Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 1
Útsala Útsala Útsala 71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. febrúar 1988 23. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Litlar breytingar á veðri á Norðurlandi Talsverð snjókoma var á svæð- inu frá Langanesi vestur til Borgarfjarðar í alian gærdag. Færð var víðast hvar slæm og sums staðar slæmt veður. Sam- kvæmt uppiýsingum Veður- stofunnar er búist við að held- ur kólni í veðri en ekki er búist við öðrum breytingum. Ófært var vestur um Öxnadals- heiði en Vegagerðarmenn aðstoðuðu jeppa og stóra bíla beggja vegna frá. Veður var slæmt efst í Öxnadal og þurfti lest fólksbíla að hverfa frá af þeim sökum. í gær var rudd leiðin til Dalvík- ur en Ólafsfjarðarmúlinn var ófær og ekki ruddur. Austur um var fært til Greni- víkur, vegirnir um Víkurskarð og Ljósavatnsskarð voru aðeins fær- ir jeppum og stórum bílum en þaðan góð færð til Húsavíkur. Dalsmynni var vel fært en þar er jafnan nokkur snjóflóðahætta. Vegurinn yfir Fljótsheiði og „Kísilvegurinn" voru ófærir en fært var jeppum og stórum bílum um Reykjadal og Mývatnsheiði. Þrjár vélar fóru á vegum FN til Reykjavíkur en ekki var flogið á aðra staði. Athuga átti með flug milli Akureyrar og Reykjavíkur í gærkvöld. ET Fjörugar umræður - í bæjarstjórn Akureyrar um sölu hlutabréfa bæjarins og stefnumótun í Miklar og fjörugar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær vegna tillögu bæjarfulltrúanna Sigurðar Jóhannessonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur um, að bæjarstjórn ræddi stefnumót- un með tilliti til sölu á hluta- bréfaeign bæjarins í ýmsum fyrirtækjum. Tillagan, sem vakti svo miklar umræður, hljóðaði þannig: „Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins leggja til að rædd verði í bæjarstjórn mótun heildar- stefnu bæjarstjórnar Akureyrar um sölu á hlutabréfaeign Akur- eyrarbæjar í einstökum fyrirtækj- um og sölu á atvinnufyrirtækjum í eigu Akureyrarbæjar.“ Með til- lögunni fylgdi greinargerð, og segir þar að umrædd tillaga sé til komin vegna umræðna að undan- förnu um hugsanlega sölu á hlutabréfaeign ríkisins í Slipp- stöðinni hf., en sala bréfanna myndi valda verulegum breyting- um á eignaraðild að fyrirtæki sem Akureyrarbær á stóran hlut í, og er eitt af undirstöðufyrirtækjum í atvinnulífi á Akureyri. Þá hefur heyrst um áhuga ein- stakra ráðamanna bæjarins um hugsanlega sölu á Krossa- þeim málum nesverksmiðjunni og e.t.v. fleiri fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti eða alfarið á vegum bæjar- ins. Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar, sagði m.a. að umræða um þessi mál væri, að sínu mati, fjórum árum of seint á ferðinni. Fyrir lægi, að ríkið vildi selja eignarhluta sinn í Slippstöðinni, auglýsing þess efn- is hefði birst í desember 1983, og að þessu máli væri fyrst og fremst velt upp gegn sér persónulega sem sorstjóra slippstöðvarinnar. Björn Jósef Arnviðarson taldi umræður sem þessar nauðsynleg- ar, því starf bæjarstjórnar væri of oft með yfirbragði afgreiðslu- stofnunar, þar sem mál væru afgreidd án þess að pólitísk stefna kæmi beinlínis fram. Freyr Ófeigsson sagði að afstaða sín til sölu hlutabréfa bæjarins mótaðist m.a. af því hvort bærinn hefði yfir að ráða meirihluta í viðkom- andi fyrirtæki eða ekki. Sigurður Jóhannesson þakkaði bæjarfulltrúum umræðuna og kvað margt merkilegt hafa komið fram um afstöðu manna til þess- ara mála. Samþykkt var að fresta umræðu um málið þar til sfðar. EHB Akureyri: Dagvistargjöld hækka Bæjarráð Akureyrar leggur til að dagvistargjöld verði hækk- uð um 10% frá 1. mars næst- komandi og gert er ráð fyrir þessari hækkun í fjárhagsáætl- un bæjarstjórnar. Dagvistar- gjöld hækkuðu um 15% þann 1. janúar þannig að einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þessum öru hækkunum. