Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 13
11. desember 1987 - DAGUR - 13 4 hvað er að gerast? i Kynning á hugbúnaði Kynning á hugbúnaði fyrir IBM S/36 tölvur verður haldin á Hótel KEA mánu- daginn 14. desember á veg- um Hagritunar á Akureyri. Frá klukkan 9 til 12 verður kynntur sérhæfður hugbún- aður fyrir sjávarútveg frá Rekstrartækni hf. Þar er um Bílasýning að Óseyri 5 Um helgina er opin bílasýn- ing á vegum Bifreiðaverk- stæðis Sigurðar Valdimars- sonar, í nýjum sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta). Sýndar verða eftirtaldar bifreiðir: Subaru 1800 XT turbo fulltime 4x4 sport, Nissan Pick-up diesel, Subaru E10 4x4 og Trabant. A mánudag verður sér- fræðingur frá Trabant á staðnum til viðtals og ráð- legginga. Ókeypis þjónusta. Komið og sjáið glæsilega sýningu. að ræða aflabókhald, frant- leiðslu- og birgðabókhald, svo og árangur af samvinnu Hagritunar og Rekstrar- tækni, launakerfi fyrir sjó- ntenn á bátum og togurum. Frá klukkan 13 til 16 verður sýndur almennur hugbúnað- ur, fyrst er kynnt hið fjöl- þætta og sveigjanlega launa- kerfi RT-LAUN, sem gerir m.a. ráð fyrir staðgreiðslu skatta, kennitölum og breyttum reglum um orlofs- uppgjör. Síðan verður sýnt nýtt stimpilklukkukerfi og loks er kynning á hinu vel- þekkta ALVÍS upplýsinga- kerfi frá Kerfi hf., en þar er um að ræða fjölþættan bók- halds- og lagerhugbúnað, sem hægt er að tengja saman. Einnig er hægt að tengja iaunakerfið og afla- bókhaldið frá Rekstrartækni beint við ALVÍS. Hagritun á Akureyri hefur umboð fyrir ofangreind kerfi, svo og IBM S/36, auk þess að annast forritun og ráðgjöf um tölvuvæðingu. Aðventukvöld í Laufásprestakalli Um helgina verða haldin aðventukvöld í tveimur kirkjum í Laufásprestakalli. Á laugardagskvöld verður aðventukvöld í Svalbarðs- kirkju. Þar mun séra Cecil Haraldsson flytja hugvekju, börn úr Barnaskóla Sval- barðsstrandar sýna helgileik undir stjórn kennara sinna og kirkjukór syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Guðmundar Jóhanns- sonar. Á sunnudagskvöld verður síðan haldið aðventukvöld í Grenivíkurkirkju. Par mun séra Kristján Valur Ingólfs- son sóknarprestur á Grenj- aðarstað flytja hugvekju, börn úr Grunnskóla Greni- víkur sýna helgileik og loks mun kirkjukórinn syngja aðventu- og jólalög undir stjórn Bjargar Sigurbjörns- dóttur organleikara. Sókn- arpresturinn í Laufáspresta- kalli, séra Bolli Gústavsson, stjórnar báðum þessum dagskrám. Björn Steinar Sólbergssori, orgelleikari Akureyrarkirkju leikur tvö verk tengd jólunum á tónleikunum á sunnudag. Aðventukvöld á Möðru- völlum og í Clæsibæ N.k. sunnudagskvöld 13. desentber verður aðventu- kvöld í Möðruvallaklaust- urskirkju í Hörgárdal og hefst það kl. 21.00. Dagskrá verður fjölbreytt og miðuð við að allir aldurshópar geti sameinast þessa kvöldstund við undirbúning jólanna. Kirkjukórinn ntun syngja nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar. Strengjasveit Tónleikar í Aku rey rarki rkj u Næstkomandi sunnudags- kvöld verða orgeltónleikar í Akureyrarkirkju þar sem Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari kirkjunnar leik- ur tvö verk tengd jólunum. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og verður aðgangur Aðventukvöld í H úsavíku rki rkj u Sunnudagskvöldið 13. des- ember kl. 20.30 verður hald- ið aðventukvöld í Húsavíkurkirkju. Dagskrá aðventukvöldsins verður fjölbreytt. Helgi Pétursson leikur á orgel, Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngur, nemendur Tónlistarskólans leika á gítara og einnig á blásturshljóðfæri. Þorsteinn Kristiansen, æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar á Norðurlandi llytur ávarp og Sigurjón Jóhannesson fyrr- verandi skólastjóri flytur ræðu. Frumflutt verður Ijóð eftir Kaj Munk í þýðingu Páls H. Jónssonar og ferm- ingarbörn flytja helgileik. ókeypis. Verkin sem Björn Steinar leikur eru eftir Marcel Dupré og Olivier Messiaen. Björn Steinar hefur starfað sem orgelleikari kirkjunriar í rúmt ár. Á tónleikunum getur fólk komið fé í orgelkaupasjóð kirkjunnar en ætlunin er að kaupa lítið orgel í kirkjuna sem staðsett verði við predikunarstólinn. Slíkt orgel gæti notast þegar kór- inn væri með uppfærslur í kirkjunni og einnig við minni messur og athafnir. Dansstúdíó Alice: Nemendasýning með jólasvip Árleg nemendasýning Dansstúdíós Alice verður haldin í Sjallanum á sunnu- daginn klukkan 15.00. Á sýningunni koma fram urn 250 börn og unglingar, allt niður í fjögurra ára aldur. Sýningin verður að mestu helguð jólunum og munu nemendur koma fram í hinu.n ýmsu gervum þeim tengdum. Karlakór Akureyrar: Lúsíu-hátíð í Akureyrarkirkju Börn frá 4-14 ára aldri munu leika á tónleikunum. Tónleikar Suzuki nemenda í Lóni Á morgun gefst Akureyr- ingum og nærsveitafólki kostur á að fá sér kaffi og meðlæti, jafnframt því að hlýða á tónlistarflutning Suzuki-nemenda við Tón- listarskólann á Akureyri. Það var Japaninn Shinichi Suzuki sem þróaði þessa kennsluaðferð og er hún kennd við hann. Suzuki seg- ir að frá fæðingu sé á sama hátt og með tungumálið, hægt að hefja tónlistar- kennslu. Byggist þetta á hjálp foreldra, ástúð, hvatn- ingu og sífelldri endurtekn- ingu. Fiðlunám barna getur hafist strax við fæðingu með því að foreldrarnir leika góða tónlist af hljómplötum fyrir barnið. Tveggja til þriggja ára fer barnið í fiðlu- tíma með foreldrum og nokkrum mánuðum síðar hefst nám þess af alvöru. Árangur byggist á að for- eldrar fylgist með og örvi barnið. Fyrst öðlast barnið leikni í að leika á hljóðfær- ið, þroskar með sér taktskyn og tón og fær tilfinningu fyr- ir tónlistinni sem það leikur. Síðar kemur að nótnalestri eins og með móðurmálið; barnið lærir fyrst að tala, síðan að skrifa. Á tónleikunum muni' börn á aldrinum 4-14 ára, sem lært hafa eftir þessu kerfi, leika verk á fiðlu og píanó eftir ýmsa höfunda m.a. Bach, Beethoven, Boccerini og Suzuki. Tónleikarnir verða haldn- ir í Lóni við Hrísalund frá klukkan 14.00 til 17.00 og er aðgangseyrir 250 kr. fyrir full- orðna en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Laufabrauð verður selt á staðnum. Öll- um ágóða verður varið til að efla námskeiðshald fyrir Suzuki nemendur og for- eldra. í kvöld og á morgun verður árleg Lúsíu-hátíð Karlakórs Akureyrar haldin í Akur- eyrarkirkju. Hátíðin hefst bæði kvöldin klukkan 20.30. Auk karlakórsins mun Kór Barnaskóla Akureyrar syngja á hátíðinni eins og undanfarin ár. Á efnisskránni eru 17 lög sem flest tengjast