkrahúsinu. Það er ógurlega mikill munur á jólunum í Boston og hérna heima. Aðfangadagur er þarna vinnudagur og einnig annar í jólum. Aðalhátíðin er bara á jóladag og jólaskrautið síðan fljótlega tekið niður. En við reyndum samt að halda jólin á sama hátt og hér heima. Við buðum einni hjúkrunarkonunni af sjúkrahúsinu til okkar í mat á aðfangadagskvöld og létum Ástu gefa henni jólapakka sem hún opnaði um leið og við tókum upp jólagjafirnar að heiman.“ - Fenguð þið mikið af jólagjöfum sent út? „Já, fólkið heima var mjög duglegt að senda okkur gjafir og það var greinilegt að allir hugsuðu hlýtt til okkar. Og auðvitað varð okkur hugsað heim, sérstaklega þegar við vorum að opna pakkana. Hvað fólkið væri að gera heima og gaman væri nú að vera kominn heim. Um miðnættið að bandarískum tíma var svo hringt í okkur að heiman, þar var klukkan þá 7. Við fengum að sjálfsögðu sent jólahangikjötið og harðfisk líka. Hjúkrunarkonunni sem hét Sindy fannst lyktin ekkert sérstök af honum.“ - Var mikið um jólaskraut í Boston? „Já, töluvert. Ég minnist sérstaklega jólaskreytinga á Quinsymarket sem er torg í borginni. Þar voru trén skreytt fagurlega með ljósaseríum. Einnig sáum við nýstárlegt og svolítið skondið jólaskraut. Hjá íslenskri konu sem við heimsóttum sáum við poppkorn notað til skreytingar á jólatrénu. Það var þrætt á band og notað í stað glitsnúru sem við setjum á jólatrén, þetta kom bara vel út. En þó að þetta hafi verið nýstárlegt fyrir okkur er víst gamall þarlendur siður að nota poppkorn í jólaskraut." - Kynntust þið mörgum íslendingum í Boston? „Nokkrum. Það var aðallega í jólaboðum á þriðja í jólum og á gamlárskvöld. Á þriðja í jólum fórum við til Eddu, íslenskrar konu sem var gift einum lækninum á spítalanum, Bandaríkjamanni Stanton að nafni sem lærði hér á landi. Á gamlárskvöld fórum við svo með þeim í boð til annarra íslendinga í úthverfi Boston. Þetta var mjög skemmtilegt." - Mundirðu kannski vilja eyða öðrum jólum í Boston? „Nei, helst ekki. Alla vega ekki undir þessum kringumstæðum. Hugurinn hjá okkur var alltaf heima og heima er alltaf best. Ég hugsa að jólin séu sá árstími sem flestir vilja helst af öllu eyða heima hjá sér.“ gk-. Óskum Dalvúdngum svo og Imdsmönnum ölluin og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á arinu Bæjarstjórn Dalvíkur \ n y Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin. hársnyrti f stofan j’Skipagötu 12, 2. hæö, sími 23022. 3/ <F Utgerðarfélag Akureyiinga hf. óskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og góðs árs 0 S7 Æ7 * ■u N, Sófaborð í tugatali Verið velkomin gleðileg jól HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI /Æ * Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem er að tíða \Á m S.F VALSMÍÐI AKUREYRI Frostagötu 6, sími 23003. / 7 \ n s Oskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Sjóvátryggingafélag Islands hf. Ráðhústorgi 5, sími 22244. \ / Raftnagnsveitur ríkisins óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og góðs nýs árs og þakka viðskiptin á liðnum árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.