Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 2
2 - ÖÁGÚB - 3. febrúar 1988 Eldvömum víða áfátt á Akureyri - og mörg fyrirtæki ekki með viðvörunarkerfi tengt slökkvistöð Hópurinn sem fékk starfsaldursmerki KEA. Með á myndinni eru Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Stefán Vil- hjálmsson formaður Starfsmannafélags KEA, Jóhannes Sigvaldason stjórnarformaður KEA, Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi og Guðbjörn Gíslason starfsmannastjóri. Afhending starfsaldursmerkja KEA: Tæplega 300 manns hafa yfir 10 ára starfsreynslu Fyrir nokkum árum var tekinn upp sá siður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga að afhenda þeim starfsmönnum sem starfaö hafa hjá félaginu samfleytt í 10 ár starfsaldursmerki. Fram til þessa hafa 275 starfsmenn félagsins náð þessum áfanga. Á dögunum var öllum þeim sem hlotið hafa starfsaldurs- merki boðið til kaflidrykkju á Hótel KEA og við það tæki- færi var 40 starfsmönnum afhent starfsaldursmerki. Peir 40 sem hlutu starfsaldurs- merki hófu störf hjá félaginu á árunum 1976 og 1977. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga afhenti starfsaldursmerkin og þakkaði þessum starfsmönnum tryggð í starfi og sagði m.a. að það væri hverju fyrirtæki ómetanlegur hagur að hafa í starfshópnum svo mikinn fjölda fólks sem þekkti innviði félagsins og væru góðir fulltrúar þess út á við. Tæplega 100 manns voru við- staddir afhendingu starfsaldurs- merkjanna. JÓH Húsavík: Fyiirspurn um lóð fyrir fiskímjölsverksmiðju - frá Orlygi H. Jónssyni Örlygur H. Jónsson lögfræð- ingur á Húsavík hefur sent bæjaryfirvöldum svohljóðandi fyrirspurn: „Ræður Húsavík- urkaupstaður yflr landi, þar sem bæjaryfirvöld gætu fallist á að heimila byggingu físki- mjölsverksmiðju? Ef svarið er jákvætt, gætu bæjaryfírvöld t.d. fallist á að heimila bygg- ingu slíkrar verksmiðju ásamt mjölskemmu og tönkum á fyrirhugaðri uppfyllingu norð- an og utan hafnargarðs?“ „Ég vildi velta upp þessum möguleika sem auðvitað má skoða nánar. Málinu er varpað fram sem fyrirspurn um hvort land sé fyrir hendi og ef hugað er að þessum möguleika í sambandi við atvinnumál er allt hugsanlegt, t.d. að stofna hlutafélag, ef þetta er vænlegur kostur," sagði Örlyg- ur er Dagur spurði hann um málið. Bjarna Þór Einarssyni bæjar- stjóra var falið að svara fyrir- spurn Örlygs og í bréfi hans kem- ur fram að ekki sé mikið um lóðir á hafnarsvæðinu fyrir slíka verk- smiðju en hugsanlegt sé að lóð fáist á uppfyllingu sem gera á norðan Norðurgarðs. Örlygur sagði að á síðustu árum hefðu verið settar upp loðnuverksmiðjur á Ólafsfirði, Vopnafirði og Þórshöfn en Húsa- vík hefði alveg verið utan við þetta. Pó væri hér sú sérstaða að hugsanlegt væri að nýta jarðgufu frá Þeystareykjum en möguleikar á slíku væru óvíða fyrir hendi. Ef virkjað yrði á Þeystareykjum mætti nýta jarðgufuna til annarra verkefna samhliða. Athuganir sem gerðar voru þegar til stóð að byggja trjákvoðuverksmiðju ættu að geta nýst ekki síst hvað varð- aði orkuöflunina. Örlygur tók fram að hér væru stórir óvissu- þættir sem þyrfti að skoða, m.a. möguleikar fyrir skip að koma inn í höfnina með farma. „Manni finnst uppbygging í Um síðustu helgi stóð Félag loðdýrabænda í Skagafírði fyr- ir skinnasýningu í Selinu á Sauðárkróki. Voru þar sýnd skinn frá 12 refabúum og 7 minkabúum, en alls eru loð- dýrabú í héraðinu um 35 talsins. