Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 15
11. desember 1987 - DAGUR - 15 Gunnar Dúi Júlíusson hefur haldið margar sýningar heima og erlendis. Málari verður að gefa af sjálfum sér í hverri mynd - Gunnar Dúi Júlíusson opnar málverkasýningu á Akureyri Akureyringurinn Gunnar Dúi Júlíusson hefur opnað mál- verkasýningu í Verslunarmið- stöðinni við Sunnuhlíð, í Golf- verslun Davids Barnwell, Gunnar Dúi sýnir 15 myndir, bæði olíumálverk og vatnslita- myndir, allar málaðar á þessu ári en hafa ekki verið sýndar áður. Sýningin, sem er sölu- sýning, verður opin fram til jóla og er opin á opnunartíma verslana. Aðgangur er ókeypis. Gunnar Dúi er fæddur á Akur- eyri 22. október 1930. Hann fékk áhuga á myndlist strax á barns- aldri og byrjaði að læra húsamál- un og leiictjaldamálun árið 1946 hjá Hauki Stefánssyni, en Haukur stundaði leiktjaldamálun lengi vel auk listmálunar. Gunnar Dúi útskrifaðist með meistararéttindi sem húsa- og bílamálari. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanns í tilefni af sýning- unni, en þetta mun vera 16. einkasýning hans. - Hvað bjóstu lengi á Akur- eyri? „Ég flutti suður árið 1952 og fór þá í Handíða- og myndlistar- skólann. Þar var ég í einn vetur en fór síðan út í að stofna fyrir- tæki á sviði bílamálunar. í þessu var ég allmörg ár en málaralistin átti alltaf hug minn og árið 1973 fór ég til útlanda og var í tíu ár erlendis við nám og störf. Fyrst var ég í fjóra vetur í listaháskólanum í Malaga á Spáni, sem kallaður er Picasso- skólinn, eftir meistaranum sem steig þar sín fyrstu spor í listinni. Eftir það fór ég til Hollands og dvaldi einnig um tíma í Belgíu og í Frakklandi við að stúdera myndlist. Pað má segja að ég hafi ferðast á milli staða á nokkurra mánaða fresti. Pað sem hjálpaði mér mest á þessum ferðalögum var að ég seldi alltaf allt sem ég málaði og ég hélt víða sýningar, aðallega þó í Hollandi. Evrópubúar eru almennt meira gefnir fyrir að kaupa listaverk en gerist hér á landi. Ég hef aðallega málað með olíulitum um dagana en einnig notað vatnsliti o.fl. liti talsvert.“ - Hefur þú aðhyllst einhverja ákveðna stefnu í málaralistinni? „Það er erfitt að segja. Nú á dögum mála ég mest í anda natúralismans, eins og sést af þeim myndum sem eru hér til sýnis. Upp úr 1950 bar mest á abstraktmálverkum, sem helriðu listgreininni til fjölda ára. Petta fór svo að dofna þegar málararnir voru komnir í þrot með formin og búnir að forma sig í kross, eins og sagt er. Eftir þetta fór cinn og einn að fara aftur yfir í natúralismann, t.d. Sverrir Haraldsson. Eftir þetta koinu smám saman fleiri á eftir. Ég var á tímabili í abstrakt- listinni en það var þó ekki um langt skeið." - Pú hefur kynnt þér ýmsar listastefnur um dagana? „Já, ég kynnti mér allar helstu listastefnur í Evrópu á þessunr árum. í Hollandi t.d. er ekki hægt að segja að nein ein stefna sé ríkjandi í málverkinu, það er allt leyfilegt og ólíkum stefnum ægir saman." - Hvað finnst þér um íslenska myndlist í dag? „Hún er, má segja, ekki á neinu ákveðnu plani. Ég get ekki séð annað en að menn séu í mörgum og ólíkum stefnum og stílum. í dag stendur ekki nein stefna upp úr og það er með þetta eins og ýmislegt annað, málarar vita aldrei hvað verður í tísku á morgun, abstrakt, natúralismi eða eitthvað alveg nýtt." - Hefur einhver ákveðinn listamaður haft meiri áhrif á þig en annar? „Þeir eru nokkrir sem hafa haft áhrif á mig. Þegar ég byrjaði stúderaði ég mikið gömlu meist- arana, Rembrandt, Leonardo o.fl. Ég hef búið að þessu síðan, álít ég, því ég þekki þessi nákvæmu vinnubrögð. í dag eru menn að henda frá sér allri nákvæmni en reyna frekar að þróa sinn stíl. Málari verður alltaf að gefa eitthvað af sjálfum sér í hverri mynd því listin verður að koma frá honum sjálfum. Eitt af viðfangsefnum málara er að túlka þau áhrif sem þeir verða fyrir af viðfangsefninu.“ EHB Jólagjöf veiðimannsins * 10% jólaafsláttur * Opið laugardag 12. desember frá 10-18. Eyfjör6 Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Bíiasýnmcf verður laugardaginn og sunnudaginn 12. og 13. desember frá kl. 2-5 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar í nýjum sýningarsal Óseyri 5 (norðurhluta). Sýndir verða: Subaru 1800 XT turbo, Fulltime 4x4 sport. Einn glæsilegasti sportbíll á landinu. Nissan Pick-up diesel, Subaru EIO 4x4 og Trabant, góðir greiðsluskilmálar 20 þúsund út og afgangur á 10 mánuðum. Trabant eigendur! Sérfræðingur frá Trabant verksmiðjunum verður til viðtals og ráðlegginga mánudaginn 14. des. frá kl. 9.00. * Ókeypis þjónusta + Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Simi 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Rauðagerði. mwmTam ii» ^. sem ekki gengu ut síðasta laugardag, leggjast við 1. vinninginn núna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.