Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 5
15. desember 1987 - DAGUR - 5 Farsímaþjónustan: Langmest notkun um borð í skipum Frá því að sjálfvirk farsíma- þjónusta hófst hjá Pósti og síma í júlí 1986, hefur notend- um farsímaþjónustunnar fjölg- að úr um 2100 í rúmlega 4800, eða um 130%. Stækkun kerfis- ins hefur ekki náð að fylgja þessari miklu fjölgun eftir. Rásum farsímakerfisins hefur að vísu fjölgað um því sem næst 100% en þær eru nú orðnar 185. Gert er ráð fyrir um 30 rásum til viðbótar í lok ársins. Minnst fjölgun hefur orðið í radíó- móðurstöðvum en 6 nýjar hafa bæst við á þessu ári. Móðurstöðv- ar kerfisins eru nú 35 talsins og er vonast til að þær verði 40 í árslok. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fjölga rásum um rúmlega 100 og einnig að taka í notkun margar nýjar móðurstöðvar, fáist nauð- synlegar fjárfestingarheimildir til verksins. Notkun farsíma á íslandi er mjög mikil. Farsímanotendur hringja að meðaltali 3 símtöl á dag og er meðallengd þeirra um 3 mínútur. Fetta er mikil notkun ef miðað er við nágranna- HÚSAVÍK’JS- FJALL iÁTUNGI 0121 . BJ0R6/I fcGRAMEl ÍELLISJ JAR- IFJALL GAGN FARSIMAÞJONUSTA NMT-450 MÓOURSTÖOVAR OG RÁSAFJÖLDI IJARBUNGA iARNES G STVK igJldruholti —. ------------A NiESTUNNI lönd okkar og ekki síst er hin mikla þörf fyrir þetta kerfi athyglisverð ef hafður er í huga hinn mikli fjöldi tengdra númera í hinu almenna kerfi, en þau eru 47 á hverja 100 íbúa. Ársfjórðungs- og mínútugjöld fyrir farsíma eru lægri hér á landi en annars staðar á Norðurlönd- um en hins vegar er stofngjald nokkru hærra. Könnun sem gerð var síðastlið- ið sumar á notkun farsímakerfis- ins leiddi í ljós að 20% farsíma- tækja væru um borð í bátum og skipum en að um 60% af heildar- upphæð reikninga fyrir farsíma- þjónustu væri fyrir notkun þess- ara tækja og annarra tækja tengdum úrgerð. Algengt er orðið að í stærri skipum séu tveir far- símar og í smæstu bátum eru farsímar orðnir algengir. Þessi mikla notkun farsíma í skipum hefur leitt til þess að samtölum í gegnum strandstöðvar hefur fækkað um nær 50% en hins veg- ar hefur samtölum í báðum kerfunum samanlagt fjölgað nær fimmfalt. ET flerrasloppa* og náttíöt. Tonirfluöft Vorum ao \*** upp bindi. bindisnæliw 0g ermaVmappa. íSú verða a\Urkar\meimmeðbmdi 0g nælu um jóbn. - Tfekan í dag. iski.sk jaktafot loða&uototverö. pýsku hettahuxumai, ný sendine Ótrúlcftt únaH «nm u\\ og galla (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.