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- ráðsmaður sagði að þessa hækíc- unarbeiðni mætti rekja beint til samninga Akureyrarbæjar við Mikil snjókoma var á Akureyri í gær og fyrrakvöld og snjóruðningstæki bæjarins standa því ekki verkefnalaus næstu dagana. Þessi mynd var tekin er Þórunnarstræti var rutt í gær. Mynd: tlv Gjaldskrá tannlækna: Heilbrigðisráðherra fær fjórar rósir - Viðmiðunarreikningur Vilhjálms Inga Að öllum líkindum mun Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra senn fá 4 rósir frá Vil- hjálmi Inga Árnasyni. Vil- hjálmur Ingi lagði fram reikn- ing frá tannlækni, reyndar sérfræðingi, þar sem fram kom að sérfræðingurinn hafði haft yfir 12.000 kr. á tímann, og hét á ráðherra að gefa honum 1 rós fyrir hverjar 1.000 krónur sem hann gæti skorið af reikningn- um. um 10% fóstrur, en þeir hefðu haft tölu- verðan kostnaðarauka í för með sér fyrir bæjarsjóð. „Þetta er gert til að halda nokkurn veginn hlutfallinu á milli foreldra og bæjarins í rekstrar- kostnaði dagvistanna. Auðvitað væri æskilegt ef hægt væri að hækka laun ófaglærðs starfsfólks líka með þessari ráðstöfun en hitt verður að taka með í reikninginn að fóstrum á Akureyri mun vænt- anlega fjölga á næstunni,“ sagði Sigríður. SS kaði um tæpar 4.000 Samkvæmt gjaldskrá fyrir tannlækningar frá 1.-31. október ’87 lítur reikningurinn þannig út: 17 einingar, einingarverð 1.525, samt. 25.925 kr. að viðbættu 40% sérfræðingsálagi = 36.295 kr. Launaliður tannlæknis er 45,47% af grunnverði (11.788) plús 40% sérfræðingsálag (10.370) eða 22.158 kr. Aðgerðin tók 105 mínútur og tímakaupið er því 12.662 kr. Sjálfsagt er að geta þess að ein- ingarnar sem hér um ræðir eru álímdar festingar, notaðar við tannréttingar. Samkvæmt nýrri gjaldskrá, 1. janúar til 29. febrú- ar ’88, hafa festingarnar lækkað nokkuð eins og reyndar kom fram í svarbréfi heilbrigðisráð- herra til Vilhjálms Inga. Hefði aðgerðin sem um ræðir verið framkvæmd í dag, hefði viðkom- andi sparað sér 11.124 krónur, og þætti það ekki slæm kjarabót. Jafnframt hefði launaliður sérfræðingsins lækkað og tíma- kaupið samkvæmt nýja taxtanum „aðeins“ 8.781 kr. Mismunurinn er 3.881 króna, eða hátt í 4.000, og því ætti Guðmundur Bjarna- son að fá 4 rósir á næstunni. Vissulega er hér aðeins um eitt dæmi að ræða, liðir í gjaldskránni hafa yfirleitt hækkað en þó má kr. rinna nokkra, sérstaklega varð- andi tannréttingar, sem hafa lækkað. Þess má að lokum geta að tímagjald tannlækna er nú 660 krónur fyrir hverjar byrjaðar 10 mínútur. Tannlæknar taka þetta gjald m.a. fyrir viðtal, skoðun, eftirlit og skróp. Klukkutíma spjall við tannlækni kostar sem sagt 3.960 krónur. SS Akureyrarbær: Afskrifar aðstööugjöld Smára Á fundi bæjarráðs Akureyrar- bæjar um miðjan janúar sl. var m.a. rætt um þrotabú fyrir- tækisins Smára hf. Fyrirtækið skuldaði Akureyr- arbæ aðstöðugjöld, en bæjarlög- maður greindi frá því að lokið sé skiptum í búinu og að ekkert hafi fengist upp í kröfu Akureyrar- bæjar. Verður því að afskrifa skuldina, sem nernur 763.478 krónunr. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.