Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 11
3. febrúar 1988 - DAQUR -11 Bráðadauði í kúm: „Skortur á fjármagni til rannsókna" - segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum I samtali við Dag, fyrir nokkr- um dögum, sagöi Páll Þóröar- son bóndi í Sauöanesi að hann vissi ekki betur en að lítt væri unnið að rannsóknum vegna bráðadauða í kúm á tilrauna- stöðinni á Keldum. Sýni sem þangað hefðu verið send til rannsóknar væru geymd í frysti og ekkert aðhafst við rannsókn þeirra. Vegna ummæla Páls hafði blaðamaður Dags tal af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni á Keldum og spurði hann hvað gengi að rannsaka sýnin. Sagði Sigurður að skortur á fjármagni hamlaði því að unnt væri að vinna að þessu verkefni af fullum krafti en þarna væri um mjög viðamiklar rannsóknir að ræða. í fyrstu hefði verið talið að þarna væri um bakteríusýkingu að ræða og hefði bólusetning á kúm verið reynd á nokkrum bæjum. Bólusetningin hefði, í fyrstu, virst gera gagn á sumum bæjunum en það virtist ekki hafa komið að gagni á þessu svæði. Sagði Sigurður að sótt hefði verið um fjárveitingu úr Fram- leiðnisjóði vegna þessa verkefnis, en beiðnin hefði ekki verið afgreidd. Þrátt fyrir það sagði hann að rannsóknir á vefjasýnum stæðu nú yfir. Sigurður kvaðst ekki undrast, að bændur sem hefðu orðið fyrir stórfelldu tjóni af völdum bráða- dauðans væru orðnir langþreyttir á að bíða eftir lausn á vandanum, en eins og fyrr segir, er það fyrst og fremst fjármagnsskortur sem hamlar því að rannsóknirnar geti gengið með eðlilegum hætti. Mótmælir ummælum félagsmála- ráðherra Á stjórnarfundi hjá Lands- sambandi lífeyrissjóða 25. janúar sl. gerði stjórnin eftir- farandi bókun: í sjónvarpsviðtali á Stöð 2, þann 19. janúar sl. viðhafði fé- lagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir, mjög óviðeigandi ummæli um formann Lands- sambands lífeyrissjóða, Pétur H. Blöndal. Var ráðherra með dylgjur um að formaðurinn mis- notaði félagslega aðstöðu sína í eiginhagsmunaskyni. Stjórn LL vísar þessum röngu og órökstuddu fullyrðingum algjörlega á bug og lýsir yfir fullu trausti á formann LL. Pétur H. Blöndal hefur á annan áratug unnið að velferðarmálum lífeyr- issjóðsfélaga og hafa fáir lagt meira af mörkum í baráttunni fyrir eflingu lífeyristrygginga í landinu en formaður LL. Stjórn LL telur það því ámæl- isvert, þegar stjórnmálamenn, í þessu tilfelli félagsmálaráðherra, vega í skjóli valdsins, að félags- lega kjörnum fulltrúum fólks í varnarbaráttu þess gegn ásælni hins opinbera í eignir lífeyris- sjóðanna. Meðan félagafrelsi ríkir á ís- landi mun stjórn LL standa á rétti lífeyrissjóðsfélaga og leitast við að tryggja hag þeirra og rétt- indi. fjóra stórvinninga í áskriftendagetraun Dags Gran Canaria, aðaláfangastaður okkar í vetur er þriðja stærst sjö eyja, sem allar mynduðust á svipaðan hátt og ísland, þ.e. við eldvirkni undir sjávarmáli. Það má greini- lega sjá á eyjunni, því hún er í rauninni eldfjall og rís eins og pýramídi úr sjó upp að toppi Pico de la Nieves fjallsins í 1.980 metra hæð. Hinar sérstöku aðstæður hafa gert Gran Canaria að því sem menn kalla „örheimsálfu“, því náttúra og landslag eyjunnar er ótrúlega íjölbreytt. Þar er hægt að ganga ofan úr eldgíg niður grónar hlíðar; um banana-, appelsínu- og tómataplantekrur innfæddra; um hraun ogútí eyðimörk; sóla sig á gullnum ströndum eða ganga um ólgandi hring- iðu stórborgarinnar, - allt á einum degi! Þótt ótrúlegt megi virðast voru frumbyggjar eyjanna ljósir á brún og brá, rétt eins og íslendingar. Þeir töluðu sína eigin tungu, bjuggu í hellum sem enn má sjá í fjallshlíðun- um og stunduðu friðsaman búskap. Snemma á 15. öld hófu Spánverj- ar að leggja eyjarnar undir sig og innlimuðu hverja þeirra á fætur annarri í spánska ríkið eftir mikl- ar orrustur við innfædda. Undir spánskum yfirráðum hófst öld mikilla siglinga og fríverslun- ar á eyjunum og gegndi hin sögu- fræga höfn í Las Palmas þar lykil- hlutverki. Þaðan sigldi til dæmis Kólumbus í hina örlagaríku ferð sína til Ameríku. Enn er Las Palmas iðandi fríhöfn, þar sem skip koma frá öllum heimshorn- um með varning sinn og er hún nú þriðja umsvifamesta höfn í heimi. íbúar Kanaríeyja líta fyrst og fremst á sig sem Kanaríeyjabúa, því menning þeirra er um margt frábrugðin meginlandinu. Þeir tala sína eigin mállýsku, dansa sína eigin dansa við sína eigin tónlist og elda sinn eigin rétt, Gofio, sem á rætur sínar að rekja til frumbyggjanna. Þann 15. febrúar n.k. drögum við út janúarvinninginn, en getraunaseðinn birtist í Degi þann 14. janúar s.l. Þú þaá einungis að svara tveimur laufléttum spumingum - og vera skuldlaus áskrifandi. Höfuðstöðvar farþega í vetur verða við hina frægu Ensku Strönd - Playa del Inglés - á suðurhluta Gran Canaria, sem er sólríkasti staður Kanaríeyja. Við um 30 kílómetra langa gullna strönd er allt sem hugurinn girnist; hótel af öllum gerðum og stærðum, veitingastaðir af öllu heimskort- inu, diskótek, skemmtistaði, sýningar, versl- anir, átján holu golfvöllur, spilavíti, fornminj- ar, söguslóðir, sjóskíði, köfun, seglbretti, golf, tennis, sjóstangveiði, útreiðar, fjallaklifur, bílaleigubflar, mótorhjól, skoðunarferðir um alla eyjuna og svona mætti lengi telja. Eina reglan er: Það eru engar reglur um hvað hægt er að taka sér fyrir hendur! krift gerir g iiiiiiui! I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.