jólunum. Karlakórinn mun fyrst syngja 8 lög en einsöngvarar í nokkrum þeirra verða þeir Óskar Pétursson og Þor- steinn Jósepsson. Stjórn- andi kórsins er Atli Guð- laugsson en undirleikarar eru Björn Steinar Sólbergs- son orgel, Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanó, Geir Rafnsson víbrafónn og Ragnar Jón Grétarsson bassi. Næst mun Kór BA syngja 5 lög undir stjórn Birgis Helgasonar. Einsöngvari með kórnum er Páll Jóhannesson en undirleikar- ar eru þau Sigríður Rut Franzdóttir flauta og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Kórarnir syngja nokkur lög saman og loks munu kirkjugestir fá tækifæri til að syngja með í laginu Heims urn ból. í hlutverki Lúsíu verður að þessu sinni Hildur Lofts- dóttir en fylgimeyjar hennar verða stúlkur úr framhalds- skólum bæjarins. úr Tónlistarskólanum á Akureyri undir stjórn Mögnu Guðmundsdóttur mun flytja falleg jólalög. Þá flytja nokkur fermingarbörn leikþátt og lesin verður jóla- saga. Ræðumaður kvöldsins verður Kristinn G. Jóhanns- son, en aðventukvöldinu lýkur með Ijósahelgileik þar sem um 20 unglingar flytja boðskap jólanna í tali og tónum undir stjórn Krist- jáns Guðmundssonar kennara. Á þriðjudagskvöldið þann 15. desember verður kvöldstund við kertaljós í Glæsibæjarkirkju. Þar verð- ur ýmislegt á dagskrá sem kemur sérhverjum í sanna jólastemmningu, og er dag- skráin ekki síður ætluð yngri kynslóðinni. Dagskráin hefst kl. 21.00. Kór kirkj- unnar undir stjórn Birgis Helgasonar mun leiða almennan söng, - unglingar lesa upp og flytja helgileik. Sr. Svavar Alfreð Jónsson prestur í Ólafsfirði kemur og flytur jólahugleiðingu. Að síðustu munu börn og unglingar safnast saman í kór kirkjunnar og flytja ljósahelgileik. Allir eru velkomnir á þessar aðventusamkomur og hér er kjörið tækifæri að hvíla sig ögn frá hinum ver- aldlega undirbúningi jól- anna og komast í snertingu við hinn sanna jólaboðskap. Utanríkismálafundur: í tilefhi leiðtogafu ndari ns Sunnudaginn 13. des. kl. 14.00 mun Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna, og utanríkismálanefnd S.U.S. halda opinn fund um utan- ríkismál í félagsaðstöðu Varðar í Kaupangi. Fundurinn er haldinn í tilefni samkomulags Ron- alds Reagan og Míhkaíls S. Gorbatsjov um eyðingu meðaldrægra og skamm- drægra kjarnaflauga. Gestur fundarins verður Dr. Gunn- ar Pálsson starfsmaður hjá alþjóðadeild Atlantshafs- bandalagsins í Brússel. Dr. Gunnar mun fjalla um sam- komulag leiðtogafundarins, og áhrif þess á áframhald- andi afvopnunarviðræður og bætt samskipti lýðræðisríkj- anna og ráðstjórnarríkj- anna. Allt áhugafólk um utan- ríkismál er velkomið á fundinn. Stórbingó á Hótel KEA Á morgun, laugardag, held- ur Framsóknarfélag Akur- eyrar sitt árlega desember- bingó á Hótel KEA. Að venju eru margir glæsi- legir vinningar í boði, m.a. örbylgjuofn, fatnaður og matarkörfur, auk fjölda aukavinninga. Bingóið hefst kl. 15.00 á laugardaginn og stjórnandi er Sveinn Kristjánsson. En framsóknarmenn láta ekki þar við sitja, því síðar um daginn, milli kl. 17.00 og 19.00, verður opið hús á skrifstofu flokksins að Hafn- arstræti 90. Þar verða smá- kökur og jólaglögg á boð- stólum og eru allir vel- komnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.