Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 9
'IS?tíese!mber'1987 - ÐAGUR - 9 Mynd: JÓH Álfhciður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Kaupfélag Eyfírðinga: Sálfræðistöðin kannar viðhorf starfsinanna tfl ÍVrirtækisins - Alfheiður Steinþórsdóttir og Guðfínna Eydal teknar tali Kaupfélag Eyfirðinga hefur bryddað upp á þeim nýmælum að láta kanna hug starfsfólks til fyrirtækisins og afstöðu til fræöslustarfsemi. Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal hjá Sálfræðistöðinni í Reykjavík voru fengnar til að sjá um þetta verkefni og þar sem okkur lék forvitni á að fræðast nánar um könnunina fengum við þær í stutt spjall. - Segið mér aðeins frá þess- ari könnun, er hér um nýjung að ræða? „Já, venjulega eru pöntuð námskeið sem eru hönnuð fyrir- fram fyrir einhvern starfshóp en við förum öfuga leið. Við byrjum á að kanna þarfir starfsfólks og vilja í sambandi við fræðslu og út frá því verður skipulagt fræðslu- starf sem byggir á þessum þörfum. Þetta er alveg nýtt og gerir starfsfólki kleift að hafa bein áhrif á fræðsluna og þeir sem hafa hana með höndum vita að hverju þeir eiga að ganga. Þetta hefur aldrei verið gert og í rauninni mjög gott hjá KEA að taka upp á þessu nýmæli, ganga út frá þessum grunni. Upphafið að þessari könnun má rekja til þess er Áskell Þórisson var starfs- mannastjóri, en hann átti frum- kvæðið að þessu fyrir um einu og hálfu ári. Síðan þegar Guðbjörn Gíslason tók við voru fleiri þættir teknir inn í. Þetta eru annars vegar spurningar um líðan starfs- fólks og þarfir á vinnustað og afstöðu til fræðslu en hins vegar spurningar er varða fyrirtækið sem slíkt.“ - Varla hafa allir starfsmenn KEA tekið þátt í könnuninni? „Nei, þetta er starfsfólkið í Hrísalundi og Vöruhúsinu sem fékk spurningalista og þátttakan var mjög góð. Fólk svaraði mjög hreinskilnislega, enda er fyllstu nafnleyndar gætt. En þetta var bara fyrsti liðurinn í þessu verk- efni, úrvinnslan er eftir.“ - Hvernig fer hún fram? „Niðurstöðurnar eru tölvuunnar og þar sem þátttakan var mjög góð kemur þetta til með að gefa mjög gott yfirlit yfir afstöðu þessa hópsins. Síðan ætlum við að greina niðurstöðurnar, fara ofan í saumana á þeim og funda síðan með fólkinu aftur. Það geta vaknað ýmsar spurningar, bæði í sambandi við fræðslu og eins geta komið fram ýmsir punktar fyrir KEA, innanfrá, sem geta nýst fyrirtækinu öðruvísi en bara til fræðslu.“ - Þið segið að hér sé um nýj- ung að ræða en hafið þið unnið að hliðstæðum verkefnum? „Já, við höfum unnið ansi lengi á þessu sviði, í sambandi við starfsmenntun og endurskipu- lagningu hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hér fyrir norðan er til dæmis verið að hanna nám- skeið fyrir fataiðnaðinn í sam- bandi við endurmenntun starfs- manna og einnig fyrir sjávar- útveginn þar sem starfsfólk frysti- húsa fer í gegnum ákveðið prógramm. Þá eru til verkstjóra- námskeið og margt fleira. Þetta er allt í gangi, en það er að verða meira um það að fyrirtæki hafi sjálf samband við sérfræðinga á þessum sviðum og biðja þá um að koma á staðina, hitta starfsfólk- ið, skoða fyrirtækið og aðlaga síðan námskeiðin að viðkomandi stað. En það sem okkur finnst nýtt í þessu er að gera formlega athugun þar sem nafnlaust fólk segir sína skoðun. Það virðist heilmikið vera að gerast í þessum starfsmenntunar- málum og fyrir skömmu var hald- in ráðstefna í Reykjavík um starfsmenntun í atvinnulífinu á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þar var gífurlega mikil þátttaka hjá helstu aðilum sem tengjast atvinnulífinu. Þar var einmitt verið að ræða um hvernig starfs- menntun færi fram og hver væri framtíðarþróun í þessum málum og þar kom fram mikil jákvæðni í sambandi við þessa hluti, að fara inn í fyrirtækin sjálf og að fram- tíðarþróunin myndi taka mið að því að byggja þannig upp starfs- menntun og -fræðslu." - En var fólk virkilega ekkert smeykt við að taka þátt í könnun- inni? „Nei, hver einn fær ómerkt blöð til að fylla út og við förum síðan með þau suður til að vinna úr svörunum. Fólk getur alveg sagt sína meiningu og þarna er einmitt tækifærið til að koma út með það sem því finnst, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það er þannig