Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 9
3. febrúar 1988 - DAGUR - 9 verið náin samvinna milli Nátt- úrugripasafnsins og Lystigarðsins þótt hér hafi verið um sjálfstæðar stofnanir á vegum Akureyrarbæj- ar að ræða þar til um áramótin er þær sameinuðust undir merki Náttúrufræðistofnunar Norður- lands. Stofnunin heyrir einvörð- ungu undir Akureyrarbæ, a.m.k. enn sem komið er. Náttúrugripa- safnið hefur að vísu ávallt fengið ríkisstyrk, en hann er mjög lítill miðað við umfang rekstursins. Hörður sagði að árið 1987 hefði styrkurinn numið 120 þúsund krónum, en rekstrarkostnaður- inn var yfir 4 milljónir króna. Við Náttúrufræðistofnun Norður- lands vinna 4 fastir starfsmenn allt árið. Á Náttúrugripasafninu er einn- ig bókasafn og þar er gefið út eina grasafræðitímaritið á land- inu, Acta Botanica Islandica, sem birtir niðurstöður rannsókna á íslandi. Hér er um alþjóðlegt tímarit að ræða, ritgerðirnar eru yfirleitt á ensku og stundum á þýsku eða frönsku. Þá stendur til að Helgi Hallgrímsson skrifi bók um íslenska sveppi og verið er að semja við bókaforlagið Örn og Örlyg um útgáfu bókarinnar. Á bókasafninu er mikið af er- lendum tímaritum, sérstaklega um grasafræði, og mörg þeirra hefur Náttúrugripasafnið fengið í skiptum fyrir Acta Botanica og sagði Hörður að mörg rit sem safnið hefur fengið í skiptum, væru miklu viðameiri, eitt jafnvel 50 sinnum stærra að blaðsíðutali en Acta Botanica. Samansaumaður geirfugl Eftir að hafa skoðað 4. hæðina fórum við niður á þá 1. þar sem sýningarsalurinn er til húsa. Þar bar mikið á fuglum í fallega skreyttum skápum. Ég spurði Hörð hvort allir fuglategundir sem lifa á íslandi eða koma hingað, væru þarna uppstoppað- ar. „Ég held að allir varpfuglar séu komnir, örninn kom síðastur. Þarna er líka töluvert af flæking- um, jafnvel sjaldséðum." Allir fuglarnir eru merktir og flækingarnir sérstaklega með rauðum punkti. Þar mátti t.d. sjá krossnef, bæjarsvölu, múrsvöl- ung, landsvölu og örlítinn glókoll. Fuglasafnið hefur löng- um verið stolt safnsins. Það var sett upp af Kristjáni Geirmunds- syni og málverk bak við fuglana eru máluð af systur hans, Elísa- bctu Geirmundsdóttur. Þau sýna ■ Fuglarnir eru stolt Náttúrugripasafnsins og óneitanlega er örninn tígulegur. helsta umhverfi fuglanna, heiðar, vötn og sjó. Þarna má líka sjá geirfugl, sem er haganlega samansaumaður úr svartfuglahömum. íslensk spen- dýr eru þarna nokkur, s.s. rottur og refir, en einnig er töluvert af erlendum dýrum. Skordýr má og sjá þarna, fiska og önnur sjávar- dýr, steina og þurrkaðar plöntur. Glögglega má sjá að í sýning- arsalnum er iítið pláss og því lítið hægt að breyta skipan safnsins né setja upp sérsýningar. Hörður vonaðist til að Jónasarhús mætti rísa svo úr rættist, bæði hvað varðar sýningaraðstöðu og aðstöðu fyrir gesti. Safnið er að- eins opið á sunnudögum á vet- urna frá kl. 1-3, en alla daga á sumrin, nema laugardaga, kl. 11- 2. Um 3.000 gestir skoða safnið árlega, en Hörður sagði að rætt hefði verið um að lengja opnun- artímann, a.m.k. í júlí og ágúst, því stundum væru mikil þrengsli þann stutta tíma sem safnið væri opið. Hann sagði að yfirleitt væri um helmingur sýningargesta út- lendingar. „Á síðasta ári var þó yfir helmingur sýningargesta íslend- ingar, en mikil aðsókn var í kringum afmælið og komu þá 300 gestir á einum degi,“ sagði Hörð- ur að lokum og kunnum við hon- um kærar þakkir fyrir leiðsögn- ina. SS Hinn löngu útdauöi geirfugl er saumaður saman úr svartfuglahömum, Verslunar- saga V.