Dagur - 16.12.1987, Side 19
,1fr,desemþer„,1987 - P4.GUB - ,1?
Kennarasamband íslands:
Starfskjaranefnd
hefur lokið störfum
í síðustu kjarasamningum
Kennarasambands Islands og
fjármálaráðuneytisins var í
sérstakri grein gert samkomu-
lag um endurskoðun á vinnu-
tilhögun og launakerfi kenn-
ara.
Starfskjaranefnd skipuð þrem-
ur fulltrúum KÍ, tveimur fulltrú-
um menntamálaráðuneytis og
einum fulltrúa fjármálaráðuneyt-
is var falið að taka vinnutilhögun
og launakerfi kennara tii gagn-
gerrar endurskoðunar.
Meðal þeirra atriða sem sér-
stök áhersla var lögð á að endur-
skoða eru: Endurmat á kennslu-
skyldu með tilliti til undirbúnings
og úrvinnslu verkefna, fjölda
nemenda í bekkjardeildum og
umsjón með námshópum. Einnig
átti nefndin að meta aukið upp-
eldishlutverk skóia vegna
breyttra þjóðfélagshátta og gera
tillögur í samræmi við það.
Starfskjaranefndin hefur nú
lokið störfum. Hún hefur sent frá
sér skýrslu um vinnutíma
kennara bæði hér á landi og á
hinum Norðurlöndunum, vinnu-
tímarannsóknir og einkenni
kennarastarfsins. Einnig hefur
nefndin orðið sammála um heild-
artillögur, sem lagðar verða til
grundvallar í viðræðum KÍ við
ríkisvaldið um nýjan kjarasamn-
ing.
í tillögunum leggur starfskjara-
nefnd m.a. áherslu á:
★ Hækkun launa frá því sem nú
er.
★ Bætta vinnuaðstöðu í skólum.
★ Málefni skóla í dreifbýli.
★ Starfsaldurshækkanir komi
fyrr en nú er og að fullum
starfsaldri verði náð eftir 10
ár.
★ Jöfnun vinnuálags kennara
með því að kennsluskylda
verði mismunandi.
★ Fjölgun námsorlofa.
Starfskjaranefnd telur að ef
stjórnvöld brygðust við sam-
kvæmt tillögum hennar skapaðist
grundvöllur til að bæta skólastarf
í landinu og möguleikar á
nýbreytni og sveigjanleika
ykjust. Ef kennarastarfið verður
metið að verðleikum má ætla að
það verði eftirsóknarverðara en
nú er.
A næstu dögum mun kjararáð
KÍ vinna að kröfugerð á grund-
velli tillagna nefndarinnar.
Samningaviðræður munu hefjast
strax upp úr áramótum. Náist
Vistheimilið Sólborg verður
með sölutjald í göngugötunni
19. og 20. desember nk. Einnig
verður sölutjaldið opið á Þor-
láksmessu. Opnunartími er frá
kl. 09.30 til kl. 18.00.
Á Sólborg hófst í september
starfsemi vinnustofu fyrir þá íbúa
sem ekki geta leitað vinnu á
verndaða vinnustaðnum Iðju-
lundi. Þó slík starfsemi hafi verið
stunduð á heimilinu áður (fyrir
ca. 6 árum) erum við nú að byrja
samningar hins vegar ekki verður
gildandi samningi sagt upp með
15 daga fyrirvara.
Kennarasamband íslands fagn-
ar þeim skilningi sem fram hefur
komið í starfskjaranefnd að auka
þurfi til muna fjármagn til skóla-
starfs, bæta kjör félagsmanna KÍ
og hækka föst laun þeirra.
alveg frá byrjun. Ýmislegt skortir
á að sú vinnuaðstaða sem nú er
fyrir hendi sé fullnægjandi, en fé
skortir til að framkvæma þá upp-
byggingu sem æskileg væri. Við
höfum því leitað þess ráðs að
efna til jólabasars og selja þar
ýmsan jólavarning sem íbúar og
starfsfólk hafa unnið í samein-
ingu. Markmiðið er að afla fjár til
verkfærakaupa í vinnustofurnar
en þar eru efst á óskalistanum
leirbrennsluofn, vefstóll og
skápar.
Sýnishorn af föndri.
Sólborg með sölutjald
í göngugötunni
Námskeið um fjármálastjórn á Bifröst
Námskeið um gerð milliuppgjöra fyrir stjórnendur fjármála í frystihúsum var nýlcga haldið í Samvinnuskólanum á
Bifröst. A myndinni sjást, frá vinstri: Einar Sveinn Ingólfsson viðskiptafræðingur KASK og Vésteinn Benediktsson
viðskiptafræðingur á Bifröst en þeir voru umsjónarmenn námskeiðsins, Magnús Guðjónsson Meitlinum í Þorláks-
höfn, Þórður Viðarsson Sæfangi í Grundarfirði, Þórarinn Pálmason Búlandstindi á Djúpavogi, Rannver Eðvarðs-
son Útvegsfélagi samvinnumanna, Hermann Larsen Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Kristján Guðmundsson Hrað-
frystihúsi Grundarfjarðar.
Siemens
heimilistæki
Eigum fyrirliggjandi
nokkrar þvottavélar
af gerðinni
Siwamat WV 276.
Verð kr:
36.643,00
staðgreitt.
Vestur-Þýsk
gæðavara
-k
Sjón er sögu
ríkari.
SÍR HF.
Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600Akureyri ■ Sími 27788
Lokað
Vegna jarðarfarar Hannesar Sigurðssonar
verður Mjólkursamlag KEA lokað eftir hádegi
miðvikudaginn 16. desember.
Mjólkursamlag KEA.
Úrval nytsamra jólagjafa
Indverskir dúkar, 5 stærðir með serviettum.
Kvilteraðir indverskir púðar.
Blúndur og silkipúðar.
Pottalappar, svuntur og diskamottur.
Bróderaðar diskamottur og glasabakkar.
sokkabuxur.
íemman f
Skipagötu 13, sími 23504. ^—
Afgreiðslustjóri
Flugleiðir óska eftir að ráða til starfa
afgreiðslustjóra vöruafgreiðslu félagsins á
Akureyrarflugvelli.
Starfið fellst í daglegri umsjón með móttöku og
afhendingu flugfraktar, svo og nauðsynlegu uppgjöri
þar að lútandi.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugleiða á
Akureyrarflugvelli.
FLUGLEIDIR fií
Verkstjóri
Óskum eftir verkstjóra til starfa sem fyrst.
Starfssvið: Yfirumsjón með vinnuvélum,
malarflutningum og efnisvinnslu hjá fyrir-
tækinu.
Framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
MÖL&SANDUR HP.
v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255