Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 9
30. desember 1986 - DAGUR - 9 Ólafur Laufdal keypti Sjallann á Akureyri síðla árs og er myndin tekin er hann var að ráðgast við samstarfsmenn sína þegar farið var að huga að endurnýjun á húsakynnum. unar á rotvarnarefninu Hexa. Málið þróaðist á þann veg að Kristjáni Jónssyni var hafnað sem framleiðslustjóra af Ríkis- mati sjávarafurða sem kærði mál- ið til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. 13. Verkalýðsfélagið Eining telur að það eigi að setjast að kjarasamningaborðinu nú þegar og leggja höfuðáherslu á hækkun lægstu launa. Ekki er talið rétt að bíða fram yfir kosningar. 17. Baldur Hjörleifsson, sjó- maður úr Hrísey var hætt kominn er trilla hans fékk á sig brot og fylltist af sjó. Hann hafðist við á stefninu í 6 tíma uns honum var bjargað um borð í Hríseyjarferj- una. Siglufjarðarbær óskar eftir 18 milljónum til hafnarfram- kvæmda. Hafnarmál á Norður- landi eru víða í ólestri. Dýpkun hafnarinnar á Ólafsfirði var boð- in út, en þar var að skapast neyð- arástand. 19. Iðnaðardeild Sambandsins1 gekk frá samningum um sölu á mokkaskinnum til Evrópulanda. Heildarverðmaftið hljóðaði upp á liðlega 600 milljónir. Aukningin á milli ára er rúm 30% 20. Slær Lottó í gegn á íslandi? Þessari spurningu er varpað fram um það leyti sem miðasalan var að hefjast. Framhaldið þekkja flestir. 21. Gífurleg þörf er fyrir leigu- íbúðir ef marka má könnun Húsnæðisstofnunar ríkisins. Á Norðurlandi eystra er talið að vanti 220-230 íbúðir og 95-110 á Norðurlandi vestra. 24. Ólafur Laufdal kaupir Sjallann fyrir 75 milljónir. For- saga málsins var sú að Iðnaðar- bankinn keypti hlut Akurs h.f. á uppboði, en síðan var beðið eftir kaupendum. Ólafur hyggst reka Sjallann á hliðstæðan hátt og Broadway og fá sömu skemmti- krafta í húsin. Geysileg þátttaka var í próf- kjöri framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra. Páll Pétursson hlaut fyrsta sætið en Stefán Guðmundsson annað. Á málþingi um menningarmál sem haldið var á Akureyri kom í ljós að flestir forsvarsmenn lista- og menningarmála töldu hús- næðisskort standa menningar- starfsemi fyrir þrifum. Skorað var á menningarmálanefnd að taka forystu í þessum málum og leita úrlausnar. 26. Lokun blasir við Hafra- lækjarskóla vegna vangoldinna reikninga. Bílstjórar hafa ekki fengið greitt fyrir skólaakstur. Sama vandamál er hjá Þelamerk- urskóla, en þar var sleginn víxill fyrir greiðslunum. Hjá mennta- málaráðuneytinu kemur fram að. kjördæmið hafið farið 7 milljónir fram úr áætlun og fái því ekki meira fé. Beingreinir var tekinn í notkun hjá Ú.A. Þetta er eini búnaður- inn hér á landi sem greinir bein í fiskflökum og ýtir viðkomandi flökum til hliðar. 28. Sigurður Arnfinnsson framkvæmdastjóri Borgarbíós vonast til að taka nýjan sal í notkun fyrir jól. Endurbætur og stækkun á bíóinu munu kosta um 15 milljónir. Desember 1. Samkvæmt tölum frá Orku- stofnun er kostnaður við upphit- un híbýla með heitu vatni mestur á Blönduósi en minnstur á Húsa- vík, ef miðað er við Norðurland. Munurinn er 263% á ársgrund- velli. Bæjartæknifræðingur á Blönduósi sagði forsendur Orku- stofnunar rangar og væri upphit- unarkostnaður á ári 33.888 kr. á Blönduósi en ekki 40.932. Á Akureyri er kostnaðurinn 37.608 kr. Franz Árnason hjá Norður- verki var