Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 24

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 24
Akureyri, föstudagur 11. desember 1987 Tilboð Bautans í desember í hádeginu: Innkaupadiskurinn: Kaldir kjöt- og fiskréttir ásamt súpu og salatbar kr. 450. í kaffinu: Búðarrápsdiskurinn: Snitta, kökusneið og kaffi kr. 180. Jólaglögg. Jólabækurnar: „Helsprengjan“ tekur forystu Töluverður skriður er kominn á jólabókasöluna og til að for- vitnast um vinsælustu bækurn- ar leituðum við á náðir fjög- urra bókaverslana á Norður- landi. Þetta eru Bókabúð Jónasar og Bókval á Akureyri, Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík og Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki. Sam- STAK: Samkomu- lag um 9% kjarahækkun - til samræmingar milli félaga Á fjölmennum félagsfundi hjá STAK, Starfsmannafélagi Akureyrar, var samþykkt sam- komulag sem gert var um endurskoðun á kjarasamningi bæjarstarfsmanna og launa- nefndar sveitarfélaga 1. des- ember 1987, til samræmingar á milli félaga. Samkomulagið felur í sér um 9% kjarahækkun á ársgrundvelli og gildir í fjóra mánuði. Sú hækkun felur í sér að bil milli launaflokka 1. desember verði 3,2% í stað 3% áður. Öll starfsheiti hækka um 1 flokk í janúar, en þá hækka laun líka um 2,8% í stað 1,3%. Persónuupp- bót í desember hækkar og verður 35% af 67. launafiokki 7. þrepi. Trvggingabætur hækka sem nem- ur um 70-80%. Ásta Sigurðardóttir formaður STAK sagði í samtali við Dag, að þeir samningar sem áttu að fara fram, hafi að hluta verið frestað fram í mars. „Ég er dús við þenn- an samning af því að hann verður opnaður aftur í marslok.“ í niars verður væntanlega búið að semja annars staðar í þjóð- félaginu og verður líklega tekið tillit til þeirra samninga þegar samkomulag STAK opnast aftur. VG Bremerhaven: Rýrnun hjá Skafta Skafti togari íltgeröarfélags Skagfiröinga seldi í Bremer- haven í gærmorgun liðlega 150 tonn af karfa fyrir um 45 krón- ur kílóið. Meðalverðið lækk- aði nokkuð vegna þess að 16,3 tonn af farminum voru dæmd ónýt. Að sögn Bjarka Tryggvasonar framkvæmdastjóra er ástæðan fyrir þessari rýrnun sú að kæli- kerfi skipsins er orðið lélegt. í lok næsta mánaðar verður skipið tekið í slipp í Slippstöðinni á Akureyri þar sem kælikerfið verður endurnýjað. -þá kvæmt upplýsingum frá þess- um verslunum eru söluhæstu bækurnar þessar: 1. Alistair MacLean: Hel- sprengjan. 2. Guðrún Helgadóttir: Sænginni yfir minni. 3. Hulda Á. Stefánsdóttir: Húsfreyja í Húnaþingi. 4. Atli Magnússon: Ásta grasalæknir. 5. Míkhail Gorbatsjov Perestrojka. 6. Eðvarð Ingólfsson: Pott- þéttur vinur. 7. Halla Linker: Uppgjör konu. 8. Jóhannes Snorrason: Skrifað í skýin. 9. Sidney Sheldon: Vind- myllur guðanna. 10-11. Bragi Þórðarson: Lífs- reynsla. 10-11. Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið. Engin bók skarar fram úr í sölu. Að sögn bóksala er salan mjög jöfn og góð og greinilegt að fólk notfærir sér það að nýtt greiðslukortatímabil er hafið í bókaverslunum. Búast má við að salan færist enn í aukana og kannski fara línur að skýrast þeg- ar nær dregur jólum, en jólaliæk- urnar eru misjafnlega seint á ferðinni og því getur þessi listi tekið miklum breytingum. SS Hátíðarstemmning á jólaföstu. Mynd: TLV Flísar hf. Bárðardal: Fyrstu flísamar teknar úr mótunum „Ásgeir Leifsson er umboðs- maður Belganna hér á landi og hann hefur heitið því að láta þetta ekki til annarra. Hins vegar láta Belgarnir ekki einkaleyfið af höndum nema keypt sé helmingi meira af mótum en við erum með,“ sagði Egill Gústafsson, oddviti í Bárðardal, en þar er nýstofn- að