-Skaft- fellinga - fyrra bindi Vestur-Skaftafellssýsla gefur út fyrra bindi Verslunarsögu Vest- ur-Skaftfellinga, eftir Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að verslun fluttist inn í héraðið. Vestur-Skaftafellssýsla var um aldir sú íslensk byggð þar sem samgöngur voru hvað erfiðastar enda er héraðið sundurslitið af straumhörðum jökulvötnum og eyðisöndum, auk þess sem strandlengjan er bæði hafnlaus og brimasöm. Hvergi á landinu voru kaupstaðarferðir lengri og erfiðari, hvort heldur sem farið var austur á Papós eða vestur á Eyrarbakka til að sækja brýnustu lífsnauðsynjar. Sumir týndu líf- inu í glímunni við árnar en aðrir misstu hesta sína eða varning í beljandi flauminn. Það olfi því ekki litlum þáttaskilum í lífi Skaftfellinga þegar uppskipun á vörum hófst í Vík í Mýrdal og verslun og þjónusta færðist inn í héraðið. Nú er rétt öld liðin síðan Vík varð löggiltur verslunarstað- ur, en það varð 2. desember 1887. Þá má segja að nýtt tímabil hefjist í sögu sýslunnar og þar sé upphaf framfara í átt til nútíma lífshátta. Þegar líða tók að hundrað ára afmæli þessa sögulega atburðar, þóti sýslunefnd Vestur-Skafta- fellssýslu einsýnt að láta rita verslunarsögu byggðarinnar og fól hún ritnefnd Dynskóga, hér- aðssögurits sýslunnar, að sjá um framkvæmd verksins. Ritnefndin réði til þess Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, að rita söguna. Hefur hann dregið fram í dagsljósið fjölda merkra heimilda og átt viðtöl við Skaftfellinga sem enn mundu uppskipun við hafnlausa strönd og verslunarhætti í upp- hafi aldarinnar, en sumir þeirra eru horfnir af sjónarsviðinu, nú þegar þetta rit kemur út. Kjartan ritar um efnið af mikilli þekk- ingu, á fjörlegan og ljósan hátt. í fyrra bindi Verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga er fjallað um söguna frá síðari hluta 18. aldar og fram undir fyrri heims- styrjöld. Nokkrir meginþættir þess eru: Eyrarbakkaferðir Skaftfellinga - tilraunir til að fá verslun við Dyrhólaey síðast á 18. öld, verslun í Landeyjum í Móðuharðindum og við Vest- mannaeyjar - Papósverslun og viðskipti Skaftfellinga þar - undanfari og upphaf verslunar í Vík í Mýrdal - hallæri og sauða- sala - fyrstu tilraunir til félaga- samtaka um verslun - en síðan er fjallað ítarlega um tvö meginfyr- irtæki á sviði verslunar í Vík um aldamót og fram á þessa öld, Halldórsverslun og Bryðesversl- un. Jafnframt greinargóðri frá- sögn um upphaf og þróun versl- uparinnar er varpað ljósi á mann- líf og atvinnuhætti og þá menn sem voru í fararbroddi í sókn til framfara og bættra lífskjara. Bókin er rúmar 400 bls. að stærð, í stóru broti, og hana prýða um 400 myndir sem fæstar hafa birst áður og varpa Ijósi á löngu horfna lífshætti og mannlíf í harðbýlu héraði. Hún er ómiss- andi fyrir alla þá sem hafa áhuga" á íslenskri atvinnu- og menning- arsögu. Verslunarsaga Vestur-Skaft- fellinga, fyrra bindi, fæst á áskriftarverði, kr. 3.300.00 hjá Björgvin Salómonssyni, Skeiðar- vogi 29, en almennt verð er kr. 4.950.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.