Dagur - 16.12.1987, Page 6

Dagur - 16.12.1987, Page 6
6 - DAGUR - 16. desember 1987 Þrautgóðir á raunastund Út er komið hjá Erni og Örlygi 18. bindi bókaflokksins Þraut- góðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin er helguð minningu Þórðar Jónssonar á Látrum og öllum þeim sem tóku þátt í björgunarafrekinu við Látrabjarg í desember 1947, en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá þeim atburði. í hinni nýju bók er fjallað um atburði áranna 1969, 1970 og 1971, en áður hafa atburðir frá aldamótum og fram til ársins 1969 verið raktir auk þess sem ein bókin í flokknum, er Loftur heitinn Guðmundsson ritaði, fjaliaði um brautryðjendur slysa- varnastarfsins á íslandi. Höfundur hinnar nýju bókar segir í formála að er síðasta bók kom út árið 1985 hafi það verið ætlun hans að láta þar staðar numið enda hafi hann talið að bókaflokkurinn væri þá þegar orðinn mun viðameiri en upphaf- lega var ætlað og einnig kominn full nærri samtímanum til þess að fjalla í bók um svo viðkvæma atburði sem slys jafnan eru. Fjöl- margir hafi hins vegar sett sig í samband við hann og hvatt hann til þess að sagan yrði rakin eitt- hvað áfram. Vitnað hafi verið til þess sem skrifað hafi verið í for- mála fyrri bók að ætlunin væri með bókaflokknum að geyma á einum stað þá hrikalegu atburði sem þessi hluti sögu okkar íslendinga hefur að geyma og halda til haga frækilegum afrek- um þeirra manna sem unnið hafa að björgunarmálum hérlendis bæði með beinni þátttöku í þeim og eins óbeint svo og að geyma nöfn þeirra er urðu að lúta í lægra haldi í baráttunni við óblíð- ar höfuðskepnurnar. Því varð úr segir höfundur, að lagt var út að nýju. Sturla frá Stekkjarflötum Þetta er sagan af Sturlu, ungum bóndasyni, sem er vart kominn af barnsaldri, er hann missir föður sinn, verður sjálfur að fara að sækja sjóinn til að vinna fyrir heimili móður sinnar og verður um leið að svæfa ágenga drauma um menntun og störf á listabraut- um. En öll él birtir upp um síðir. I sögulok er hann víðfrægur og viðurkenndur listamaður. Þetta er sagan af Matthildi, móður Sturlu, sem ekki á sjö dagana sæla við búskaparhokur í sveitinni eftir að bóndinn er horf- inn úr lifenda tölu. Það er henni ekki létt að senda soninn á sjóinn. Sjálf flytur hún svo í þorpið á sjávarbakkanum til að fjölskyldan geti haldið hópinn. Og það koma betri tímar. Þetta er sagan af Ögmundi, i útgerðarmanninum, sem býr yfir meira göfuglyndi en flestum er gefið og reynist öllum vel. En einnig hann verður margt mótlæti að þola. En hann lætur ekki bug- ast og hlýtur að uppskera, eins og hanr. hefur sáð til og öðlast því hamingjuna á nýjan leik. Þetta er sagan af Sólrúnu, stúlkunni fögru, sem hreif hugi piltanna og allir vildu eignast. En gott innræti og ytri fegurð nægir ekki alltaf til að höndla hamingj- una, en góðir vinir geta komið til hjálpar, þegar verst stendur, og þá birtir upp. Höfundur er Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði en útgef- andi er Skjaldborg. k ~w~ yxiv ALllINIK HAFA ý.ebn V Aldnir hafa orðið - Erlingur Davíðsson skráði Bókaflokkurinn Aldnir hafa orð- ið varðveitir hinar merkilegustu frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhæftina, siðvenjur og bregður upp mýndum af þjóð- lífinu, örum breytingum og stór- stígum framförum, þótt ekki sé um samfelldar myndir að ræða. Fólk það, sem segir frá í þess- ari bók og fyrri bókum í þessum bókarflokki, er úr ólíkum jarð- vegi sprottið og starfsvettvangur þess fjölbreyttur. Þeir sem segja frá í þessari bók eru: Gerður Magnúsdóttir, Hall- dór Sigurðssón, Kjartan Ragnars, Kristinn Jónasson, Sig- ríður Helgadóttir, Stefán Val- geirsson og Þorsteinn Steingríms- son. Bókáflokkurinn aldnir hafa orðið hefur hlotið frábærar við- tökur um allt land. Útgefandi er Skjaldborg. Tinna Gunnlaugsdóttir og Árni Tryggvason í Atómstöðinni sem verður á dagskrá Sjónvarps 2. dag jóla. Jóladagskrá Sjónvarpsins: efni af ýmsu tagi íslenskt Að vanda ber mikið á íslensku efni í Sjónvarpinu í kringum jólin. íslensk