Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 11* desember 1987 Framtíðarstörf Starfsfólk óskast til starfa í mötuneyti okkar frá og með áramótum eða síðar. 1. Almenn eldhússtörf. 2. Aðstoð við matargerð ásamt almennum eldhús- störfum. Um hlutastörf getur verið að ræða. Góð vinnuaðstaða. Góð laun. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Slipp- stöðinni hf., Akureyri. Sími 96-27300. slippstödin M Tæknimenn t t t i Laus er til umsóknar staða manns JtMJK með tæknimenntun hjá Ólafsfjarðarbæ. Þetta er fjölbreytt vinna sem felst m.a. í því að veita tæknideild bæjarins forstöðu og gegna starfi bygg- ingafulltrúa. Umsóknarfrestur er til 22. desember 1987. Umsóknir skal senda til bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma (96) 62151. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. M Vinna á skrifstofu ■wirar Laus er til umsóknar staða fulltrúa ... hjá Ólafsfjarðarbæ. Fjölbreytt vinna sem felst m.a. í því að annast útreikning launa og sinna starfi gjaldkera. Umsóknarfrestur er til 22. desember 1987. Umsóknir skal senda til bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma (96) 62151. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. Framkvæmdastjóri Iðrtþróunarféiag Eyjafjarðar hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að duglegum og traustum aðila sem gæddur er miklum samskiptahæfileikum. Áskilið er háskólapróf, heist á viðskipta- eða hagfræði- sviði, og minnst 3-4ra ára reynsla úr atvinnulíf- inu. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfestinga- og ráðgjafa- fyrirtæki í eigu 28 sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrir- tækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyja- fjarðar. Starfsemi félagsins má skipta í 3 meginþætti: - Félagið veitir fyrirtækjum og einstaklingum sem áforma nýja framleiðslu aðstoö við að meta hugmyndir út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum. - Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hluta- fjárframlagi og veitir ráðgjöf á uppbyggingartímanum. Félagið á nú hlut í og tekur þátt í stjórnun sjö annarra hlutafélaga. - Félagið leitar markvisst að nýjum framleiðsluhugmynd- um á eigin vegum og reynir síðan að fá fyrirtæki og ein- staklinga til samstarfs um að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. desember nk. til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigfús Jónsson, stjórnarformaður, í síma 96-21000 eða Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri, í síma 96-26200. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Glerárgötu 30 600 Akureyri. Akureyrarmótið í handbolta: Þór gerði út um leik- inn í fyrri hálfleik - sigraði KA 20:11 eftir að hafa haft yfir í leikhléi 11:1 Þórsarar unnu stórsigur á KA- mönnum í fyrrakvöld, er liðin áttust við í 3. flokki, í fyrri umferð Akureyrarmótsins í handknattleik. Þórsarar gerðu út um Ieikinn strax í fyrri hálf- leik og höfðu yfír í leikhléi 11:1 en úrslitin urðu 20:11. KA-menn voru mjög daprir í fyrri hálfleik eins og tölurnar gefa til kynna og skoruðu sitt eina mark í hálfleiknum á 14. mín. Þórsarar léku hins vegar við hvern sinn fingur og skoruðu 11 mörk. Jóhannes Bjarnason þjálfari KA hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik, því strákarnir léku miklu betur í seinni hálfleik sem var mun jafnari. KA-menn skoruðu 10 mörk á móti 9 mörk- um Þórsara í hálfleiknum en það dugði ekki til, munurinn í hálf- leik var of mikill og Þórsarar sigr- uðu 20:11. Mörk Þórs: Hjalti Hjaltason 6, Þórir Áskelsson 4, Rúnar Sig- tryggsson 3, Axel Vatnsdal 2, Sverrir Ragnarsson 2, Aðalsteinn Pálsson 1, Atli Rúnarsson 1 og B. Ármann Heains 1. Mörk KA: Halldór Kristinsson 5, Karl Pálsson 3, Arnar Dagsson 2 og Jón Egill Gíslason 1. Það er jafnan hart barist þegar Þór og KA mætast. Hér tekur Halldór Krist- insson hraustlega á móti Þóri Áskclssyni. Mynd: kk. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu: Coventry sækir Torquay heim Haukur Gunnarsson. íþróttir fatlaðra: Haukur íþrótta- maður ársins Haukur Gunnarsson úr Iþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík var útnefndur íþróttamaður ársins árið 1987 úr röðum fatlaðra. Haukur sem er 21 árs gamall keppir í flokki spastískra og er þetta í annað sinn sem hann hiýtur þennan titll. Skömmu áður en kjör hans var tilkynnt nú í vikunni, fékkst það staðfest að íslandsmet hans í 100 m hlaupi væri einnig nýtt heims- met. En það met sem er 12,8 sek, setti hann á íslandsmótinu á Akureyri í sumar. Haukur er mjög fjölhæfur íþróttamaður en hans aðalkeppn- isgreinar eru 100 og 200 m hlaup. Hann hefur unnið til fjölda verð- Jauna á mótum bæði hér heima og erlendis og m.a. á bæði ólympíuleikum og Evrópumeist- aramóti fatlaðra. Ensku bikarmeistararnir í Coventry hefja titilvörnina í Torquay en Tottenham sem tapaði fyrir Coventry í úrslita- leiknum í fyrra sækir Oldham heim. En í vikunni var dregið um það hvaða lið leiki saman í 3 umferð ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu. Aðeins sex 1. deildarlið dróg- ust saman í þriðju umferð en þau eru, West Ham-Charlton, Sheff.Wed.-Everton og Derby- Chelsea. Liverpool sækir Stoke heim og Manchester United á fyrir höndum erfiðan leik gegn Ipswich á Portman Road. Að öðru leyti lítur drátturinn þannig út: Leeds-Aston Villa, Gillingham-Birmingham, Scunt- horpe-BlackpooI, Bradford- Wolves, Barnsley-Bolton, Sutton- Míddlesbro, Shrewsbury-SV Dave Bennett og félagar hans í Coventry hömpuðu bikarnum á síð- asta keppnistímabili. Hvað gera þeir í ár? Rugby eða Bristol Rovers, Newcastle-C.Palace, Mansfield- Bath, Yeovil-Q.P.R., Hudders- field-Man.City, Arsenal- Millwall, Wimbledon-W.B.A., Reading-Southampton, York eða Hartlepool-Luton, Port Vale-Macclesfield, Sheff.United- Maidstone eða Kidderminster, Watford-Huil, Plymouth-Colc- hester, Blackburn-Portsmouth, Grimsby eða Halifax-Nott.Forest, Brighton-Bournemouth, Swind- on-Norwich, Oxford-Leicester. Leikirnir eiga allir að fara fram laugardaginn 9. janúar. Akureyrarmótið: Seinni umferðin - á laugardag Seinni umferðin í Akureyrar- móti yngri flokka í handbolta fer að hluta fram á laugardag í íþróttahöllinni. Þá verður leik- ið í 6., 5. og 4. flokki drengja. Leikjaniðurröðun í mótinu er þessi: 6. flokkur: Kl. 12.00 Þór-KA C lið Kl. 12.30 Þór-KA B lið Kl. 13.00 Þór-KA A lið 5. flokkur: Kl. 13.30 Þór-KA C lið Ki. 14.10 Þór-KA B lið Kl. 14.50 Þór-KA A lið 4. flokkur: Kl. 15.30 Þór-KA C lið Kl. 16.25 Þór-KA B lið Kl. 17.15 Þór-KA A lið Leikirnir í 4. og 3. flokki kvenna fara hins vegar fram á sama stað annan sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.