Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 10
! f 0 - ÐAGUR—Bftí febfúðí' '1988 AKUREYRARHÖFN PÓSTHÓLF 407 - 602 AKUREYRI Smábátaeigendur Þeir smábátaeigendur sem ekki hafa enn gert skil á legufæragjaldi fyrir áriö 1987 eru vinsamlegast áminntir að greiða það hið fyrsta. Hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. febrúar n.k. verða gjöldin sett í innheimtu og legufærahafar eiga á hættu að missa legur sínar. Hafnarstjóri. Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. ísetning á bíltækjum. Opnið augun! Krógaból er foreldrarekin dagvist á Akur- eyri. Okkur vantar fóstru eða vanan starfsmann til að vinna með okkur eftir hádegi sem fyrst. Börnin eru 20, á aldrinum 2ja-6 ára, hvert öðru skemmtilegra. Einnig vantar starfsmann í afleysingar. Nánari upplýsingar gefur Björg í síma 27060. Gæslumenn Kristnesspítali óskar að ráða gæslumenn til starfa á hjúkrunardeild sem fyrst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Smiðir óskast strax Draupnisgötu 7m 96-23248 Pósthólf 535 602 Akureyri. Minning: Þóninn Sigríður Pétursdóttir Fædd 18. mars 1896 - Dáin 19. nóvember 1987 Þann 28. nóvember síöastliöinn var jarðsungin frá Akureyrar- kirkju Þórunn Sigríður Péturs- dóttir frá Selskerjum, eða hún Sigríður frá Lynghóli eins og mér er tamara að nefna hana. Sigríður fæddist að Selskerjum við Breiðafjörð 18. mars 1896 og var sú áttunda í röðinni af ellefu systkinum. Þar ólst hún upp og lærði snemma að taka til hendi við hin ýmsu störf, eins og títt er um þá er alast upp í stórum systk- inahópi. Á unglingsárum sínum missti hún föður sinn og réðst fljótlega eftir það vinnukona að Skálmarnesmúla við Breiðafjörð. Líkaði henni vistin þar vel og gekk að öllum störfum með at- orku og dugnaði eins og hennar var vani. Gætti hún meðal annars varps í eyjum út af Skálmarnes- múía og sigldi hraðbyri eftir bár- um Breiðafjarðar með unglings- stúlku sér til aðstoðar. Þótti þá oft nokkuð djarflega siglt en Sig- ríður hélt ótrauð áfram og sigldi jafnan fleyi sínu heilu í höfn. Segir frá þessum svaðilförum hennar í tólfta bindi bókaflokks- ins „Aldnir hafa orðið“, en þar rifjar hún upp minningar sínar frá árunum á Skálmarnesmúla. Rúmlega tvítug giftist Sigríður Sigurði G. Sigurðssyni er ættaður var úr Reykhólasveit. Bjuggu þau fyrstu árin á Vestfjörðum en fluttu þaðan til Akureyrar þar sem heimili þeirra var eftir það. Lengst bjuggu þau að Lynghóli í Glerárhverfi og þar höfðu þau alltaf dálítinn búskap sér til ánægju og búdrýginda. Hvíldi hann að mestu á herðum Sigríð- ar, þar sem niaður hennar stund- aði lengst af vinnu á Ullarverk- smiðjunni Gefjun, enda var hún vandanum vaxin og annaðist skepnurnar sínar af einstakri ást- úð og nærgætni. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru þau hér talin í ald- ursröð. Pétur er var búsettur í Reykjavík en látinn er fyrir nokkrum árum, Sigríður hús- freyja í Reykjavík, Sólveig hús- freyja á Húsavík, Sigvaldi rak- arameistari á Akureyri og Gunn- steinn Sólberg búfræðingur búsettur á Akureyri. Öll eru þau systkin mikið myndar- og dugn- aðarfólk sem sérhver móðir gat verið stolt af, enda sagði Sigríður oft eftir að hún varð vistmaður á Dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri, að góð börn væru gulli betri. Sigríður undi hag sínum alla tíð vel í Lynghóli enda bjó hún þar í næsta nágrenni við systur sína Guðlaugu, er var kona Freysteins Sigurðssonar og átti heima í Baldursheimi. Hjá þeim dvaldi oft langtímum saman Kristín, systir þeirra Sigríðar og Guðlaug- ar, er var búsett í Flatey á Breiðafirði. Voru þá oft tíðar ferðir milli bæjanna í rökkrinu, enda ávallt mjög kært með þeim systrum, og man ég að