fyrirtæki, Flísar hf. Fyrstu tlísarnar voru teknar úr mótunum á miðvikudaginn. Síðastliðinn vetur gekk Bárð- Fyrstu flísarnar sjá dagsins Ijós. Ráðgjafi frá belgíska framleiðandanum er fyrir miðri mynd. Mynd: tlv. dælahreppur í Iðnþróunarfélag Þingeyinga og út úr því samstarfi kom hugmyndin að steinflísagerð í hreppnum. Meirihluti íbúa dals- ins er hluthafar auk hreppssjóðs. Egill sagði að eftirspurnin eftir vörunni myndi ráða því hversu mikið magn yrði framleitt en reynt yrði að fylgja vörunni eftir á markaðnum. Flísarnar eru steyptar með sérstakri aðferð. Steypan er fín sandsteypa en með mismunandi grófum sandi er hægt að fá breytilega yfirborðsáferð á flís- arnar. Einnig er hægt að setja lit út í steypuna og fá þannig marg- víslega litaðar hellur og flísar. „í sjálfu sér þarf ekki nema tvo menn við framléiðsluna en ef krafist er meiri afkasta verða þeir auðvitað að vera fleiri. Þetta fer allt saman eftir markaðssókn og markaðshlutdeild," sagði Egill. Ekki er fullákveðið hvernig staðið verður að dreifingu á flís- unum og verð á þeim er heldur ekki ákveðið. Menn eru hæfilega bjartsýnir á að þetta verði eftir- sótt vara sem skapaði nokkrum starfsmönnum atvinnu við fram- leiðsluna. EHB/TLV Vaka Siglufirði: Óskar eftir viðræðum við atvinnu- rekendur Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu- firði er um þessar mundir að fara fram á viðræður við atvinnurekendur um kjara- samninga. í síðustu tveim kjarasamningum, hafa Sigl- firðingar samið heima í héraði. Hafþór Rósmundsson formað- ur Vöku sagði í samtali við Dag, að fyrri samningar hafi að mestu byggst á heildarsamningum sem búið var að gera, „en í heildar- samningum er hreinlega ekki pláss fyrir einstök félög með sín- ar sérkröfur sem bundnar eru við sveitarfélagið,“ sagði hann. „Við höfum náð hér fram ýmsu sem okkur hefur fundist þess virði að standa í sérsamningum fyrir.“ Aðspurður sagði Hafþór að vissulega væru félög misjafnlega í stakk búin til að fara út í sér- samninga og því ekki óeðlilegt að það leggðist misjafnlega í menn. „Þessir samningar verða að vísu öðruvísi en undanfarið því svo virðist sem ætlast sé til af heildar- samtökunum að við semjum um bókstaflega allt. Það getur orðið erfiðara. Ég á bágt með að skilja þessa afstöðu. Við hér á Siglu- firði getum tæplega farið að semja við okkar atvinnurekendur um verðtryggingu launa. Heild- arsamtökin eiga að vera búin að ganga frá þeim atriðum, áður en þeir vísa afganginum heim í hérað.“ Varðandi hópbónusinn sagði Hafþór að þeir hefðu kynnt sér hann, en ekki myndi koma neitt í ljós um hann fyrr en samninga- viðræður hæfust. Persónulega sagðist hann þó telja hann mun mannlegra kerfi en það sem fyrir er. Þó þurfi að ganga þannig frá því að ákveðnir hópar innan frystihúsanna lækki ekki í laun- um. VG Bændur fá verðlaun Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur veitt viðurkenningar fyr- ir nautgriparækt og fyrir góða umgengni á sveitabýlum. Þá hefur Skógræktarfélag Ey- firðinga einnig veitt verðlaun fyrir skógrækt. Farandlampa fyrir umgengni við sveitabýli hlutu hjónin á Dvergsstöðum í Hrafnagils- hreppi, þau Karl Frímannsson og Lilja Randverdóttir. Viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í naut- griparækt fékk félagsbúið að Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar búa Steinn Snorrason og Hulda Aðalsteinsdóttir ásamt syni þeirra Helga Steinssyni. Viðurkenningu fyrir skógrækt hefur Skógræktarfélag Eyfirð- inga veitt félagsbúinu að Ásláksstöðum en þar búa Gylfi Sigurðsson og Maren Árnadóttir. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.