Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 15. desember 1987 wmm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SIMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PALL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jólabækur og bókajól íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og allt útlit er fyrir að við ætlum að rísa sæmi- lega undir því sæmdarheiti enn um sinn. Svo- nefnt jólabókaflóð hefur verið árviss fylgifisk- ur jólanna um langt árabil og virðist ætla að verða það um ókomin ár þrátt fyrir hrakspár. Margir óttuðust það á sínum tíma að mynd- bandavæðing heimilanna myndi ganga að bókinni dauðri en sá ótti virðist ekki hafa ver- ið á rökum reistur. Enn aðrir höfðu spáð því að fjölmiðlabyltingin kæmi til með að hafa veruleg áhrif til hins verra á bóksöluna. Það er staðreynd að útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa aldrei verið fleiri en í ár og að blaða- og tímaritaútgáfa er í meiri blóma en oftast áður. Engu að síður virðist bókin ætla að standa allt þetta af sér og ef eitthvað er, hefur gróskan í bókaútgáfu aukist. í fyrra keyptu landsmenn um 700 þúsund bækur og bókaútgefendur gera ráð fyrir álíka mikilli sölu í ár. Þetta er ótrúleg tala og senni- lega enn eitt heimsmetið miðað við höfðatölu. Breiddin í útgáfunni er mikil. í þeim 400 titl- um sem nú koma út má finna ævisögur, sem löngum hafa verið bóka vinsælastar hér á landi, íslenskar skáldsögur, ljóð og leikrit, margs konar þjóðlegan fróðleik, myndlistar- bækur, þýddar skáldsögur og sérhæfðar fræðibækur af ýmsum toga, svo eitthvað sé nefnt. Börnin fá einnig sinn skammt af skáld- sögum, ævintýrum og teiknimyndasögum. Það sem helst má finna þessari útgáfu til foráttu er að henni skuli allri stefnt á einn mánuð. Ef grannt er skoðað er reyndar ekki nema um örfáa daga að ræða, því flestir kaupa jólagjafirnar síðustu dagana fyrir stór- hátíðina. Fullyrða má að margar athygliverð- ar bækur fari fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi meðan aðrar ómerkari skipi óverðugan sess með tilstyrk öflugrar auglýs- ingatækni. Meiri og jafnari dreifing bókaút- gáfunnar kæmi vafalaust öllum til góða, en einhverra hluta vegna hefur þróunin orðið sú sem raun ber vitni. Þrátt fyrir það að bækur séu nú mun dýrari en hljómplötur, er bókaverð enn viðráðanlegt fyrir hinn almenna lesanda. Á meðan svo er geta bókaútgefendur haldið gleði sinni, þótt þeir neyðist til að aðlaga sig breyttum greiðsluháttum í þjóðfélaginu eins og aðrir. Og bókaunnendur hrósa happi og hlakka til jólanna. BB. Jólavertíðin er nú hafin hjá þingmönnunum af fullum krafti. Ríkisstjórnin lagði fram mörg stórmál í síðustu viku m.a. fiskveiðifrumvarpið, staðgreiðslukerfi skatta, og tolla- og söluskattsbreytingar. Ekki var stjórnarandstaðan ánægð með þessi vinnubrögð og mótmælti harðlega alla vik- una. Mikill taugatitringur var í þingsölum á fimmtudaginn, eins og Dagur skýrði frá í blað- inu á föstudaginn. Þann dag hófu Borgararflokks- menn umræður um þingsköp og mótmæltu seinagangi ríkisstjórn- arinnar í þingmálum. Albert Guðmundsson formaður flokks- ins hótaði að lesa upp úr íslend- ingasögunum til að tefja fyrir Ráðgert er að Ijúka þingstörfum 18. desember en ólíklegt er að það takist. Mynd: AP Alþingi: Stónnál til umræðu fjárlagafrumvarpinu. Morgun- fundur þingsins fór að mestu í þessar umræður og sýndist sitt hverjum um þær. Ekki tók betra við eftir hádegi. Vart var fundar- hæft í efri deild þar sem þing- menn stjórnarandstöðunnar mættu ekki til fundar. Albert Guðmundsson stóð þar utan gátta og sá til þess að þingmenn Borgararflokksins í efri deild, þeir Óli Þ. Guðbjartsson, Guð- mundur Ágústsson og Júlíus Sólnes gengju ekki til fundar. Fiskveiðifrumvarpið En ef við förum yfir vikuna í réttri tímaröð þá var fiskveiði- frumvarp ríkisstjórnarinnar til umræðu á mánudaginn. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra mælti fyrir frumvarpinu í efri deild með langri og ýtarlegri ræðu. Eins og við mátti búast gerði stjórnarandstaðan harða hríð að frumvarpinu og talaði Skúli Alexandersson (Abl.) í tæpa tvo tíma um fiskveiðistefn- una. Einnig talaði Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.) og kvartaði hún undan tómleysi fjöl- miðla við málefni Kvennalistans. Sagði hún að líklegast væri erfið- ara að kiífa yfir Berlínarmúrinn en að koma málefnum kvenn- anna til skila í fjölmiðlum. í neðri deild urðu miklar umræður um færslu á leyfisveit- ingum til útflutnings sjávarafurða frá viðskiptaráðuneytinu til utan- ríkisráðuneytisins. Páll Pétursson (F) mælti fyrir frumvarpinu fyrir hönd meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar en meirihlutinn lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Nefndin þrífklofnaði og skiluðu Matthías Bjarnason (S) og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) báðir séráliti. Báðir voru þó sammála að vera á móti frum- varpinu. Allur fundartími neðri deildar fór í þetta mál og að lok- um var samþykkt að vísa málinu til þriðju umræðu. Rúmur tugur þingmanna ræddi um fiskveiðifrumvarpið Á miðvikudaginn var umræðu haldið áfram um fiskveiðifrum- varpið. Tók þar til máls rúmur tugur þingmanna og var hart deilt á báða bóga. Guðmundur H. Garðarsson (S) tók fyrstur til máls. Ræddi hann lengi um frum- varpið og fann á því ýmsa ann- marka. Sérstaklega var hann móti því að gildistíminn væri 4 ár. Vildi hann stytta tímann í 2 ár. Næstur tók til máls Þorvaldur Garðar Kristjánsson og var hann harðorður í garð margra liða frumvarpsins. Sérstaklega gagn- rýndi hann möguleika á sölu á kvóta og kallaði það „verslun sem ekki þekkist meðal sið- menntaðra þjóða.