Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 15
íþróttir 3. febrúar 1988 - DAGUR - 15 f „Það næst árangur ef menn em tilbúnir að leggja mikið á sig - en það tekur tíma og kostar mikinn svita,“ segir Gustave Velberg badmintonþjálfari hjá TBA Undanfarna þrjá mánuði hefur hollenskur badmintonþjálfari starfað hér á Akureyri á veg- um TBA. Nafn hans er Gust- ave Velberg og hann mun starfa hjá félaginu næstu 4 mánuði til viðbótar. Hann er fæddur og uppalinn í Indónes- íu en fluttist til Hollands árið 1951 og hefur búið þar síðan. Velberg er tæknifræðingur að mennt og starfar sem slíkur í heimalandi sínu, auk þess sem hann hefur þjálfað badminton til fjölda ára. Dagur fékk Vel- berg í viðtal og hann var fyrst spurður um fyrstu kynnin af badmintoníþróttinni. „Badminton er geysilega vin- sæl íþrótt í Indónesíu og senni- lega jafn vinsæl þar og handbolti hér á landi. Eg kynntist því íþróttinni snemma og spilaði alla daga ásamt félögum mínum. I Indónesíu er badminton útiíþrótt og best er að spila seinni part dagsins á meðan vindur er lítill. Árið 1951 flutti ég til Hollands en ég var með hollenskt vegabréf og allir sem það höfðu þurftu að yfirgefa Indónesíu það ár vegna breytinga á stjórnarháttum landsins. Ég settist að í Haag og gekk þar fljótlega í badminton- Jdúbb sem í voru rúmlega 200 félagsmenn. Fljótlega var ég fenginn til þess að þjálfa hjá klúbbnum og auk þess keppti ég undir merki hans. Árið 1954 þjáífaði ég hjá fimm klúbbum í Haag og þar í kring.“ Er með hæstu þjálfaragráðu - Hefurðu einhverja menntun sem badmintonþjálfari? „Já ég hef hæstu þjálfaragráðu í badminton og hef réttindi bæði til að þjálfa og kenna þjálfun. Þá er ég með alþjóðleg dómararétt- indi og hef dæmt m.a. á mótum í Malmö, Kaupmannahöfn og Glasgow." - Hefurðu einungis starfað sem þjálfari? „Nei ekki aldeilis. Ég er tæknifræðingur að mennt og starfa sem slíkur í Hollandi. Mér var veitt 7 mánaða leyfi frá störf- um svo ég gæti komið til Akur- eyrar og þjálfað hjá TBA. Það gekk nú ekkert allt of vel að fá svona langt frí en hafðist að lokum. Þegar ég kem út aftur held ég áfram í mínu starfi þar sem frá var horfiö." - Hefurðu gert mikið af því að þjálfa í öðrum löndum? „Ég hef þjálfað svolítið á Ítalíu en í mun styttri tíma í einu.“ Hafði einnig tilboð frá Guatemala - En af hverju varð ísland fyrir valinu? „Ég hafði einnig tilboð frá Guatemala en vegna rósturs þar vildi ég frekar koma hingað til lands. Kannski á ég þó eftir að þjálfa þar einhvern tíma, þegar fer að róast hjá þeim.“ - Vissirðu eitthvað um ísland áður en þú komst? „Já ég vissi þó nokkuð urn landið. Bæði hafði ég lesið mér til og auk þess hafði Otto Mallant landsliðsþjálfari íslands í badminton, sagt mér frá landinu. En ég og Otto þekkjumst vel og erum miklir vinir.“ - Hvernig kanntu svo við þig á íslandi? „Mér líkar mjög vel hér á landi. ísland er svo ólíkt Hol- landi að öllu leyti. Holland er flatt lítið land með um 40 milljón íbúa og hvar sem þú ferð er fólk. ísland er mun stærra og mjög fallegt. Landið er ekki ósvipað Indónesíu, mikið um fjöll og vötn en mun minna af trjám. íbúar eru fáir en fólkið er mjög gott. Hér er hægt að labba um í náttúrunni og maður þarf ekki að fara langt til þess að geta verið út af fyrir sig. Og ég fann strax hversu loftið er hreint og heil- næmt.“ Það tekur tíma og kostar mikinn svita að ná árangri - En ef við snúum okkur þá að starfi þínu hjá TBA. Hvernig líst þér á nemendur þína í félaginu? „Mér líst vel á þá og það eru nokkrir efnilegir spilarar í TBA. En það er ljóst að til þess að ná árangri þarf að leggja mjög hart að sér. Félagar í TBA hafa t.d. aldrei verið við æfingar í jafn langan tíma í einu og núna. Ég sá það á unglingamótinu hér um daginn, hvar við stöndum gagn- vart öðrum félögum. Ég veit að ef menn eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig, þá næst árang- ur. Én það tekur tíma og kostar mikinn svita.