Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 5
3. febrúar 1988 - DAGUR - 5 Neytendafélag á villigötum? Vegna skrifa Steinars Þorsteins- sonar, tannlæknis, fyrrverandi formanns Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis (NAN), vill núverandi stjórn félagsins taka fram eftirfarandi: Stjórn NAN mun hér eftir sem hingað til styðja hvern þann, sem með heiðarlegum og ábyrgum hætti reynir að vinna að bættum hag neytenda, hvort sem það er verð á þjónustu tannlækna eða annarra. Vilhjálmur Ingi stjórnarmaður í NAN fékk upplýsingar um for- sendur gjaldskrár Tannlæknafé- lags íslands í umboði og með fullu samþykki stjórnar NAN, enda eru það gögn sem eðlilegt er að neytendafélög hafi aðgang að. Margir neytendur hafa einmitt kvartað yfir hárri gjaldskrá tann- lækna. Greinar Vilhjálms Inga eru ekki skrifaðar fyrir hönd Neyt- endafélags Akureyrar og ná- grennis. Hann skrifar þær á eigin ábyrgð sem áhugamaður um neytendamál. Markmið NAN Markmið NAN eru enn þau sömu og í stjórnartíð Steinars en starfshættir hafa breyst. Eftir kjarasamninga ASÍ og VSÍ í feb. ’86 gengu verkalýðsfélög á Eyjafjarðarsvæðinu og NAN til samstarfs um verðgæslu og verð- kannanir á svæðinu. í framhaldi af því var ráðinn starfsmaður í hálft starf til þess að sinna því verkefni. Frá því að NAN fékk starfs- mann hafa verið gerðar a.m.k. 1- 2 kannanir á vöruverði og þjón- ustu á mánuði. Starfsmaðurinn hefur einnig sinnt kvörtunum vegna gallaðrar vöru og þjón- ustu. Þau mál voru á annað hundrað á síðasta ári. Pessi þjón- usta NAN er mjög tímafrek og ekki höfð í hámæli þar sem þessi mál eru yfirleitt mjög viðkvæm. Útgáfa og fjárhagur NAN Það er rétt að útgáfa NAN-frétta hefur nær lagst af. í NAN-frétt- um var á sínum tíma yfirleitt birt verðkönnun með fleira efni, nú birtast verðkannanir NAN í Degi, einnig er þeirra yfirleitt getið í svæðisútvarpinu. Þetta þótti okkur vænlegri leið og kannanirnar nýtast fleirum en félagsmönnum eingöngu. Óneit- anlega dró það úr þörfinni á að gefa fréttabréfið út. Þeir félags- menn NAN sem þess óska geta fengið kannanirnar sendar til sín. NAN-fréttir hafa aldrei gefið af sér neinar tekjur en fjárhag félagsins er borgið í bili, það má þakka verkalýðsfélögum hér á svæðinu ásamt bæjarstjórn Akur- eyrar. Skilningur á mikilvægi félagsins er fyrir hendi og það er mikið fyrirrennurum okkar í NAN að þakka. Árið 1987 var árgjald neyt- endafélaganna á landinu kr. 700,- og verður á þessu ári kr. 900,-. Af þessum peningum fara 40% til reksturs Neytendasamtakanna (NS sem eru landssamtök neyt- endafélaga) og til útgáfu Neyt- endablaðsins. Neytendablaðið hefur komið mjög stopult út síð- ustu árin en nú er von til þess að það breytist og blaðið komi jafn- vel út 4 sinnum á ári. Hingað til hefur útgáfa blaðs- ins ekki skilað umtalsverðum tekjum enda eru því mjög þröngar skorður settar varðandi auglýs- ingar. Málefni blaðsins eru nú mjög í deiglunni og á síðasta ári var ráðinn ritstjóri, Elísabet Þorgeirsdóttir, á nokkurs konar verktakagrundvelli. Áskrift að neytendablaðinu er innifalin í árgjaldi auk þess fæst blaðið í lausasölu um allt land. Fulltrúar neytendafélaga í samninganefndum Steinar bendir á í grein sinni „að hvorki Vilhjálmur Ingi né nokkur annar fulltrúi neytendafélaga eða landssamtaka neytenda eiga sæti í þeim samninganefndum sem semja fyrir hönd ríkisins við hin ýmsu stéttarfélög". Hingað til hefur það ekki þótt eðlilegt að neytendafélög hefðu afskipti af samningum um kaup og kjör. Aftur á móti eiga Neytendasam- tökin aðild að ýmsum öðrum nefndum sem varða neytendur sérstaklega, svo sem: Siðanefnd um auglýsingar, Siðanefnd Alþjóða verslunar- ráðsins, EAN nefnd (nefnd um vöru- merkingar), Kvörtunarnefnd NS og ferða- skrifstofa, Kvörtunarnefnd NS og Kaup- mannasamtaka íslands og SÍS, Staðalnefnd og Nefnd um gæðamat á húsgögn- um. Það er spurning hvort ekki væri eðlilegra að þannig samstarf yrði tekið upp í mun meira mæli en hingað til og á fleiri sviðum t.d. samstarf NS og Tannlækna- félags íslands. Við látum okkur ekki detta í hug að tannlæknar séu hafnir yfir gagnrýni frekar en aðrir. Á þessu samstarfi gæti þó verið sá hængur, að aðili sérfróð- ur í tannlækningum sem gæti tek- ið að sér að gæta hagsmuna neyt- enda gæti verið vandfundinn, ekki vegna þess að íslenskir tann- læknar séu ekki starfinu vaxnir, heldur vegna þess að hann yrði að vera algjörlega óháður sam- tökum tannlækna. Að lokum Starf neytendafélaga er nær ein- göngu byggt á sjálfboðaliðum. Hjá Neytendasamtökunum og Neytendafélagi Reykjavíkur og nágrennis eru nú samtals 1,9 stöðugildi. Hjá NAN er starfs- maður í Vi stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að þrátt fyrir þennan „fjölda" er lítið sem vinnst því verkefnin eru óþrjótandi, en dropinn holar steininn. Við erum áratugum á eftir nágrannaþjóð- um okkar í því að setja lög er varða hagsmuni neytenda. Einn- ig erum við mjög á eftir með alla neytendafræðslu. Þetta eru e.t.v. brýnustu verkefnin í dag. Við viljum að endingu hvetja alla til að ganga í Neytendafélag Akureyrar og nágrennis svo og önnur neytendafélög á landinu. Einnig hvetjum við fólk til að hafa samband við okkur á skrif- stofu NAN, Gránufélagsgötu 4. