Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -1S; desember 1987 Bændur í Austur- Húnavatnssýslu: Mótmæla álagningu söluskatts Þann 8. desember sl. var hald- inn almennur bændafundur á Hótel Blönduósi á veguin Bún- adarsambands Austur-Húna- vatnssýslu. Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, flutti framsögiurindi. en síðan fóru fram umræður. Eftirfarandi ályktun var sarn- þykkt samhljóða: 1. „Almennur bændafundur haldinn á Hótel Blönduósi 8. des. 1987 mótmælir harðlega öllunt hugmyndunr um söluskatt á land- búnaðarafurðir og varar við gylli- boðum stjórnmálamanna um nið- urgreiðslur á kjöti og engin trygg- ing er sett fyrir þegar til lengri tíma er litið. Fundurinn telur að slíkar álögur stórminnki neyslu íslenskra landbúnaðarafurða." 2. „Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að standa skil á lög- bundnum greiðslunt til afurða- stöðranna svo sem útflutnings- bótum og vaxta- og geymslu- gjöldum og tryggja fjármagn til að þeim sé kleift að greiða frarn- leiðendum fullt verð nú fyrir ára- mót." 3. „Fundurinn skorar á Alþingi að í fjárlögum 1988 verði tryggt fé til fullnaðargreiðslna út á framkvæmdir 1987 samkvæmt jarðræktarlögum og að fjárlögin tryggi nægilegt fé til að hægt sé að standa við gerða sanrninga vegna riðuniðurskurðar. Fundurinn mót- mælir eindregið hugmyndum um frestun á hluta þessara greiöslna til 1989 og telur að trúnaðarbrest- ur verði niilli ríkisvalds og bænda verði ekki staðið við lögbundnar greiðslur og gerða samninga." pbv Skagaströnd: Hótelrekst- urinn gengur vel Rekstur Hótel Dagsbrúnar á Skagaströnd hefur gengið von- um framar. Aðsóknin hefur hingað til verið góð. Reglulega hafa verið haldin matarkvöld sem eru mjög vel sótt. Uin næstu helgi verður kalt borð á boðstólum og tilvaliö ef fólk vill gera sér dagamun að bregða sér í mat. Sem fyrr segir eru þeir aðilar sem standa að rekstri hótelsins all ánægðir með útkomuna hingað til. Með vissu millibili hafa ''erið haldin svokölluð matarkvöld og þá bryddað upp á ýmsum nýjung- um og færri komist að en hafa viljað. Hótel Dagsbrún er með léttvínsleyfi þannig að þeir sem vilja njóta góðra vína með matn- um eiga hægt um vik. í marga áratugi hefur engin gistiaðstaða verið fyrir ferða- menn á Skagaströnd. Til gamans má geta þess að fyrir einum átta- tíu árum var gistihús á staðnum og hægt að fá þar gistingu, mat og jafnvel tár í glas. Það var því sánnarlega kominn tími til að bæta um betur í þessum efnum. Það hafa Skagstrendingar gert svo um munar með Hótel Dagsbrún. pbv Á laugardag voru haldnir sérstæðir tónleikar í Lóni við Hrísalund. Þar voru sanian komnir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri sem stunda Suzuki nám. Þeir voru á aldrinum 4-14 ára og léku á fiðlur og píanó. Foreldrar þeirra stóðu fyrir tónleikunum sem jafnframt voru til fjáröflunar fyrir námskeiðs- hald nemendana. Tónleikarnir voru vel sóttir og þóttu takast afar vel. Mynd: TLV Eiga skepnur eða bílar réttinn á þjóðvegunum? - árlega verður milljónatjón vegna bifreiða sem aka á skepnur - hver er bótaskyldur? Algengt er að ökutæki á Is- landi verði fyrir tjónum vegna stórgripa. Einna algengast er að ekið sé á hross ekki síst yfir vetrartímann þegar snjór er yfir jörðu og girðingar á kafi í snjó. En hver er bótaskyldur þegar tjón af þessu tagi verða? Málaferli hafa risið vegna svona tjóna og þess eru dæmi að eigandi viðkomandi skepnu hafi dæmst til að