“ - Hvernig er æfingunum hátt- að hjá þér? „Hjá TBA æfa allir flokkar saman. En menn þurfa mislangan tíma við æfingar og það fer m.a. eftir aldri og hvar þeir standa getulega séð. Það þarf að skipta hópnum niður, sumir vilja leið- sögn hluta æfingartímans og spila síðan frjálst á eftir. Þeir yngri þurfa hins vegar að æfa vel og geta lítið leikið sér á æfingum, því þeir eru framtíðin. Badmint- oníþróttin er í samkeppni við hinar íþróttagreinarnar og það er slagur um tímana í íþróttahúsun- „I Indónesíu er badminton útiíþrótt,“ segir Gustave Velberg badminton- þjálfari TBA m.a. í viðtali. Mynd: tlv - Nú ert þú búinn að búa hér í um þrjá mánuði, er margt sem hefur komið þér á óvart? Eins og að lenda á tunglinu „Það er ýmislegt sem hefur kom- ið mér óvart. Ég varð t.d. strax undrandi yfir landslaginu þegar ég var koma til landsins og flug- vélin var að lækka flugið yfir Keflavík. Mér var hugsað til þess þá hvort Armstrong hafi verið eins innanbrjósts og mér, þegar hann lenti á tunglinu. Þá kom það mér einnig á óvart að hér fara menn úr útiskóm í forstof- unni en í Hollandi vaða menn um allt hús á útiskónum. En mér finnst þetta góður siður hjá ykkur. Ég velti því einnig lengi fyrir mér, af hverju menn skildu bílana sína eftir í gangi hér og þar um bæinn. Seinna var mér sagt að þetta væri einungis gert til að menn kæmu að þeim heitum í kuldanum. Það fannst mér mjög skrýtið, því að í Hollandi þurfa menn að drepa á bílurn sínum ef þeir stoppa lengi, t.d. við járn- brautarljós og að sjálfsögðu vegna mengunar." Kæmi aftur fyrir hálft orð - Þú munt starfa hér til maíloka en gætirðu hugsað þér að koma aftur til starfa hér á landi? „Já alveg örugglega. Ef ég yröi beðinn að koma hingað til lands aftur og fengi frí í þeirri vinnu sem ég stunda í Hollandi, kæmi ég fyrir hálft orð. Hvort sem það yrði til TBA eða einhvers annars félags á íslandi," sagði Gustave Velberg að lokum. Knattspyrna: Leika Dalvíkingar í 3. deild í sumar? - Taka líklega sæti HSÞ-c í deildinni máli,“ sagði Páll Júlíusson skrif- um. Ég hef notið aðstoðar við þjálf- unina en þeir Þórarinn Árnason og Einar Jón Einarsson hafa ver- ið mér innan handar. Það er stefnt að því ég verði með þjálf- aranámskeið hér innan skamms fyrir hópa úr nagrannabyggðar- lögunum, Húsavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og jafnvel fleiri stöðurn." Naudsynlegt að læra réttu handtökin strax - En geta aðrir en félagar í TBA fengið tilsögn hjá þér? „Já það er minnsta mál. Ég veit að það eru margir hópar sem spila badminton hér á Akureyri og eru utan við TBA, t.d. vinnu- félagar, vinir og kunningjar. Ég er tilbúinn að koma í tíma hjá slíkum hópum og veita tilsögn en fyrir það greiða menn til TBA. Það er náttúrlega best að læra réttu handtökin strax í upphafi og eins reglurnar. Það er of mikið um það að spilarar þekki ekki reglurnar nægilega vel.“ Mjög miklar líkur eru á því aö Dalvíkingar leiki í B-riöli 3. deildar í í sumar, í stað HSÞ-c sem ekki mun taka sæti í deild- inni. Á ársþingi KSÍ í haust, var ákveðið að fjölga um eitt lið í B-riðli 3. deildar og stóð það liði HSÞ-c næst að taka það sæti. HSÞ-c sem varð til við samein- ingu tveggja liða í S.-Þing- eyjarsýslu í fyrravetur, hefur nú verið lagt niður. Liðið komst í úrslit 4. deildar í fyrra og átti því fyrsta rétt á að taka nýja sætið í 3. deildinni. „Það er langlíklegast að lið UMF. Svarfdæla taki þetta sæti. Liðið var aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í fyrra og sat eftir á lakara marka- hlutfalli en Hvöt sem síðan sigraði í 4. deildinni. Við höfum fulla heimild til þess að úthluta þeim þessu sæti og þeir hjá mótanefnd telja að UMFS sé líklegast til að hljóta það. Á stjórnarfundi KSÍ á fimmtudagskvöld verður senni- lega gengið endanlega frá þessu í kvöld leika KA og Víkingur í | 1. deild kvenna í blaki. Leikur- inn fer frain í Höllinni á Akur- eyri og hefst kl. 20.30. Þessum leik var frestað á laugardaginn var. Kvennalið KA hefur átt erfið- an vetur og liðið hefur aðeins hlotið tvö stig. KA hefur nú misst tvo af máttarstólpum liðsins en þær Hrefna Brynjólfsdóttir og Freydís Arngrímsdóttir, eiga báðar von á sér og hafa ekkert stofustjóri KSI í samtali við Dag í gær. leikið eftir áramót. Það er skarð fyrir skildi, því Hrefna hefur ver- ið aðalsmassari liðsins en Freydís spilað hana uppi. Karlalið KÁ átti að leika gegn HSK á laugardaginn en þeim leik var einnig frestað. Hann átti að fara fram í kvöld en honum hefur nú verið frestað á ný og fer ekki fram fyrr en 13. febrúar. KA- menn mæta HSK á Laugarvatni í síðasta leik deildarinnar og þeir ætla einnig að spila frestaða leik- inn í þeirri ferð. Blak 1. deild kvenna: KA fær Víking í heimsókn í kvöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.