Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1986, Blaðsíða 7
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR: Rauða kertið - Bemskuminning Það var árið 1917 sem okkur var gefið rauða kertið. Heimsstyrjöldin fyrri stóð þá yfir með allar sínar ógnir og skelfingar. Þeir sem þá voru að alast upp eiga sínar fyrstu minningar í skugga stríðsins. Allar þær fréttir er bárust af stríðinu voru ógnarfréttir. Þar sem tveir menn hittust eða fleiri voru sagðar stríðsfréttir. Þau fáu blöð sem gefin voru út sögðu frá hörmungum stríðsins erlendis og því sem gerðist við íslands- strendur. Skipum var sökkt rétt upp við landsteina, öll voru þau hlaðin nauðsynjavörum, mat, kolum og salti. Þarna fórust Flóra, Vesta og Seres. Minni skip fór- ust einnig. Allt í kringum landið voru kafbátar á sveimi, menn fórust og víða ríkti sorg. Börnin heyrðu tal fólksins og skildu áhyggjur fullorðna fólksins en skildu ekki hvers vegna menn voru að heyja stríð. Oft var spurt hvers vegna? Ekki eiga íslendingar í stríði, við erum vopnlaus þjóð. Eftir því sem leið á árið 1917 urðu áhrif stríðsins hér á landi meiri. Dýrtíð óx og sagt var að lítið væri af vörum í búðunum og margir gátu lítið keypt því fátækt var víða mikil. Allt þetta gerði dagana dapurlega. Svo leið að jólum og kaup- staðarferð var undirbúin. Skrifaður var minnismiði, hvað ætti að kaupa, fullorðna fólkið var hrætt um að ekki fengist allt sem skrifað var. Við börnin vonuðum annað því æska allra tíma er vongóð og oft er það vonin sem gerir lífið bærilegt. Þegar komið var úr kaup- staðnum var æði margt sem ekki hafði fengist. Einn pakki af litlum kertum kom þó úr dótinu og við krakkarnir urðum himin- lifandi. Það yrði þó hægt að kveikja á kertum á jólanótt. Á næsta bæ við foreldra mína bjuggu hjón á Iitlu koti. í upp- hafi búskapar sx'ns höfðu þau misst mikið af bústofni sínum af völdum náttúruhamfara og réttu ekki við eftir það enda hlóðst á þau ómegð. Húsfreyjan átti eina systur, hún var gift kaupmanni á Akur- eyri. Þessi góða kona sendi gjaf- ir er konxu sér vel í alisleysið á litla bænum. Eitt barnið tóku þessi góðu hjón og ólu upp. Með jólaferðinni 1917 kom stór sending á þetta fátæka heimili, sem vakti mikla gleði. Þarna var margt er ekki hafði nokkru sinni sést þar á bæ þar á meðal stór kerti undur fögur. Eitt af stóru kertunum var sent til okkar. Það var rauða kertið er ég hefi aldrei gleymt síðan og þeim góðleik er fylgdi gjöfinni, fylgdi ljósinu á því. Þetta er rauðasta kertið er ég hefi séð svo var rauði liturinn skínandi fagur. Kertið var snúið og í snún- ingnum var gyllt rönd, það glóði á það eins og gull. Við börnin biðum í ofvæni eftir því að sjá ljósið á þessu dásamlega kerti. Á undan hús- lestri, sem ævinlega var lesinn, var kveikt, svo var sálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum“ sunginn. Vissulega var víða dapurlegt á jólunum 1917 en þá eins og fyrr og síðar hefur ljósið frá jöt- unni í Betlehem lýst inn í sorg- myrkrið. Eftir lesturinn var sunginn sálmurinn „Heims um ból“. Fögnuður og friður fyllti bað- stofuna það var alls staðar bjart, litlu kertin voru tendruð þar senx hægt var að koma þeim fyrir. Bjartast var ljósið á rauða kertinu enda var það lang- stærst, það bar mesta birtu. Helgi stundarinnar náði til okkar allra og gleymist ekki. Síðan hefi ég kveikt á mörg- um kertum og held ég að ljósið á rauða kertinu sé í minning- unni einna skærast. Fögnum jólum og gleðjumst yfir hverju ljósi er fellur á leið okkar og geymum minningarn- ar. Gleðileg jól. Laufey Siguröardótfir frá Torfufelli. Gleðileg jól og farsælt komandl ár Þökkum viðskiptin / AUGLÝSJNGAR BORÐFANAR SKILTI Veggplatti með áletruninni Drottinn blessi heimilið útgefinn af KFUM og KFUK til styrktar félagsheimili félaganna. Verð kr. 1.100,-. Fæst í Pedromyndum og Hljómveri. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Herrabudin HAFNARSTRÆTI 92 - SÍMI 26708 <r 20. desember 1986 - DAGUR - 7 t / tr* OUum viðskiptavinum og landsmönnum sendum við okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu. ic V AKIJR Kaupangi, símar 24880 & 24830. Æ / Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Skóbúð Húsavíkur og Sjóváumboðið Húsavík j '\ n Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öUum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á Uðnum árum. Kaupvangsstræti 4, sími 26100 \ n Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársósldr Þökkum viðskiptin á Uðnum árum. HERRADEILD t.r.imifél.igsgolu 4 Akurcyn Sinti I.IS'I1 á/ -/"Av / : * Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Þökkum viðskiptin á Uðnu ári. Bifreiðaverkstæðið Yfldngur Furuvöllum 11, sími 21670. -0 -< / \ * Oskum öUum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári ISPAN HF. Norðurgötu 55, sími 22333 og 22688.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.