Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. desember 1986 Hvað er þér minnisstæðast á árinu sem eraðlíða? Elín Kristjánsdóttir forstöðumaður Bóka- safns S.-Þingeyinga: Chernobyl- slysið efst í huga „Hvað heimsmálin varðar kom fyrst upp í huga minn Chernobyl- slysið, þetta er neikvæður við- burður en það sér ekki fyrir end- ann á því hvaða afleiðingar þetta á eftir að hafa. Af öðrum heims- viðburðum mundi ég nefna leið- togafundinn sem er náttúrlega bæði innlend og erlend frétt. Af innlendum vettfangi er af nægu að taka t.d. voru kosningar til bæjar- og sveitarstjórna. Einn- ig má nefna mál Hjálparstofnun- ar kirkjunnar sem eflaust mun draga dilk á eftir sér. Hafskips- málið er auðvitað stórviðburður sem lítið er hægt að segja um á þessu stigi þar sem ekki er komin nein niðurstaða í málinu. En það hafa líka gerst ýmsir jákvæðir hlutir. íþróttir eru oft ofarlega í mínum huga og mér dettur í hug ágætur árangur íslenskra íþróttamnna á árinu, t.d. árangur skáksveitarinnar á Ólimpíumótinu, árangur hand- knattleiksliðsins á heimsmeist- aramótinu og frammistaða ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu. Ýmislegt hefur gerst hér á Húsavík en mér detta í hug tvö atriði sem eru jákvæð og standa uppúr. Það er þegar Húsvíkingar endurheimtu Kolbeinsey og einn- ig má nefna árangur Völsunga þegar þeir komust upp í fyrstu deild í knattspyrnu en það var mjög mikill viðburður hér í bæ. IM Páll Pétursson: Viðburða- ríkt ár Petta hefur verið viðburðaríkt ár, maður hefur verið að sýsla við margvísleg viðfangsefni í pólitík- inni og þar af leiðir að hugurinn hvarflar til margra atburða af þeim vettvangi, og samskipta bæði við samherja og andstæð- inga. Fjárlagagerð og gerð láns- fjárlaga buðu upp á mörg minn- isverð atvik, bæði sigra og ósigra. Einn af sigrunum var, að það tókst að varðveita jafnrétti sveitakrakkanna til náms, með því að halda óbreyttum hlut ríkisins í rekstri grunnskóla. Þá urðu átök út af Borgarspítalan- um og hörð átök um bankamál sem ekki er ennþá séð fyrir end- ann á. Ég hef haft á árinu stór- felldar áhyggjur af þróun land- búnaðarmála, en ég vona þó að augu æ fleiri séu að opnast fyrir því að við erum þar ekki á réttri leið. Ég tók þátt í skoðana- könnun og prófkjöri til undirbún- ings næstu kosningum, og það er mér að sjálfsögðu minnisstætt og ég er þeim mjög þakklátur sem sýndu mér vinsemd og traust. Ég minnist margs úr Norðurlanda- samstarfi á árinu. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn Iét ég af starfi forseta og er nú einn af varaforsetum ráðsins. Það örðugasta sem bar að hönd- um á meðan ég var forseti ráðsins, var þegar ég þurfti fyrir- varalítið að stjórna minningar- athöfn og flytja minningarræðu um Olof Palme en hann var myrt- ur kvöldið áður en við komum til Kaupmannahafnar. Ég var einnig við útför hans og er það mjög minnisstætt. Þá tók ég þátt í að undirbúa ráðstefnu um mengun- armál, sem ég síðan sat, mannkynið er á góðri leið með að gera jörðina óbyggilega. Svona mætti lengi telja, en efst eru mér þó í huga samskipti við mikinn fjölda manna bæði hérlendis og erlendis. G.Kr. Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari: Fundur Reagans og Gorba- chevs „Mér finnst fundur Gorbachevs og Reagans eftirminnilegastur þó svo að ég hafi aldrei verið mjög trúaður á að samkomulag myndi nást. En þessi atburður stendur upp úr. Hér á heimaslóðum tel ég opnun á veginum yfir Leirurnar eitt stærsta atriðið. Við erum búnir að bíða eftir þessu í 10 ár vegna átaka við friðunarmenn og fleiri. Þessi vegur er mjög mikil- vægur því við gömlu brýrnar hafa orðið mörg slys á síðustu árum og einnig munu sparast ófáir kíló- metrarnir með tilkomu þessa vegar. Svo er líka skemmtilegt hvað þeir eru duglegir að auka útgerð frá Akureyri. Það er geysilega áhugavert." Kristján frá Djúpalæk: Afmæli mitt „Úr persónulegu lífi er mér minnisstæðast afmæli mitt og vikuboð Jóns Sigurgeirssonar á Varmalandi í sambandi við það. Einnig útkoma bókarinnar Dreif- ar af dagsláttu og einstakar mót- tökur á samnefndri dagskrá sem hópur frá leikfélaginu hefur verið að flytja. Af öðrum tíðindum snertir mig dýpst þetta síðasta sjóslys fyrir vestan og óvenju mörg önnur sjóslys, bátur frá Grindavík og mörg einstök slys á skipum og bátum. Þá gleymir maður ekki morðinu á Olof Palme, hinum sænska friðarvini.“ Snorri Björn Sigurðs- son Sauðárkróki „Stórkostleg lok handrita- málsins“ „Ég tel að Tchernobylslysið sé efst í huga af erlendum atburðum ársins sem er að líða. Af atburð- um almennt er það eflaust leið- togafundurinn í Reykjavík. Af atburðum ársins 1986 sem ég tel að verði eftirminnilegastir héðan af íslandi er hversu vel hefur tek- ist að ná verðbólgunni niður. Einnig verður þess minnst hversu almennt góðæri hefur verið fyrir okkur efnahagslega. Ég hugsa að það séu fá ár sem hafa verið okk- ur íslendingum jafn góð, þegar á heildina er litið. Á það bæði við verðlag á innflutningi og útflutn- ingi og hversu vel hefur gengið í þessu tilliti. Annar atburður er sá sem ég tel að verði lengi minnst frá þessu ári eru lyktir handritamálsins. Mér finnst handritamálið allt vera stórkostlegt mál. Auðvitað teljum við okkur eiga þessi handrit. En það hefur ekki verið vaninn að aflienda slíka dýrgripi til þjóða sem á einhvern hátt hafa misst þá frá sér. Þess vegna tel ég það mjög merkilegt og reyndar stórkostlegt að Danir skyldu bregðast svo við sem þeir hafa gert. Af atburðum sem snerta mig persónulega er margs að minnast. Ég hef verið að störfum bæði á Blönduósi og hér á Sauð- árkróki. Frá Blönduósi er mér það minnistæðast að við síðustu sveitastjórnakosningar munaði örfðáum atkvæðum að Fram- sóknarflokkurinn fengi hreinan meirihluta í sveitastjórninni. Einnig er það athyglisvert hversu Sjálfstæðisflokkurinn fór illa út úr kosningunum. Þessi úrslit þóttu mér merkileg. Samningarn- ir um raðsmíðaskipið standa upp úr hvað atburði varðar er snerta Blönduós og líka það að nýja kirkjan varð fokheld. Rækju- togarinn á eftir að verða Blöndu- ósingum geysileg lyftistöng ef vel tekst til. Ég held að kirkjan eigi eftir að verða það líka, að vísu í öðru tilliti. Þetta er gullfalleg bygging og ég gæti trúað að hún eigi eftir að verða merki, eða tákn fyrir Blönduós. Héðan frá Sauðárkróki eru tveri atburðir ársins merkilegastir að mínu viti. Það er vígslan á nýja íþróttahúsinu og vígslan á nýja öldrunarheimilinu.“ Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaðsins Húsavík: Blaðið skrifaði sig sjálft „Það sem er eftirminnilegt og snertir starfið eru bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, það var mikið um að vera. Þær eru kannski ekki síst eftirminnilegar vegna þess að blaðið skrifaði sig eiginlega sjálft, eða réttara sagt að frambjóðend- ur skrifuðu það og ég þurfti lítið að skrifa á meðan. Sem gömlum fótboltamanni er mér minnisstætt fyrstu deildar sæti Völsungs sem við Húsvíking- ar erum búnir að bíða eftir í ára- tugi. Hvað varðar fjölmiðla og stjórnmál er það umræðan sem kom upp um ábyrgð og ábyrgðar- leysi fjölmiðla og ritskoðunartil- hneyging hjá ráðamönnum. Ég held einmitt að uppsögn Ingólfs Margeirssonar á Helgarpóstinum hafi svarað því hverjir eru ábyrg- ir gerða sinna. Það hefur enginn stjórnmálamaður sagt upp stöðu sinni á árinu en aftur á móti hefur fulltrúi blaðamanna gert það. Sem landsbyggðamanni er mér mjög minnisstætt 200 ára afmæli Grundarfjarðar og maður fagn- aði með Grundfirðingum í hjarta sínu á þessum tímamótum. Fleira mætti nefna en ég ætla ekki að vera að því.“ IM Pétur Þórarinsson Möðruvöllum: „Morðið á Olof Palme“ „Af erlendum vetvangi ársins 1986 er efsti í huga mér sá sorg- legi atburður í Stokkhólmi í lok febrúar, er forsætisráðherra Svía Olof Palme var skotinn til bana. Sá atburður sýnir okkur það, - samanber Kennedy og Gandi, - að heimurinn á erfitt með að þola þá menn sem vilja berjast fyrir auknu frelsi og réttlæti. Hið mikla mengunarslys í kjarnorku- verinu í Tchernobyl og afleiðing- ar þess verður vafalaust lengi í minnum haft og ætti að ýta við ! vitund okkar íslendinga um mikilvægi þess að verja landið okkar hvers konar mengun. Eftir nokkur ár verður hreint loft og tært vatn ómetanlegar auðlindir. Af innlendum vetvangi kemur mér fyrst í huga sú stórkostlega í stund er Hallgrímskirkja á Skóla- j vörðuhæð var vígð nú í haust. Sú ! athöfn var í alla staði áhrifamikil og hrífandi. Á móti þessum gleðilega atburði í kirkjunni, kemur svo í hugann umfjöllun Helgarpóstsins, - og niðurrif, - á hjálparstofnun kirkjunnar, þar sem að mínu mati var ómaklega á ýmsu tekið og meira ógagn gert em menn grunar. Af íþróttasviðinu minnist ég helst hvað knattspyrnuliðin hér norðanlands stóðu sig vel síðast- liðið sumar, þar sem KA og Völs- ungur komust upp í 1. deild og Ólafsfirðingar í þá 2. Hins vegar hefði ég kosið að Þórsarar hefðu staðið sig betur 1. deildinni, en það kemur vonandi síðar. Hvað varðar persónulega atburði ársins var ferming eldri sonar míns síðastliði vor hátíðleg og minnisstæð. Svo sú ákvörðun mín að gefa kost á mér í hina pólitísku baráttu sem er fram- undan.“ Sigurgeir Aðalgeirs- son Húsavík: „Skemmdar- verkin hjá Hval h.f.“ „Mér er minnisstæðast starf mitt sem svæðisstjóri Kiwanis á Óðinssvæði síðastliðið starfsár og söfnun sú sem Kiwanismenn á Norðurlandi stóðu að til kaupa á tækjum til styrktar bæklunardeild FSÁ og afhending þeirra. Úrslit sveitastjórnakosninganna í vor komu mér mjög á óvart og sár vonbrigði urðu vegna fylgistaps Framsóknarflokksins. Einnig aukakjördæmisþing Framsókn- armanna í Norðurlandi eystra og átökin sem þar urðu. Ofarlega í huga mínum eru skemmdarverk-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.