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 11 og 15. Síminn er 96-22506 og símatími milli kl. 13 og 14. Þá er í ráði að hafa skrif- stofuna opna eitt kvöld í mánuði þ.e. I. fimmtudag í hverjum mánuði milli kl. 20 og 22, fyrsta sinn þann 4. febrúar nk. Við hvetjum fólk til þess að koma, fá sér kaffi og kíkja í neytendablöð sem hér eru í þeim eru upplýsing- ar um ótrúlegustu hluti. Akureyri 28. janúar. F.h. Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Sigfríður Þorsteinsdóttir, formaður. Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar - vikuna 29/1-5/2 1988 Sæti Áður Vikur Lag__________________________________________________Flytjandi 1. 1 (4) Need you tonight ..................................... INXS 2. 3 (4) Always on my mind ........................ Pet Shop Boys 3. 2 (6) China in your hand .................................. T’pau 4. 4 (3) True devotion ............................. Sámantha Fox 5. 5 (4) Rauður bíll ................................... Geiri Sæm 6. 7 (4) Manstu .................................... Bubbi Mortens 7. 6 (9) Tears on the ballroom floor ................... Cry/no/more 8. 8 (4) Wonderful life ...................................... Black 9. 15 (4) Horfðu á björtu hliðarnar .............. Sverrir Stormsker 10. 9 (5) Everlasting love ................................... Sandra 11. 11 (5) Come back and stay ........................ Bad Boys Blue 12. 10 (9) Little lies ................................ Fleetwod Mac 13. 12 (7) Cant take my eyes of you ........................ Kim Ross 14. 13 (7) Aldrei fór ég suður ....................... Bubbi Mortens 15. 14 (5) Púla ........................................... Greifarnir 16. 18 (2) Hvitlaukurinn ................ Hallgrímur hvitlaukur (Laddi) 17. 17 (7) Ástar-bréf (Merkt-x) ................................ Model 18. 16 (3) Thedrum ...................................... RogerChapman 19. 21 (8) Soemotional ............................ Withney Houston 20. 19 (10) Can't stand (loosing you) ............................ Fate 21. 20 (3) Madonna (on the radio) ....................... The Flyers 22. 23 (2) Breytingar skeyðið .................................. Laddi 23. 22 (11) Loner ......................................... Gary Moore 24. 24 (2) What a night .................................. Dolly Dots 25. 29 (7) Týnda kynslóðin .................... Bjarlmar Guðlaugsson Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22, í símum 27710 og 27711. Listinn er spilaður á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23. Auk þess sem ný lög eru kynnt. Vertu með. Bifreiöaeigendur Skíðagrindur og burðarbogar í miklu úrvali. Véladeild KEA Óseyri 2, símar 21400 og 22997. SVJNNaK Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrírliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. %r HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING VÉLADEILD KEA Óseyri 2, símar 21400 og 23084. OrÖsending til sparifjáreigenda / \ Einingabréf hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær fjárfesting. Á síðasta ári gáfu Einingabréf 1, eigendum sínum 13,3% vexti umfram verð- bólgu. Við bendum eigendum Spari- skírteina ríkissjóðs á að við tökum innléysanleg spariskírteini sem greiðslu fyrir ný spariskírteini eða önnur verðbréf. Með því að fjárfesta í Eininga- bréfum tryggðu þér hámarks- ávöxtun, lágmarksáhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf eru öryggissjóður þinn og þinna um ókomin ár. Gengi Einingarbréfa 3. febrúar 1988. Einingabréf 1 ............................. 2.632.- Einingabréf 2 ............................ 1.534.- Einingabréf 3 ............................ 1.637,- Lífeyrisbréf .............................. 1.323,- éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri - Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.