leikrit, tónlist, kvikmyndir, fræðsluefni og skemmtiþættir. Við skulum líta á það helsta sem Sjónvarp- ið býður upp á af innlendri dagskrárgerð yfir jólahátíðina og byrjum á Þorláksntessu. Þá verður tónlistin í hávegum höfð. Sýnt verður frá söng- skemmtun sem haldin var í íslensku óperunni er kór Vestur- íslendinga skemmti og einnig verður sýnd upptaka af tónleik- um með hljómsveitinni Brimkló á Hótel Borg sl. sumar. Á aðfangadag verður sýnd íslenska fjölskyldumyndin Veiði- ferðin, eftir Andrés Indriðason. Aftansöngur jóla verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík, Helgi Skúlason les íslensk jóla- ljóð og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ásamt kór Öldutúnsskóla í dagskrárlok. Á jóladag verður m.a. sýnd mynd um leyndardóma Vatna- jökuls, Jólastundin okkar verður á dagskrá svo og kvikmyndin Punktur, punktur, komma, strik sem gerð er eftir sögu Péturs Gunnarssonar. Þá verður sýndur þáttur er nefnist Ljós í lofti glæðast, í umsjón Sigrúnar Stef- ánsdóttur. Á öðrum degi jóla má nefna sjónvarpsmynd frá 1976, Saga úr stríðinu heitir hún og er eftir Stefán Júlíusson. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. Þá verður Atómstöðin á dagskrá, kvikmynd gerð eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjóri er Þorsteinn Jónsson. Mánudaginn 28. desember verða tvær myndir á dagskrá. Annars vegar Tilbury, ný mynd sem Sjónvarpið hefur gert eftir samnefndri smásögu Þórarins Eldjárn. Hins vegar Ást og stríð, mynd gerð af Önnu Björns- dóttur um íslenskar konur sem giftust bandarískum hermönnum í stríðinu. Á þriðjudaginn 29. verður Geysisslysið á dagskrá. Þátturinn er byggður á kvikmynd Eðvarðs Sigurgeirssonar um Geysisslysið á Vatnajökli árið 1950. Á gamlársdag má nefna íþrótta- og fréttaannála, Stuð- menn í Kína, mynd frá tónleika- ferð Stuðmanna til Kína 1986, Áramótaskaup í umsjón Sveins Einarssonar og á nýársdag verður m.a. óperan AIDA á dagskrá, upptaka Sjónvarpsins í íslensku óperunni. SS Reglur um vamir gegn loftmengun við málmsuðu Nýjar reglur um varnir gegn loftmengun við málmsuðu ganga í gildi 1. janúar nk. Þar eru ákvæði um hvernig verjast skuli mengun við málmsuðu. Hér verður greint frá fáeinum efnisatriðum í þessum nýju reglum. I reglunum er málmsuða skil- greind sem hvers kyns rafsuða, rafskurður, logsuða, logskurður, plasmasuða, plasmaskurður eða lóðning. Atvinnurekanda er lögð sú skylda á herðar að veita starfs- mönnum upplýsingar um hættu á heilsutjóni sem er samfara vinnu við málmsuðu og um rétta notk- un á tiheyrandi búnaði sem hann leggur til. Hann skal og sjá um að afla nauðsynlegra upplýsinga um þann rafsuðuvír, sem notaður er. (Sérstök ákvæði eru um flokkun hans miðað við loftræstiþörf.) Það verður einnig hlutverk atvinnurekanda að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um loftræstingu í reglunum. Þær eru allítarlegar og miðast við að fjar- lægja loftmengun frá málmsuðu áður en hún nær vitum starfs- manna. Meginreglan er sú að setja ska! upp staðbundið afsog ásamt almennri loftræstingu þeg- ar unnið er við málmsuðu innan- dyra. Starfsmönnum er gert að skyldu að fara eftir leiðbeining- um um rétta notkun á tilheyrandi suðubúnaði og nota nauðsynleg- an öryggisbúnað. Það hlýtur einnig að hvíla á þeim og verk- stjóra að „...velja suðuaðferð, hreinsiefni o.s.frv., sem valda sem minnstri loftmengun við suðuvinnuna." Á báðum þessum aðilum hvílir sú skylda að notað- ar séu viðeigandi öndunargrímur þar sem ekki er hægt að verja starfsmenn á tryggan hátt gegn loftmengun. Atvinnurekandi læt- ur þær í té. Framléiðendur oe/eöa innflytj- endur skulu flokka og meikj.t rafsuðuvír samkvæmt þein-i skil- greiningu sem sett er íram í regl- unum. Aðilar, sem þessar nýju reglur varða, skulu hvattir til að kynna sér þær sem best. Að lokum skal þess getið að Vinnueftirlitið hef- ur til dreifingar bráðabirgðaút- gáfu af leiðbeiningabæklingi um öryggi við málmsuðu og hefur til útlána danskt myndband um öryggi við rafsuðu. *

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.