með fólk á íslandi að það er mjög heiðarlegt í svörum þegar það tekur þátt í könnunum. Við höfum oft verið með hæfileikamat í sambandi við störf, fyrir stofnanir og fyrirtæki. Einnig er fólkið sjálft oft að velta því fyrir sér hvort það passi í hitt eða þetta starf. Við erum próf sem norskur aðili, frá ráðgjafar- fyrirtæki í Noregi, hannaði og við þýddum það og staðfærðum. Þegar íslendingar hafa verið bornir saman við Norðmenn og aðrar þjóðir hefur komið í ljós að þeir eru dálítið sér á báti. íslend- ingar draga ekkert úr sínum göllum, segja frá sínum sterku og veiku hliðum, jafnvel þótt þeir séu að sækja um ábyrgðarstörf. í þessu prófi er innbyggður skali þar sem maður getur séð hvort fólk sé heiðarlegt í sínum svörum og íslendingar koma stálheiðar- legir út og sá norski á bara ekki orð yfir þessu." - Hvenær má búast við að niðurstöðurnar komi til fram- kvæmda hjá KEA? „Við ætlum að ganga í úrvinnsluna á þessu og sendum niðurstöðurnar til fyrirtækisins og ræðum líka við stjórn og starfsmenn. Stjórnin verður síð- an að ákveða framhaldið að fengnum niðurstöðum. Það er mikill áhugi á starfsmenntun hér og mörg fyrirtæki að velta því fyrir sér hvernig þau eigi að standa að henni.“ - Þannig að þessi könnun get- ur haft stefnumótun á þessu sviði. „Já, alveg örugglega og ekki síst það að fá fólk til sín. Það er alþekkt að fyrirtæki sendi nokkra starfsmenn suður til að sækja sér fræðslu en það er sniðugra til að tryggja innviði fyrirtækisins að hafa slíka fræðslu innan þess, þar sem fleiri geta tekið þátt í henni og hægt er að aðlaga hana við- komandi fyrirtæki. Þetta er trú- lega bæði áhrifaríkara og ódýrara en að vera að senda einn og einn suður í einu. Samkeppnin eykst sífellt og fólk er að verða meira meðvitað um það að þjónustan skiptir miklu máli og það er farið að reyna miklu meira á hinn mann- lega þátt. í öllum þjónustustörf- um skiptir hinn mannlegi þáttur gífurlegu máli. Það er hann sem þarf að rækta og það er hann sem gerir það að verkum að eitt fyrir- tæki er samkeppnishæft við önnur.“ Þar með sláum við botn í þetta spjall, þökkum Álfheiði og Guð- finnu fyrir spjallið og bíðum spennt eftir niðurstöðunum. SS Meiraprófsnámskeið veröur haldiö á Akureyri ef næg þátttaka fæst, og hefst þá í janúarmánuöi næstkomandi. Umsóknir berist fyrir 30. þ.m. Bifreiðaeftirlitið, Akureyri. Viðskiptamenn Sparisjóðs Arnarneshrepps athugið! Frá og með 14. desember 1987 er afgreiðsla sjóðsins flutt til Akureyrar og verður framveg- is í Sparisjóði Akureyrar, Brekkugötu 1. Sparisjóður Arnarneshrepps. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI A vorönn 1988 bætast við eftirfarandi bekkir á tæknisviði. 2. bekkur rafvirkja (2.R) 3. bekkur vélvirkja (3.K) Þeir nemendur sem enn hafa ekki sótt um skólavist eru beðnir að gera það fyrir 16. desember n.k. á skrifstofu skólans. Skólameistari. Félög Einstaklingar Gerið góð kaup, festið ykkur sumarhús fyrir áramót Afhendingartími eftir samkomulagi. Um þrjár geröir aö velja á ýmsum byggingastigum. Sýningarhús á staðnum. .TRÉSMIÐJAN MOGIL SF.yn SVALBARÐSSTROND 601 AKUREYRI Wtm S 96-21570 NNR : 6588-1764 Auglýsing um námskeið og próf vegna löggildinga fasteigna- og skipasaia. Prófnefnd löggiltra fasteignasala vill hér meö vekja athygli á auglýsingu frá 1. þ.m. um námskeið og próf fyrir þá sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna- og skipasalar samkvæmt lögum um fasteigna- og skipasölu nr 34/1986, sbr. lög nr. 10/1987 og reglu- gerö nr. 519 24. nóvember 1987. Þeir, sem hyggjast taka þátt í námskeiðinu og/eöa gangast undir próf skulu fyrir 21. desember nk. bréf- lega tilkynna þátttöku sína til ritara prófnefndar, Viðars Más Matthiassonar, héraðsdómslögmanns, Borgartúni 24, Reykjavík. Innritunargjald, kr. 5.000 skal senda meö tilkynningunni en gjaldið er endur- kræft, ef af námskeiðinu veröur ekki eöa ef tilkynn- andi fellur frá þátttöku áöur en 1. hluti námskeiðsins hefst. Sérprentun regiugerðar nr. 519/1987 og kennsluáætlun fást í dómsmálaráðuneytinu, Arnar- hvoli, Reykjavík. Reykjavík, 11. desember 1987. Prófnefnd löggiltra fasteignasala Þorgeir Örlygsson, Viðar Már Matthíasson, Tryggvi Gunnarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.