Dagur - 16.12.1987, Side 9
orimry ff-rtl', t _ O) O
16. desember 1987 - DAGUR - 9
: Ö s: ' >0?
RÆKTAÐU
GÁRÐINN
p\m i
Ræktaðu
garðinn þinn
Komin er út hjá Iðunni ný og
endurskoðuð útgáfa bókarinnar
Ræktaðu garðinn þinn eftir
Hákon Bjarnason. Er þetta
þriðja útgáfa bókarinnar og hefur
hér m.a. verið bætt við sérstök-
um kafla um trjárækt við sumar-
bústaði.
í kynningu útgefanda segir:
„Bók þessi fjallar um trjárækt í
görðum í skýru og stuttu máli.
Sagt er frá gerð og lífi trjánna,
næringarþörf þeirra, uppeldi
trjáplantna, gróðursetningu,
hirðingu og grisjun. Lýst er um
70 tegundum lauftrjáa, runna og
barrviðn.
Höfundur bókarinnar, Hákon
Bjarnason, hefur um tugi ára ver-
ið forystumaður í þessum efnum
hér á landi. Sakir langrar reynslu
og þekkingar er hann öðrum fær-
ari til að veita leiðbeiningar um
ræktun trjáa, sem að gagni
koma.“
Allar plöntuteikningar í bók-
inni eru nýjar, gerðar af Eggerti
Péturssyni.
Spaugsami
spörfuglinn
Pröstur Sigtryggsson skipherra
hefur starfað hjá Landhelgisgæsl-
unni í hart nær 40 ár og sem
sjómaður nokkuð lengur. Nú eru
endurminningar hans komnar út
hjá Erni og Örlygi, skráðar af
Sigurdór Sigurdórssyni blaða-
manni.
Þröstur hefur frá mörgu að
segja, allt frá grátbroslegum
atvikum í landlegum til grafalvar-
legra atburða þegar átökin voru
sem hörðust um landhelgina.
Þröstur er virtur skipherra og
tekur starf sitt alvarlega, en hann
er jafnframt húmoristi og sögu-
maður eins og þeir gerast bestir.
Hann er einn þeirra fáu manna
sem alltaf sjá spaugilegu hliðarn-
ar á tilverunni. Fyndni íslendinga
er oft á kostnað annarra en þeirra
sem sögurnar segja. Þröstur Sig-
tryggsson hefur þann sjaldgæfa
eiginleika íslensks húmorista að
geta einnig gert grín að sjálfum
sér.
G-bletturinn
- önnur útgáfa
Þá er hún komin út að nýju, bók-
in um G-blettinn, kyneðli og
kynmök.
I formála, sem Brynleifur H.
Steingrímsson læknir ritar, segir
m.a.:
„Þessi bók á að mínum dómi
erindi til allrakvennaog karla en
þó alveg sérstaklega til lækna,
hjúkrunarfræðinga, sálfræð-
inga, félagsfræðinga og annarra
ráðgjafa. Það er ekki vansalaust
fyrir þá sem stunda lækningar
eða ráðgjöf að þekkja ekki til
innihalds þessarar bókar. Von-
andi verður bókin til þess að
kynfræðslu verði komið á í
Háskóla íslands og öllum þeim
skólum, sem fást við fræðslu á
lífeðli mannsins. Lífeðlið er
ekki feimnismál og kyneðlið því
ekki heldur. Pað er erfitt að
skilja mannseðlið en ómögulegt
ef stórum hluta þess er sleppt,
kyneðlinu og kynhvötinni."
Utgefandi er Skjaldborg hf.,
Reykjavík.
Dagfinnur dýra-
læknir og
sjóræningjamir
Örn og Örlygur hafa hleypt af
stokkunum bókaflokki fyrir byrj-
endur í lestri, sem ber samheitið
Byrjendabækur. Fyrsta bókin er
endurútgáfa á hinni sívinsælu
bók Dagfinnur dýralæknir og
sjóræningjarnir sem kom út fyrir
tíu árum og var fyrir löngu upp-
seld og mikið eftir henni spurt.
Á bókarkápu segir m.a. um
Byrjendabækurnar: „Þessa bók
getum við lesið sjálf“ eru einkunn-
arorð Byrjendabókanna. Til
grundvallar liggur sá skilningur
að það sé börnunum mikilvægt
að hafa metnað og löngun til þess
að lesa sjálf.
Dagfinnur dýralæknir og sjó-
ræningjarnir er dæmigerð Byrj-
endabók. Þótt sagan sé af léttara
taginu er hún þess eðlis að fjöl-
skyldan hefur öll gaman af að
fylgjast með þegar Dagfinnur og
dýrin vinir hans leika á flokk sjó-
ræningja.
Furðuferð geim-
skipsins H-20
Hér er á ferðinni sérstök bók sem
er í senn bók og leikfang. Geim-
skipið H-20 fær skeyti frá xx yfir-
manni Geimstöðvar H 2000 um
að fara í hættuför þar sem ógur-
leg sprenging hefur orðið út í
geimnum. Fimm geimför hafa
þegar verið send en þau öll
horfið.
