Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 12
12 - Ð’AGCm -15? béSérflbef 1987 Rafn Kjartansson: „Mun þá margur sofa rótt...“ - Hugleiðing um löggæslu á Akureyri Akureyri hefur orö á sér fyrir að vera fallegur og friðsæll bær, enda fjölsóttur af ferðamönnum sem kjósa að dvelja hér í snyrti- legu umhverfi og njóta hinnar rómuðu náttúrufegurðar sem hvarvetna blasir við í Eyjafirðin- um. Eitt hefur þó lengi skyggt á ánægju margra þeirra er sækja Akureyri heim. Ekki hefur verið unnt að fá næturró á hótelum og gistiheimilum í Miðbænum og þar í grennd vegna hávaða frá umferð og skemmtanaglöðu fólki. Ég hef starfað að ferðamálum um nokkurra ára skeið og margir bæjargestir, jafnt erlendir sem innlendir, hafa í samtölum við mig undrast þennan ljóð á ráði Akureyringa. Þetta vandamál hefur komist í hámæli á undanförnum vikum og því ekki ástæða til að fjölyrða um það hér. Ég verð þó að segja að það hafa lengi verið mér von- brigði að Bæjarfógetaembættið á Akureyri sem stýrir fræknu lög- regluliði skuli ekki hafa tekið þennan vanda fastari tökum og sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu að tryggja bæjarbúum og öðrum þeim sem bæinn gista sæmilegan frið og næturhvíld. Fyrir skemmstu tók vandamál- ið á sig nýja mynd er ökuþórar fóru um mörg hverfi bæjarins, þeytandi bílflautur fram eftir nóttu til að láta í Ijós vanþóknun sína á umferðartakmörkunum í Miðbænum. Enn blasti við, að þeir sem eiga að tryggja að farið sé að lögum, virtust ekki vandan- um vaxnir. Lögbrjótar voru ekki hindraðir í þeirri iðju sinni að raska næturró fólks og spilla friði á almannafæri. Vissulega voru þetta mikil vonbrigði. En lengi skal manninn reyna. Skyndilega kynntist ég nýrri og óvæntri hlið á starfsemi Bæjar- AEG heimilistæki, stór og smá Það borgar sig alUaf að kaupa AEG sérstaklega núna fyrir toUabreytingu. íirekun Ratn ;an.a' ^ euogíiavegi ÓOO AWrwin Hér ■rialdtnn v« Atcureyn, Efpúr Akureyri fógetaskrifstofunnar á Akureyri. Mér varð óþyrmilega ljóst að ég hafði vanmetið röggsemi og framtak yfirmanna lögregluliðs- ins á staðnum, þ.e. bæjarfóget- ans og fulltrúa hans. í póstinum barst mér bréf það sem hér fylgir. Mátti glöggt sjá að höfundi bréfs- ins var ekki hik í huga. Þar sem lesningin gaf til kynna yfirvofandi lögregluheimsókn, ef ekki hand- töku, varð mér það fyrst í skelf- ingu minni að grípa símann og leita skýringa hjá fulltrúa á skrif- stofunni, en skjalið var auðkennt nafni hans. Skjálfraddaður stundi ég upp brennandi spurningunni. Hvaða glæp var ég sakaður um? Jú hér var um að ræða sekt vegna bifreiðarstöðu, kr. 1260. Fulltrúi var ákveðinn í fasi, svo sem opin- berum embættismanni ber, þá er hann fjallar um alvarleg mál sem enga bið þola. Var hann þó svo vinsamlegur að tjá mér að ekki kæmi til handtöku að þessu sinni, ef ég greiddi skuldina hið allra fyrsta. Þyrfti ég ekki að hlaupa úr kennslu í Menntaskólanum kl. 8.55 hinn 10. desember, heldur mætti ég velja annan tíma er bet- ur hentaði, Þó gerði hann mér grein fyrir því að málið þyldi ekki mikla bið enda brýnt og alvar- legt. Hagsmuni ríkissjóðs verður jú ávallt að tryggja - eins og fjár- málaráðherrann fyrrverandi benti á í sjónvarpsviðtali nú nýverið, er rædd var sú athöfn hans að inn- heimta nokkra milljónatugi af vangoldnum sköttum hjá góðum vinum sínum með því að þiggja af þeim skuldabréf til allt að tíu ára, ýmist vaxtalaus eða óverð- tryggð. - En þetta er nú bara útúrdúr og mínu alvarlega máli alveg óviðkomandi. Ekki mæli ég því bót að menn trassi að borga skuldir sínar, enda hef ég nú goldið keisaran- um það sem keisarans er og greitt að fullu skuld þá sem svo háska- lega vofði yfir mér um tíma. Aldrei myndi það hvarfla að mér að halda því fram að Bæjar- fógetaembættið á Akureyri fari offari í hinum minni málum, en láti undir höfuð leggjast að sinna þeim verkefnum er brýnni mega teljast, svo sem að tryggja bæjar- búum frið og næturró. Þvert á móti bendir bréfið mitt hræðilega til stefnubreytingar innan veggja hins háa embættis. Nú munu þau tíðkast hin breiðu spjótin. Því má ætla að er lögreglan hefur lokið því leiða skvldustarfi að flytja í járnum á Bæjarfógetaskrifstof- una alla þá þrjóta sem í vanskil- um hafa lent með fjárupphæðir, stórar sem smáar, þar sem þeim verður gert að reiða fram féð refjalaust, muni hin vaska sveit taka til við að friða Miðbæinn af sömu einbeitni og ákefð sem nú er uppi í innheimtunum. Mun þá margur sofa rótt, er áður varð andvaka, og þeir einir bylta sér næturlangt í svitakófi er skulda bæjarfógetanum fé, enda verða slíkum vandræðamönnum auðvitað engin grið gefin. Allir eru jú jafnir fyrir lögun- um. Það vitum við. fssssB.sr*'**" tubutn a 1987, k\.8-55 j , 1 i fV,- oC 'í '-;t- _ nflur. I ,r 9uu,, - ,0<u ernDOivvw-- ubum a si< ' , gg7 Kl. S.55 \0 desember W ■ 8ur ;,-U. 'úgrugi^ sækl í fe Björgvin Ólafsson og Lilja Jakobsdóttir komu við á blaðinu á dögunum með peninga sem þau höfðu safnað í hlutaveltu. Hlutaveltan var haldin til styrkt- ar Barnadeild F.8.A. og söfnuðust 4000 kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.