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir sýn- ingu sem þessari. Sýndar voru 4 tegundir af skinnum, bæði af mink og ref, auk hinna ýmsu litaafbrigða. Þrír dómarar höfðu dagana á undan flokkað skinnin eftir gæðum. Stigahæsta búntið í refnum var frá Ragnari Sverrissyni í Hyrnu Lýtingsstaðahreppi. í minknum fengu skinn frá Reyni Barðdal á Sauðárkróki bestu einkunn. Að sögn stjórnarmanna er til- frumatvinnuvegum ekki hafa ver- ið í samræmi við uppbyggingu á þjónustu og að bæjarfélag eins og Húsavík þurfi á því að halda að hér sé velt meiru inn í gegnum höfnina og þar með sköpuð meiri verðmæti og aukin atvinna,“ sagði Örlygur. IM gangur svona sýninga að bændur þjálfist í að meta skinn sín og kynnist um leið því besta hjá öðrum. Samanburðurinn og spjall manna á meðal um sín hagsmunamál sé alltaf til bóta. Stjórn Félags loðdýrabænda í Skagafirði skipa þeir Sveinn Sveinsson Frostastöðum formað- ur og meðstjórnendur eru Vé- steinn Vésteinsson Hofstaðaseli og Úlfar Sveinsson Ingveldar- stöðunt. Mikið hefur verið rætt um vanda loðdýrabænda vegna lækk- andi skinnaverðs á heimsmarkaði og mikils tilkostnaðar í fóðri og aðstöðu, en kannski er sýning sem þessi tákn þess að engin upp- gjafartónn er í loðdýrabændum þrátt fyrir hremmingar sem þeir hafa þurft að þola. -þá „Samkvæmt mínu áliti gætu flest fyrirtæki á Akureyri gert mun betur í eldvörnum. Miklir hagsmunir eru í húfí, bæði atvinnulegir og fjárhagslegir, og því miður reka menn sig oft ekki á í þessum efnum fyrr en það er orðið of seint,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, þegar hann var spurður um brunavarnir í bænum. Auðvelt er að finna dæmi um samkomuhús, stofnanir og fyrir- tæki á Akureyri, sem ekki upp- fylla kröfur um eldvarnir að meira og minna leyti. Sem dæmi má nefna Sjallann og Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar & Co. Sé tekið dæmi af einni deild Kaup- félags Eyfirðinga, tölvudeild, þá er þar ekki neitt viðvörunarkerfi tengt slökkvistöð, en starfsmenn hafa gert ráðstafanir til að verja upplýsingar gegn eldi. Hvað Sjallann snertir þá er eldvörnum hans aðallega áfátt í því efni að hann er ekki tengdur beint við slökkvistöðina með sjálfvirku viðvörunarkerfi. Einn- ig vantar sjálflokandi hurðir, tengdar viðvörunarkerfi. Vel er fyrir útgönguleiðum séð úr Sjall- anum og eru þær fimm. í Niðursuðu K. Jónssonar er lítið um eldvarnir og hafa brunamála- yfirvöld bent forráðamönnum fyrirtækisins á að úrbóta sé þörf. Verksmiðjan er ekki tengd beint við slökkvistöð með viðvörunar- kerfi, þrátt fyrir að þar sé stór frystigeymsla, en eldur hefur oft kviknað í slíkum frystihúsum hér á landi. Gunnar Hallsson, forstöðu- maður tölvudeildar KEA, sagði að starfsmenn tækju reglulega afrit af öllum mikilvægum gögn- um á segulbönd, sem væru geymd í eldvarnarhólfum í tölvu- deildinni. Reyk- eða hitaskynjar- ar væru ekki í aðalbyggingu KEA, en húsvörður færi reglu- lega um húsið til að aðgæta hvort allt væri með felldu. Þá sagði Gunnar að nýlega hefði hann fengið sérstakt hólf í Landsbank- anum til að geyma í mikilvæg tölvugögn. Tölvur tölvudeildar eru í eldtraustu herbergi í aðal- byggingu KEA. EHB Frá rannsóknar- lögreglunni: Ökumaöur úr Akurgerði gefi sig fram Um klukkan 17.00 á mánudag- inn varð það óhapp vestast í Akurgerði á Akureyri, að fólksbíll ók á 15 ára gamla stúlku. Stúlkan og ökumaður bílsins ræddust við, en þar sem stúlkan taldi sig ómeidda var lögreglan ekki kvödd á staðinn. Nú hefur komið á daginn að stúlkan hlaut lítilsháttar meiðsli og því er nauðsynlegt að öku- maður bílsins, ung stúlka, hafi samband við rannsóknarlögregl- una á Akureyri, svo hægt sé að taka skýrslu vegna málsins. ET Leiðrétting Á föstudaginn var haft eftir Ólafi Erlendssyni, framkvæmdastjóra sjúkrahússins á Húsavík, í frétt hér í blaðinu, að öllu sérmennt- uðu og fastráðnu starfsfólki sjúkrahússins væri greidd 10 þús. kr. launauppbót á mánaðarlaun. Þetta er rétt hvað snertir hjúkr- unarfræðinga í fullu starfi, en ekki annað sérmenntað starfsfólk sjúkrahússins, og leiðréttist þetta hér með. EHB Ragnar Sverrisson með stigahæstu refaskinnin og Reynir Barðdai með minkaskinn sín sem fengu bestu einkunn. Skagafjörður: Félag loðdýrabænda með skinnasýningu - í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir slíkri sýningu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.