ráðinn hitaveitustjóri á Akureyri. Kavíarframleiðsla er að hefjast hjá Sæveri í Ólafsfirði og er áætl- að að framleiða 2000 tunnur á ári. 4. Allir sjómenn Ú.A. skora á fyrirtækið að taka þátt í þeirri þróun að flytja hluta af afla togaranna út í gámum, en það getur aukið tekjur sjómanna og útgerðar stórlega. Úndirskrifta- listar voru látnir ganga meðal sjómanna og skrifuðu allir á hann. í fréttaskýringu er fjallað um fiskmarkað við Eyjafjörð og er talið að mikill þrýstingu muni koma frá sjómönnum um víðtæk- ari breytingar í sölu á íslenskum fiski. Harðbakur er aflahæstur yfir landið, en Akureyrin er með mesta aflaverðmætið, 178 millj- ónir. 8. Samningar VSÍ, ASÍ og VMSS falla í góðan jarðveg. Sævar Frímannsson hjá Einingu og Þóra Hjaltadóttir hjá Alþýðu- sambandi Norðurlands lýsa bæði yfir ánægju sinni. Ólöf Ananíasdóttir fékk 3,2 milljónir í Lottó og voru lands- menn sammála um að vinningur- inn hefði komið á réttan stað í það skiptið. 10. Dalvíkurbær vill hætta afskiptum af útgerð og fisk- vinnslu. Hefur þetta valdið mikl- um deilum sem standa enn. Fimm ára deilu Hitaveitu Akureyrar, Hjalta Jósefssonar og Hrafnagilshrepps um heitavatns- réttindi á Hrafnagili er lokið. 11. Lausn hefur nú fengist á greiðslum afurðarlána vegna sauðfjárafurða og munu bændur fá sláturinnleggið uppgert þann 15. desember eins og lög kveða á um. Sjónvarp Akureyri hóf útsend- ingar. Sýnt verður efni frá Stöð 2 og verður dagskráin ótrufluð fyrst um sinn enda skortur á myndlyklum. 12. Þriðjungur vinnandi fólks á Þórshöfn fékk uppsagnarbréf í kjölfar þess að stjórn Útgerðar- félags Norður-Þingeyinga ákvað að Stakfellinu yrði brevtt og afl- inn yrði fullunninn um borð. Fyrir skömmu höfðu tvö ný skip bæst í flota Ú.A. Oddeyrin og Margrét. Margrét bilaði í sinni fyrstu veiðiferð. 15. Fella þurfti niður flug til Siglufjarðar í þrígang vegna þess að mikil hálka var á brautinni og umdæmisstjóri gerði athugasemd við sanddreifingu með skóflum. Lagt var til að nota vörubíl og hefil við dreifinguna. 18. Refir að verðmæti um 3 milljónir króna lentu með Flug- leiðaþotu á Akureyrarflugvelli. Viðtakandinn, Ragnar Sverris- son að Hyrnu í Skagafirði, sagði þetta verðmætasta refafarm sem fluttur hefði verið inn. Dýrasti refurinn kostaði 70 þúsund. 19. Endanlegar rannsóknir á rækjustofninum í Húnaflóa stað- festu að verulegrar skerðingar væri þörf. Mikið atvinnuleysi og jafnvel stöðvun reksturs fyrir- tækja blasir því við á Hvamms- tanga, Skagaströnd og Blönduósi ef farið verður að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. RlKISSKIP NIJTÍMA FLUTNINGAR P mB LRAMÓTAKVEÐJA Óskum landsmönnum öllum árs og friðar. Þökkum samstaríið á liðnum árum og vonum að árið 1987 verði íarsœlt ílutningaár. DALVÍK SIGLUFJÖRÐUR ÍSAFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR SUÐUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR FLATEYRI BOLUNGARVÍK NORÐURFJÖRÐUR ÞINGEYRI BÍLDUDALUR TÁLKNAFJÖRÐUR PATREKSFJÖRÐUR HRÍSEY AKUREYRI GRIMSEY HÚSAVÍK ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR RAUFARHÖFN BAKKAFJÖRÐUR BORGARFJÖRÐUR EYSTRI SEYÐISFJÖRÐUR MJÓIFJÖRÐUR NESKAUPSTAÐUR ÓLAFSVIK AKRANES ESKIFJÖRÐUR REYÐARFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR TÖÐVARFJÖRÐUR REYKJAVÍK HÖFN HORNAFIRÐI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.