“ Mjög margir aðrir tóku til máls en að lokum fór Halldór Ás- grímsson aftur í ræðustól og svar- aði mörgu af því sem hann kall- aði „rangtúlkanir" á efnisliðum frumvarpsins. í viðtali við Tím- ann á miðvikudaginn sagðist sjávarútvegsráðherra ekki vita hvort málið færi óbreytt í gegn- um þingið. í efri deild var einnig tekið fyr- ir stjórnarfrumvarpið um útflutn- ingsleyfi og um breytingu á lög- um um Útflutningsráð íslands. Það var Halldór Ásgrímsson, sem gegndi störfum utanríkisráð- herra í fjarveru Steingríms Her- mannssonar, sem mælti með frumvarpinu. Snarpar umræður urðu um málið í deildinni, en Halldór kvað frumvarpið vera eðlilegt framhald hinnar breyttu skipan ráðuneyta í ríkisstjórn- inni. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra mælti á fundi neðri deildar með stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um brunavarnir og brunamál. Frum- varpið gerir ráð fyrir fyrir að 0,4 prómill af vátryggingarfjárhæð- uni fasteigna og lausafjár, svo og samsettra trygginga, sem hafa að geyma brunatryggingu eða 24 milljónir renni til Brunamála- stofnunar. Góður rómur var gerður að málflutningi ráðherra og lýstu Stefán Valgeirson (S.j.f.), Ellert Eiríksson (S) og Steingrímur J. Sigfússon (Ábl.) yfir stuðningi við frumvarpið. Því var síðan vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefndar. Við höfum þegar rætt gang mála á fimmtudaginn að nokkru leyti. Kvöldfundir voru boðaðir og stóðu þeir yfir til klukkan tvö um nóttina. Á föstudeginum voru nefndafundir og eftir hádegi var öllum þingmönnum boðið til Bessastaða á fund frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Húsnæðismálafrumvarpið samþykkt í neðri deild Á laugardeginum kom hús- næðismálafrumvarpið til umræðu og urðu þar snörp orðaskipti um frumvarpið. Jóhann Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra lýsti yfir stuðningi við breytingartil- lögur meirihluta félagsmála- nefndar, en þær voru lagðar fram á fimmtudaginn. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild um 10 leytið um kvöldið og fer nú til efri deildar. Borgararflokkurinn hafði lagt fram tvó frumvörp um stórfelldar breytingar á húsnæðismálalög- gjöfinni en dró þau nú til baka. Hins vegar hefur hann boðað að hann muni endurflytja þau í efri deild. Breytingartillögur frá Kristínu Einarsdóttur Kvenna- lista og Steingrími J. Sigfússyni Alþýðubandalagi voru felldar og einnig tillaga frá Stefáni Valgeirs- syni. Á laugardaginn voru síðan fyrstu lögin frá þessu Alþingi samþykkt. Það voru lög um að auka hlut íslands í Norræna fjár- festingabankanum. Samkvæmt þeim er ríkisstjórninni heimilt að auka hlut íslands um 360 miljónir og leggja fram 7,5% þeirrar upp- hæðar. Borgaraflokkurinn með málþóf Þótt allir stjórnarandstöðu- flokkarnir séu óánægðir með vinnubrögð stjórnarflokkanna, þá eru þeir ekki sammála í aðgerðum sínum. Borgaraflokk- urinn telur sig geta fellt ríkis- stjórnina með málþófi og Stefán Valgeirsson styður þá viðleitni. Kvennalistinn og Alþýðubanda- lagið vilja ekki standa í þannig aðgerðum og hrista höfuðið yfir vonum Borgaraflokksins að geta fellt ríkisstjórnina. Stjórnarsinn- ar hafa viðurkennt að mörg þess- ara mála komi allt of seint fram, en kenna því um hve málin eru flókin. í ráði er að ljúka þingstörfum þann 18. desember en miðað við þau mál sem á eftir að ræða um er ólíklegt að það takist. Þing- forsetar leggja þó mikla áherslu á að það takist og voru umræður á Alþingi á laugardagskvöldið. Er það í fyrsta skipti sem umræður eiga sér stað á Alþingi í laugar- dagskvöldi. Hvað sem öðru líður þá er ljóst að mikið annríki verð- ur þessa vikuna á Alþingi og jafn- vel hafa heyrst raddir um að þingið þurfi að starfa milli jóla og nýárs. Það væri einsdænii í sögu Alþingis en það skýrist nánar seinni part þessarar viku. Oddur Ólafsson ritsjórnarfull- trúi á Tímanum ræddi um starf- semi þingsins í pistli í blaði sínu á miðvikudaginn og taldi tíma til kominn að Alþingi endurskoðaði tímaáætlun sína. Núverandi tfmi væri miðaður við gamla bænda- þjóðfélagið og tími væri til kom- inn að lengja þingtímann til að koma í veg fyrir tímahrak fyrir jólafrí og á vorin. Þetta eru mjög athyglisverðar tillögur og ættu að skoðast alvarlega. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.