gaman þótti okkur krökkunum að hlýða á þær rifja upp minningar úr Breiðafjarðareyjum og lýsa bú- skaparháttum þar. Nú eru allar þessar góðu konur, og þeirra kynslóð horfin á braut, en eyjarnar þar sem áður var svo mikil búsæld og athafnalíf standa auðar og yfirgefnar. Hún Sigríður frá Lynghóli varð aldrei það sem kallað er „auðug“ á veraldarvísu, en hún var þeim mun auðugri af mannkærleika og hjartahlýju og af þeim auði miðl- aði hún samferðamönnunum svo ríkulega sem raun bar vitni. Án efa hafa einkunnarorð hennar í lífinu verið reglan gullna „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“, því engan hef ég þekkt sem var því boðorði jafn trúr og hún. Hún var ekki aðeins börn- um sínum einstök móðir heldur öllum nágrannabörnunum líka. Ævinlega var okkur tekið með sömu hlýjunni og ástúðinni hjá Sigríði og aldrei kom ég svo í Lynghól að hún gerði mér ekki eitthvað gott. Var ég þó nær dag- legur gestur þar um árabil, þar sem við Gunnsteinn yngsti sonur hennar erum jafnaldrar og leik- félagar frá því ég man fyrst eftir mér. Mig langar að segja hér sögu sem sýnir ef til vill gleggst höfðingsskap þessarar góðu konu við okkur krakkana. Það var að áliðnum degi að við vorum að koma heim úr berja- mó. Að venju komum við við í Lynghóli á heimleiðinni enda Gunnsteinn með í ferðinni. Sig- ríður var úti við er okkur bar að garði og þegar hún var búin að líta ofan í ílátin okkar bað hún okkur að doka við og brá sér inn í bæ. Hún kom að vörmu spori aftur með fína brúntertu á diski í hendinni. Tertan var með þykku kremi ofan á og ekki búið að skera á henni. Sigríður kastaði tölu á hópinn og undrun okkar verður ekki með orðum lýst þeg- ar hún skipti tertunni í sex jafn- stór stykki. „Gjörið þið svo vel, krakkar mínir,“ sagði hún svo, og þegar sá síðasti var búinn að fá sér tertustykki stóð hún Sigríð- ur í Lynghóli á dyrahellunni með tóman diskinn í hendinni. Þetta atvik frá liðnum bernskudögum hefur aldrei liðið mér úr minni og nú þegar ég lít til baka finnst mér það einmitt lýsa Sigríði best. Þannig var hún, alltaf veitandi þeim er á vegi hennar urðu, en lét sér í léttu rúmi liggjá þó ékk- ert væri eftir handa henni sjálfri. Mér er líka í fersku minni hvað það var gott að koma í Lynghól þegar maður var búinn að renn- bleyta sig í fæturna uppi í Lóni og átti von á skömmum heima. Þá var alltaf skilningi að mæta hjá Sigríði, hún færði mann úr sokkunum og lagði þá á eldavél- arrörið, svo settist hún venjulega inn á rúmið sitt með prjónana sína og sagði okkur sögur meðan sokkarnir þornuðu. Þegar árin færast yfir er sjóður minninganna flestum dýrmætur og við hann er jafnan gott að ylja sér á köldum vetrarkvöldum. í mínum huga vegur innlegg Sigríðar frá Lyng- hóli þungt í þeim sjóði og því vil ég nú að leiðarlokum bera fram mínar innilegustu þakkir fyrir alla þá birtu og yl sem þessi góða kona stráði á lífsbraut mína á morgni bernskunnar. Aðstand- endum öllum votta ég mína dýpstu samúð og óska þeim allra heilla á hinu nýbyrjaða ári. Blessuð sé minning þín Sigríð- ur frá Lynghóli með þökk fyrir allt. Ó kæra vina, hvíl í friði rótt þig kvöldsins engill verndi dag og nótt þinn anda leiði um Ijóssins æðsta geim og lýsi þér að fótskör Drottins heim. Guðrún Sveinsdóttir frá Bandagerði. Smáauglýsingar Dags Það skal tekið fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða í næstu viku bætast aðeins 120 kr. við verð fyrir eina birtingu. Verð smáauglýsingar birt tvisvar er nú 700 kr. miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti. Verð smáauglýsingar sem ekki er staðgreidd er 700 kr. í hvert skipti. Tekið skal fram að verð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.