Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 7
.*3i‘febrúar‘1988 -íllAGUR -Í7
Verðlaunahafarnir stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarann áður en haldið var heim á leið: Efri röð f.v.: Magnús Aðal-
björnsson, Anton Haraldsson, Stefán Ragnarsson, Grettir Frímannsson, Frímann Frímannsson, Stefán Vilhjálms-
son, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson. Neðri röð f.v.: Gunnlaugur Guðmundsson, Anton Sigurbjörnsson, Jón Sig-
urbjörnsson, Asgrímur Sigurbjörnsson og Bogi Sigurbjörnsson. Mynd: RÞB
Briddsmót samvinnustarfsmanna:
Siglfirðingar komu,
sáu og sigruðu
Sl. laugardag gengust starfs-
mannafélag KEA og starfs-
mannafélag Sambandsins á
Akureyri fyrir stórmóti í
bridds í Félagsborg á Akur-
eyri. Samkvæmt reglum móts-
ins var nægilegt að annar spil-
ari í pari væri félagi í Lands-
sambandi íslenskra samvinnu-
starfsmanna og voru það því
íleiri en samvinnustarfsmenn
sem þarna mættu til leiks, en
alls tók 31 par þátt í mótinu,
víða af Norðurlandi.
Um var að ræða tvímennings-
mót, þar sem spilaðar voru tvær
umferðir eftir Mitchell fyrir-
komulagi og hófst fyrri umferðin
um kl. 10.00 árdegis. Reyndar
hafði verið áætlað að byrja hálf-
tíma fyrr, en af því gat ekki orðið
þar sem ákveðið var að bíða eftir
keppendum frá Siglufirði, sem
töfðust vegna slæmrar færðar. í
góðri bók stendur að þeir síðustu
komi fyrstir og þeir fyrstu síðastir
og sannaðist það eftirminnilega í
þessu móti, því Siglfirðingar
höfnuðu í tveimur af þremur
efstu sætunum þegar upp var
staðið í mótslok.
Lokastaða efstu para varð
þessi:
1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigur-
björnsson, Siglufirði: 808 stig
2. Stefán Ragnarsson - Anton Haralds-
son, Akureyri: 748 stig
3. Anton Sigurbjörnsson - Bogi Sigur-
björnsson, Siglufirði: 735 stig
4. Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur
Víðir Gunnlaugss, Akureyri: 719 stig
5. Grettir Frímannsson - Frímann Frí-
mannsson, Akureyri: 699 stig
6. Gunnlaugur Guðmundsson - Magnús
Aðalbjörnsson, Akureyri: 692 stig
7. -8. Soffía Guðmundsdóttir - Dísa Pét-
ursdóttir, Akureyri: 684 stig
7.-8. Kristján Guðjónsson - Pétur Guð-
jónsson, Akureyri: 684 stig
9. Hörður Steinbergsson - Örn Einars-
son, Akureyri: 666 stig
Keppnisstjóri var Albert Sig-
urðsson en tölvuútreikning, sem
lá fyrir jafnóðum, annaðist Mar-
grét Pórðardóttir.
Þeir Ásgrímur og Jón hlutu 20
þúsund krónur í verðlaun fyrir 1.
sætið og Stefán og Anton 14 þús-
und krónur fyrir 2. sætið. Það var
Kaupfélag Eyfirðinga sem gaf
þessi verðlaun. Þeir Anton og
Bogi fengu sinn dilkaskrokkinn
hvor frá Pökkunardeild KEA að
launum fyrir 3. sætið. Stefán og
Guðmundur Víðir í 4. sæti fengu
skó frá skóverksmiðju Sam-
bandsins að verðmæti um 4000
krónur hvor og Grettir og Frí-
mann fengu peysur frá Samband-
inu að verðmæti um 3500 krónur
hvor fyrir 5. sætið.
Það vakti nokkra kátínu að í
matarhléinu var dregið út númer
eins pars og hlaut parið sérstök
happdrættisverðlaun, án tillits til
árangurs. Það kom í hlut þeirra
Gunnlaugs Guðmundssonar og
Magnúsar Aðalbjörnssonar að
hreppa þessi verðlaun, sem voru
tveir veglegir ostabakkar frá
Mjólkursamlagi KEA. En þeir
félagar sýndu það og sönnuðu, að
þeir voru vel að verðlaununum
komnir, með því að hafna í 6.
sæti í mótslok og vinna þannig til
verðlaunanna á „heiðarlegan"
hátt!
Mót þetta, sem er hið fyrsta
sinnar tegundar, þótti takast
mjög vel og verður vonandi
árlegur viðburður í briddslífinu í
framtíðinni. Þeir sem áttu veg og
vanda af skipulagningunni voru:
Fyrir hönd starfsmannafélags
KEA, þeir Hermann Huijbens,
Stefán Vilhjálmsson, Gylfi Páls-
son og Árni Magnússon og fyrir
hönd starfsmannafélags Sam-
bandsins, Kristján Guðjónsson.
Siglufjarðarbræðurnir Jón og Ásgrímur Sigurbjörnssynir taka við sigurlaununum úr hendi Guðbjörns Gíslasonar
starfsmannastjóra KEA. Við hlið hans stendur Hermann Huijbens, einn af skipuleggjendum mótsins. Mynd: rþb •
Árshátíð
Félags harmonikuunnenda
verður haldin í Lóni við Hrísalund,
laugardaginn 6. febrúar og hefst
með borðhaldi kl. 19.00.
Fjölbreytt skemmtidagskrá.
Forsala aögöngumiöa á sama staö fimmtudaginn
4. febrúar frá kl. 17-19.
Upplýsingar í síma 21621.
Stjórnin.
<r£rj;rUBj i œrxs. ~
Auglýsing um
útborgun barnabóta
Barnabætur fyrsta ársfjórðungs nema alls um 547 milljón-
um króna. Ávísanir hafa verið sendar innheimtumönnum
ríkissjóðs og gjaldheimtum til dreifingar til rétthafa og eiga
að berast þeim á næstu dögum.
Athygli skal vakin á því, að ákvörðun barnabóta byggir á
upplýsingum þjóðskrár í janúarbyrjun um fjölskylduhagi og
aðsetur.
Þeim sem telja barnabætur ranglega ákvarðaðar skal bent
á að leita leiðréttingar á skattstofu viðkomandi umdæmis.
Þá eru rétthafar barnabóta sérstaklega minntir á mikilvægi
þess að upplýsingar þjóðskrár um aðsetur og fjölskyldu-
hagi séu réttar, til þess að greiðslur berist með eðlilegum
hætti.
28. janúar 1988.
Akureyringar —
Nágrannar
Vinsamlegast athugið
breyttan opnunartíma
á laugardögum.
Höfum opið
frákl. 10.00 til 16.00
laugardaga
Veríð velkomin.
HAGKAUP
Akureyri
Útsala
á öllum skóm
Kuldaskór 30% afsláttur
★ KomiÖ oggeriðgóð kaup ★
Skótískan
Skipagötu 5,
sími 26545.