bera kostnað af tjóni sem verður í slíku óhappi. í umferðarlögum er ekki að finna skvr ákvæði um hverra sé rétturinn á vegum úti, hrossa eða bíla. í lögunum segir að ef tjón verði vegna hrossa í rekstri beri eiganda gripanna að greiða tjón- ið enda hafi gæslu hrossanna ver- ið ábótavant. En hvað þá með lausagönguhross? Eiga þau rétt gagnvart bifreiðum á vegum úti? „Sumir hrossaeigendur kaupa ábyrgðartryggingu á hross sín og þá falla tjóri sem þau kunna að valda undir þann lið. í sumum bæjarfélögum er skylda að skepnueigendur kaupi ábyrgðar- tryggingu á skepnur sínar en þetta gildir ekki alls staðar,“ sagði Matthías Pétursson hjá Eyfirska sjónvarpsfélagið hf. var eins árs á föstudaginn. Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri, blés á kertið á afmælistertunni af því tilefni. Mynd: EHB Brunabótafélagi íslands. Svo dæmi séu tekin þá ber bifreiðaeigendum að bæta tjón í því tilfelli að ekið sé á skepnu á vegum úti. Þetta er ekki talið vafaatriði en hins vegar ber eig- anda skepnunnar að bæta tjón sem hlýst í því tilfelli að skepnan skemmi kyrrstæða bifreið. Matthías sagði að nýlega hafi tryggingafélagið Brunabót bætt tjón þar sem bifreið ók á hross og var þar um tjón upp á eina milljón að ræða. Af þessu sést að fjár- hæðir hjá tryggingafélögunum vegna tjóna sem þessa geta skipt milljónum árlega. „Fyrir mitt leyti get ég sagt að ég fæ ekki séð af hverju eigendur hrossa ættu alltaf að sleppa við að bæta tjón. Hér áður fyrr var bíll hættulegt farartæki og ökumenn báru ábyrgð á akstri þeirra úti á þjóðvegum. Nú eru hins vegar breyttar tímar hvað þetta varðar og allar líkur á að reglur hvað tjón sem þessi varðar breytist líka,“ sagði Björn Jósef Arnvið- arson, héraðsdómslögmaður á Akureyri en Dagur innti hann álits á þessum málum. „Hvers eiga menn að gjalda sem aka um vegi landsins ef þeir þurfa alla tíð að bera alla fébóta- ábyrgð gagnvart öllum þeim skepnum sem um veginn fara. Þetta gengur ekki upp og því held ég að nauðsynlegt sé að regl- ur um þetta verði settar,“ sagði Björn Jósef. JOH Yfirborganir kennara: Ríkið veltir vandanum yfir á sveitarfélögin - segir í ályktun fulltrúaráðs KÍ „Yfirborganir og hlunninda- greiðslur til kennara voru mik- ið ræddar á síðasta fundi full- trúaráðs KÍ og komu mismun- andi sjónarmið fram. Sumir töldu að ekki ætti að mismuna kennurum í launum með yfir- borgunum en aðrir að semja ætti um launauppbætur fyrir kennara í dreifbýli og jafnvel að skipta landinu í launasvæði eins og gert er í Noregi,“ segir í ályktun fulltrúaráðs. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Á þessu hausti hefur skólunum gengið illa að ráða grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara til starfa eink- um í dreifbýli. Mörg sveitarfélög hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að kennarar fáist til starfa og hafa því gripið til þess ráðs að greiða launauppbætttur í einni eða annarri mynd. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands mótmælir því að ríkið skuli með þessum hætti velta launakostnaði, í auknum mæli, yfir á herðar sveitarfélaganna. Fulltrúaráðið minnir á að í skólastefnu KÍ er lögð áhersla á að ríkissjóður standi undir öllum kostnaði við skólastarf til þess að tryggja jafna aðstöðu allra til náms. Það er óviðunandi að nemendur eigi það undir fjárhagi sveitarfélaga hvernig til tekst um menntun þeirra.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.