Áhöfnin á geimskipinu,
Kobbi, Bjössi og Kafteinn eru
snjallir geimfarar og eru því vald-
ir í þessa hættuför. Bókin er öll í
litum og geimskipið fylgir með
bókinni, þannig að áður en ferðin
hefst stillir lcsandinn geimskipinu
á skotpallinn og flýgur skipinu í
gegnum bókina um leið og hann
lendir í mörgum ævintýrum á
leiðinni með áhöfninni á Geim-
skipinu H-20. Þetta er spennandi
en þó saklaus bók sem er fyrir
hressa krakka sem gefa ímynd-
unaraflinu lausan tauminn og
lenda í óvenjulegum ævintýrum.
Útg. Skjaldborg hf., Reykja-
vík.
Jónas Hallgrímsson
og H.C. Andersen:
Legg og skel
Þann 16. nóvember sl. átti þjóð-
skáldið Jónas Hallgrímsson 180
ára afmæli. Af því tilefni hefur
bókaútgáfan Svart á hvítu gefið
út hið gulifallega ævintýri „Legg-
ur og skel“. Unnið er að því að
koma út heildarútgáfu á verkum
Jónasar Hallgrímssonar hjá Svart
á hvítu á næsta ári.
Þetta rómantíska ævintýri um
hverfular ástir leggjar og skeljar
skrifaði Jónas Hallgrímsson á
síðasta æviári sínu í Kaupmanna-
höfn eftir að hafa lesið „Kærest-
fo!kene“ eftir H.C. Andersen.
Jónas taldi sig vera að þýða sögu
Andersen en hlutur hans er þó
mun meiri, sagan nýtur frjórrar
umsköpunar hans og ekki síst
fágætrar stílsnilldar.
Það má því með sanni segja að
tvö mestu skáld Danmerkur og
íslands á 19. öld hafi lagt saman í
ævintýrið „Leggur og skeL' og
það eitt vinnur því sérstakan sess
í bókmenntasögunni.
Útlit bókarinnar og mynd-
skreytingu annaðist Gunnar J.
Straumíand.
Sönglög frá
ýmsum löndum
Ingveldur Hjaltested sópran-
söngkona og Jónína Gísladóttir
píanóleikari hafa sent frá sér tvö-
falda hljómplötu sem spannar
fjölbreytt sönglög frá ýmsum
tímum og löndum, og hafa sum
þeirra ekki verið gefin út áður á
íslenskri plötu. Alls eru 32 lög á
plötunum, og eru þetta allt nýjar
stafrænar hlóðritanir, gerðar í
Hlégarði í sumar, og var Halldór
Víkingsson upptökustjóri.
Af íslenskum lagahöfundum
má nefna Sigvalda Kaldalóns,
Sigfús Einarsson, Þórarinn
Guðmundsson og Inga T. Lárus-
son. Auk þess er á íslensku síð-
unni að finna nokkur þjóðlög.
Frá Norðurlöndum koma alkunn
lög eftir Grieg, Ture Rangstöm
og Sibelius. Þá er að finna þýsk
ljóð Schuberts, Brahms og Rich-
ards Strauss, sem og þekkt engil-
saxnesk lög, til að mynda Last
Rose of Summer, Goodbye og In
the Glooming, auk vinsælla aría
eftir Puccini, Dvorák og Mozart.
Dreifingu annast Bókaútgáfan
Örn og Örlygur.
Útganga um
augað læst
Nýlega sendi bókaforlagið Svart
á hvítu frá sér ljóðabókina „Út-
ganga um augað læst“ eftir ísak
Harðarson. Þetta er fimmta ljóða-
bók ísaks en sú fyrsta, „Priggja
orða nafn“, kom út árið 1982.
Aftan á bókarkápu segir m.a.:
„Útganga um augað læst mark-
ar nokkur þáttaskil í skáldskap
ísaks. Ljóðstíll hans er nú lýrísk-
ari og fágaðri en áður, án þess að
nokkuð glatist af þeim sprengi-
krafti sem ljóð ísaks eru ævinlega
gædd. Hér eru á ferðinni núti'ma-
ljóð í bestu nterkingu þess orðs -
af frumlegri hugsun og Ijóðræn-
um þrótti er ort um manninn og
samband hans við veröldina. í
krafti ljóðsins er af fullri alvöru
tekist á við hina sígildu spurningu
hvort ganga okkar sé til góðs - og
ekki af neinni hálfvelgju.“
í Reynishúsinu Furuvöllum 1, Akureyri eru eftirtaldir:
-<y-
STRAUMRAS'
ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR
Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988
ÞJÓNUSTA VIÐ SIGLINGA- OG FISKILEITARTÆKI
Furuvöllum 1 600 Akureyri Símar: 27222 & 985-27222
QANSSKOLI
Lærið að
Siml 22566 da||sa_
Söluumboð - SIEMENS
HF.
Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími 27788
Starfrækjum trésmiðju á
þjónustugrundvelli.
-trésmiðjan ojg
Verktakar í byggingariðnaði
Sími 96-24000 • Furuvöllum 1
Hafmar V\
rafverktakar.
Verkstæði Óseyri 6, sími 27416.
Skrifstofa Furuvullum 1, sími 27188.
Við í Reynishúsinu þökkum viðsldptin.
Gleðileg jól gott ogfarsœlt komandi ár.