Dagur - 30.12.1986, Page 15

Dagur - 30.12.1986, Page 15
30. desember 1986 - DAGUR - 15 n Minning: TJón M. Jónsson Fæddur 30. jum 1926 - Dáinn 23. desember 1986 Hann fæddist inn í sumarið þann 30 dag júnímánaðar árið 1926, annað barn foreldra sinna, Petru Jónsdóttur frá Stærra Árskógi og Jóns Kr. Níelssonar frá Birnunesi á Árskógströnd. Áður höfðu Petra og Jón eignast dóttur sem lést á öðru aldursári, því var drengurinn sannur sólargeisli og dauði harminn eftir litlu stúlk- una. Systkini Jóns er eftir lifa eru Elsa Kristín, María, Níels Brim- ar og Jóhanna Helga. Jón Kr. Níelsson lést 20 mars 1980 en Petra lifir mann sinn í hárri elli. Jón M. Jónsson fór snemma að vinna fyrir sér. Fyrr á árum var hann vélstjóri á ýmsum fiskibát- um, en þegar ég kynntist honum var hann verkstjóri á síldarplani Valtýs Þorsteinssonar og þá aðai- lega á Raufarhöfn. Hann var þá þegar kvæntur Kristínu Jóhanns- dóttur frá Sandvík á Hauganesi og þau höfðu eignast fimm börn. Elst er Heiða Björk, hennar maður er Hafþór Jónasson eiga þau þrjú börn, næst er Óttar Strand kvæntur Þorbjörgu Björnsdóttur og eiga þau einn son, þá er Oðinn Víkingur, kvæntur Gerði Róbertsdóttur og eiga þau eina dóttur, þriðji sonurinn er Pétur Örn kvæntur Guðrúnu Ragnarsdóttur og eiga þau eina dóttur, yngstur er Jón Mar, ókvæntur. Auk þeirra átti Jón dótturina Vilborgu Hrönn. Öll eru börn Jóns mannvænleg og nýtir þjóðfélagsþegnar. Jón M. var góður heimilisfaðir og ljúfmenni, en stundum gustaði af honum á vinnustað. Framan af árum var hann heilsuhraustur en átti við vanheilsu að stríða síð- ustu árin. Samt voru allir hans nánustu ekki viðbúnir kallinu sem kom þann 23. desember síð- astliðinn, þegar dauðinn sótti hann svo óvænt heim. Hann var þá önnum kafinn við að undirbúa jólin, því eins og faðir hans hafði hann yndi af því að gefa og gleðja aðra á jólunum og hafa börn og ættingja í kringum sig. „Pví hvað er það að deyja ann- að en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið.“ (Spámaðurinn bls. 90) Vegna fjarlægðar og ótryggrar veðráttu get ég ekki fylgt mági mínum til hinstu hvílu, en ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Kristínar og allra ástvina hans. Guð geymi Jón M. Jónsson. Hildur Skíðaráð Akureyrar efnir til trimms um áramótin í sam- vinnu við starfsmenn Kjarna- skógar og Hlíðarfjalls. 1 Kjarnaskógi 1. janúar. Göngubrautin verð- ur opnuð kl. 11.00 og er opin allt til kvölds. Þar mun liggja frammi gestabók og eru þátttakendur beðnir að skrifa nafn sitt í bók- ina. Öllum er frjálst að ganga eins marga hringi og þeir vilja. Einnig er boðið upp á heitan djús við göngubrautina. Milli kl. 14.00 og 16.00 býðst fólki upp á leið- sögn í að bera undir gönguskíði. Komið og verið með, þetta er við allra hæfi. í Hlíðarfjalli 3. janúar. Við Strýtu verður boðið upp á ýmislegt skemmti- legt á svigskíðum á milli kl. 13.00 og 15.00. T.d. hindrunarbraut viö hæfi allra. Ýmsir leikir á skíð- um skemmtiferð um fjallið á svig- skíðum. í Strýtu verður boðið uðð á heitan drykk. Kl. 15.30 verður skíðað um Hlíðarfjall, þar sem 10 skíðamenn fara í broddi fylkingar með logandi blys. Komið og skemmtið ykkur á skíðum. mmmá X'v-%5 mm 6«iJicuí**áÁiH*.Í-.ÍY' Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum ölium óskirum farsælt komandi ármeð þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. EIMSKIP Þú Húsvfldngur Hafirðu skoðun, hertu þig upp í að mæta á kjörstað 3. janúar 1987. Sértu í vafa, kynntu þér málin. Pú skalt vega og meta, líta í eigin barm, líta til náunga þíns og síðan þora að horfast í augu við staðreyndir. Nú skipta öll atkvæði máli, sérlega þitt atkvæði. Kjóstu - þín er ábyrgðin Áfengisvarnarnefnd Húsavíkur Trimm á skíðum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.