Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 23

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 23
Ljóð í mæltu máli Mál og menning hefur gefið út Ljóð í mæltu máli, ljóðabók eftir Jacques Prévert í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Jacques Prévert (1900-1977) var eitt ástsælasta skáld Frakka á þessari öld. Hann ólst að mestu upp í París, og gat sér fyrst frægðarorðs sem höfundur kvik- myndahandrita en varð síðar mun þekktari fyrir ljóð sín. Hann var skáld hvunndagsins, orti einkum um götulíf Parísarborg- ar, dásemdir þess og drungahlið- ar, með húmor sem á stundum er svartur en hittir beint í mark. Ljóðin sem hér birtast í íslenskri þýðingu eru úr ljóðbókinni Paro- les sem kom fyrst út árið 1945 en hefur síðan verið prentuð ótal sinnum. Þýðandinn, Sigurður Pálsson, er löngu landsþekktur fyrir ljóða- bækur sínar og leikrit. Ljóð í mæltu máli er 127 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Sól á heimsenda - Saga eftir Matthías Johannessen Ritstörf Matthíasar Johannes- sens eru orðin mikil og margvís- leg. Ljóðskáld er hann þó fyrst og fremst, en samtalsbækur hans hafa einnig þótt frábærar og háfa markað tímamót í þeirri bók- menntagrein hér á landi. Tvö smásagnasöfn hefur hann einnig sent frá sér, Nítján þætti, 1981 og Konungur af Aragon 1986. Og enn leggur Matthías á nýjar leiðir og sendir frá sér alllanga sögu, sem hann nefnir Sól á heimsenda. ' Eiríkur Hreinn Finnbogason ritar aftan á kápu hinnar nýju bókar á þessa leið: „Hér eru aðalpersónurnar hann, hún og drengurinn, og sag- an gerist á ferðalagi án þess að vera ferðasaga. Hún er hugsuð sem minningar hans - lýsir atburðum eins og þeir eru í minningunni. Drengurinn er t.a.m. á ýmsum aldri í sögunni eins og hann er í minningu hans. Og hún eiginkonan og móðirin, hin trausta og raunsæja, er hér eins og hún er honum, aðrir myndu naumast líta þannig á hana. Sagan er umfram allt glíma hans við sjálfan sig og ímyndanir sínar á þessu lífsferðalagi með þau sér við hlið.“ Sól á heimsenda er 135 bls. að stærð og prentuð og bundin í Prentverki Akraness. Mitt rómantíska æði Mitt rómantíska æði nefnist bók sem Mál og menning hefur gefið út. Þetta eru dagbækur, bréf og önnur óbirt rit Þórbergs Pórðar- sonar frá árunum 1918-1929, eins konar framhald af Ljóra sálar minnar sem út kom í fyrra. Pór- bergur var einstakur bréfritari og í bókinni er að finna mörg skemmtileg sendibréf sem hann skrifaði vinum sínum á þriðja áratugnum, flest til Vilmundar Jónssonar landlæknis. Pá eru birt dagbókarbrot úr hinum frægu orðasöfnunarleiðöngrum Pór- bergs og frásögn af fyrstu utan- landsferð hans þar sem hann dvaldi fyrst í Englandi en sótti svo alþjóðaþing guðspekinga í París. Hér eru líka birtir fyrir- lestrar um guðspeki, jafnaðar- stefnu, esperanto og önnur hugðarefni Þórbergs. Mesta for- vitni munu þó eflaust vekja bréf sem varpa ljósi á tilurð Bréfs til Láru og þá ekki síður á hin sterku viðbrögð sem bókin vakti. Helgi M. Sigurðsson tók safnið saman, það er 216 bls., prýtt 50 gömlum ljósmyndum sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Teikn sá um hönnun kápu en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Útboð Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna óskar eftir tilboði í flutninga á umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir 2 hrað- frystihús og 2 frystitogara á Ólafsfirði. Tilboðið skal hljóða upp á flutning fyrir hvern og einn. Ennfremur skal gert ráð fyrir að einstakir aðilar eða allir geti sameinast um flutningana. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 12.00 þann 28. des. 1987 til innkaupadeildar S.H. aðalstræti 6, merkt „Ólafsfjörður", eða til Svavars Magnússonar í Hrað- frystihúsi Magnúsar Gamalielssonar, Ólafsfirði. Nánari upplýsingar og gögn fást hjá sömu aðilum. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, HALLDÓRS JÓNSSONAR, bónda að Hólum, Öxnadal. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Rósantsdóttir, Rúnar Jens Halldórsson, Dóra Heiða Halldórsdóttir, Dalrós Jóhanna Halldórsdóttir. vísnaþótfur Pá langar mig að birta nokkrar gamlar vísur. Hafa sumar geymst í minni mínu. Aðrar hef ég veitt á miðum öldunga og því miður eru höfundarnir ekki í hand- raðanum: Pótt ég annars vera var vildi um sannleiks þankafar veginn banna betrunar bölvaðar mannaskammirnar. Síst mér ógar öldurið, er það grófur vandi að þurfa að róa og þreyta vi' þorska á sjó og landi. Það er engan þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einkis virði. Latur maður lá í skut. Latur var hann þegar hann sat. Latur oft fær lítinn hlut. Latur þetta kveðið gat. Fjórir í barka, fimm í skut. Fallegt er á þeim roðið. Þá eru komnir þrír í hlut, það er nóg í soðið. Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa. Ólánsfjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Margt er sér til gamans gert geði þungu að kasta og það er ekki einkisvert að eyða tíð án lasta. Og svo er það hún kisa: ÖII er skepnan skemmtigjörn. Skoðið þið litla stýrið. Malar í sinni kjaftakvörn kringluleita dýrið. Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöð- um kvað að sögn, er hann beið þess að Tíminn bærist honum með pósti: Vígð að brunnum vordagsins, valinkunn að dáðum, blóm úr runnum kostakyns koma að sunnan bráðum. Jón M. Pétursson kvað: Kalda nóttin missir mátt, myrkrið óðum dvínar. Móti sól og suðurátt sækja vonir mínar. Pá kemur vísa eftir Albert Jóhannsson á Teigi. 11. desember 1987 - DAGUR - 23 Úrval nytsamra jólagjafa Indverskir dúkar, 5 stærðir með serviettum. Kvilteraðir indverskir púðar. Blúndur og silkipúðar. Pottalappar, svuntur og diskamottur. Bróderaðar diskamottur og glasabakkar. ★ Ný sending af köflóttum efnum í blöðrupils. Nýjar gerðir af tafti. Ódýr poliesterefni í pils og blússur. Viskos efni í mörgum litum. Vorum að fá hárborða í mörgum gerðum. sokkabuxur. temman Skipagötu 13, sími 23504. Fyrir hönd Oddeyrarskóla þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu skólann með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 30 ára afmælinu. Sérstakar þakkir sendi ég foreldrafélaginu, sem stóð fyrir veitingum. Kærar kveðjur, Indriði Úlfsson, skólastjóri. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar 41534 • Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir ■ Vöruflutningar Húsavík-Akureyri-Húsavík Sérleyfisferðir 6. desember-10. janúar Frá Húsavík Frá Akureyri Laugard. 26. des. Engin ferö Föstud. 11. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Sunnud. 27. des. Kl. 19.00 Kl.21.00 Laugard. 12. des. Kl. 10.00 Kl. 18.00 Mánud. 28. des. Engin ferö Sunnud. 13. des. Kl. 19.00 Kl.21.00 Þriðjud. 29. des. XI. 08.00 Kl. 16.00 Mánud. 14. des. Engin ferö Miðvlkud. 30. des. Engin ferð Þriðjud. 15. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Fimmtud. 31. des. Engin ferð Miðvikud. 16. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Föstud. 1. jan. Engin ferð Fimmtud. 17. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Laugard. 2.jan. Engin ferð Föstud. 18. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Sunnud, 3. jan. Kl. 19.00 Kl.21.00 Laugard. 19. des. Kl. 12.00 Kl.21.00 Mánud. 4. jan. Engin ferð Sunnud. 20. des. Kl. 19.00 Kl.21.00 Þriðjud. 5.jan. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Mánud. 21. des. Kl. 10.00 Kl. 16.00 Miðvikud. 6. jan. Engin ferð Þriðjud. 22. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Fimmtud. 7. jan. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Miðvikud. 23. des. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Föstud. 8.jan. Kl. 08.00 Kl. 16.00 Fimmtud. 24. des. Engin ferö Laugard. 9. jan. Engin ferð Föstud. 25. des. Engin ferð Sunnud. 10. jan. Kl. 19.00 Kl.21.00 Á Húsavík er afgreiðsla hjá Á.G. Guðmundsson, sími 96-41580. Á Akureyri er farþegaafgreiðsla hjá Öndvegi hf., sími 96-24442. öll vöruafgreiðsla á Akureyri hjá Ríkisskip, sími 96-23936. Síðan venjuleg vetraráætlun. Sérleyfishafi. Ei þótt reri út á sjó önnum kafinn var hann. Alla daga ýsur dró eða hrúta skar hann. Guðrún Árnadóttir frá Odds- stöðum kvað næstu vísurnar þrjár. Líttu á hvernig Ijósið ber líf og græðir kalin sporin. Finnst þér ekki eins og mér yndislegast flest á vorin. Týnist gjarnan gata naum, gleymist kjarni málsins. Dalsins barni í borgarglaum bregðast varnir tálsins. Trúin greiðir sólarsýn, sá er deyði lifir. Hinstu leiðarlokin þín Ijósið breiðiryfir. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Karl Sigvaldason á Fljótsbakka kvað: Hugann bindur holdleg mynd, jjartans iindir fossa. Það eryndi að einni synd, ástar skyndibiossa. Lára Árnadóttir á Húsavík kvað þessa fallegu vorvísu: Allt sem vetrarveldi fól vermir geisli fagur, breiðir grænt á börð og hól bjartur nóttlaus dagur. . ’V.. ' . xdMi IHH .. M aSB I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.