Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. febrúar 1988 Náttúrugripasafnið á Akureyri var stofnað árið 1951. Upphaflega var það sýningarsafn, stofnað um fuglasafn sem Jakob Karlsson gaf Akureyrarbæ. Helgi Hallgrímsson tók við starfi safnvarðar árið 1963 og hóf hann að stunda náttúrurannsóknir og byggja upp rannsóknaaðstöðu við safnið. Dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur hóf störf við safnið árið 1970 og hefur hann unnið mikið að uppbyggingu þess ásamt Helga Hallgrímssyni. Hörður var forstöðumaður safnsins frá 1. okt. ’73- ’77. Pegar Helgi lét af störfum við safnið sumarið 1987 tók Hörður við forstöðumannsembættinu. Við heimsóttum Náttúrugripasafnið og báðum Hörð að lýsa starfsemi þess. Náttúrugripasafnið er til húsa að Hafnarstræti 81. Skrifstofa. rannsóknastofa og^bókasafn eru á 4. hæð en sýningarsalur á 1. hæðinni. Húsakynnin eru ekki stór í sniðum og þrengsli eru greinilega mikil. Þá lekur þak hússins og veldur það oft miklum erfiðleikum á 4. hæðinni. Að sögn Harðar eru um 10 ár liðin frá því fyrst varð vart við leka en varanlegar úrbætur hafa ekki feng- ist enn. Upphæð sem áætluð var til viðgerðar á þakinu í fyrra reyndist allt of lág til að hægt væri að ráðast í framkvæmdir, en ný og raunhæfari áætlun liggur nú fyrir og standa vonir til að úrbæt- ur fáist í ár. Varanleg lausn gæti hins vegar komið eftir nokkur ár ef Náttúrufræðistofnun Norður- lands fær að reisa „Jónasarhús" vestan við Lystigarðinn. Ég spurði Hörð fyrst um ytri aðstæður, en um áramótin féllu Náttúrugripasafnið og Lystigarð- urinn undir Náttúrufræðistofnun Norðurlands. En hvernig miðar undirbúningi að byggingu hús- næðis fyrir stofnunina? „Nefnd sem kosin var af bæjar- stjórn hefur þegar hafið störf og mun vinna að þessu máli. For- maður hennar er Tómas Ingi Olrich. Vissulega líst mér mjög vel á þennan kost, að byggja yfir stofnunina þarna við Lystigarð- inn. Það væri mjög skemmtilegt og auk þess mikill kostur að hafa stofnunina á sama stað því ferða- menn heimsækja bæði safnið og Lystigarðinn. Segja má að Lysti- garðurinn sé lifandi náttúrugripa- satn með plöntum og hann á sam- leið með Náttúrugripasafninu." í Jónasarhúsi er gert ráð fyrir kennslustofum í náttúrufræðum. sýningarsölum, bókasafni og rannsóknastofum. Nefndin sem Hörður sagði að bömin væru mjög hrifin af erlendu dýrununi, eins og t.d. þessari gaupu. Myndir: tlv Hörður talaði um hefur það hlut- verk að leita leiða, í samvinnu við ríkisvaldið, til að leggja grundvöll að vísinda- og gagna- miðstöð á Akureyri og móta hug- myndir um rekstur slíkrar stofn- unar og hún hefur augastað á lóð vestan Lystigarðsins sem er í eigu Menntaskólans á Akureyri. „Það verður hálfgert öngþveiti hér“ - Segðu mér Hörður, er pláss- leysið farið að há ykkur hjá Nátt- úrugripasafninu? „Já, það er varla orðið pláss til að vinna. Hér eru líka margir skápar með safngripum sem hægt væri að nota til sýningar ef það væri pláss. Sýningarsalurinn er mjög lítill þannig að of þröngt er fyrir sýningargesti. Það vcröur hálfgert öngþveiti hér ef við fáum fulla rútu af gestum, hvað þá ef þær eru tvær. Salurinn gefur ekki svigrúm til að vera með skiptan- legar sýningar. Fasta safnið sem er þarna niðri, sýnishorn úr dýra- og plönturíkinu á íslandi, það verður auðvitað að vera þar áfram en það tekur mest allt plássið. Fuglarnir skipa þarna heiðurssess og hingað koma gjarn- an fuglaskoöarar á leið austur til Mývatns og fólk reiknar auðvitað* með þessu fuglasafni hér. Við höfum ekkert pláss umfram þetta og þyrfti meira rými ef gera ætti dýra- og plönturíkinu góð skil.“ - En hvaða starfsemi fer fram hér á Náttúrugripasafninu? „Hún er ansi margþætt. Hlut- vérk safnsins, eða Náttúrufræði- stofnunar Norðurlands, er að vinna að almennum rannsóknum á náttúru íslands, einkum þó Norðurlands, og þar sem hér hafa aðallega verið grasafræðing- ar hafa rannsóknirnar verið fyrst og fremst á því sviði. Við höfum lagt stund á ákveðnar sérgreinar, sveppi og fléttur aðallega, og segja má að miðstöð þeirra rann- sókna á íslandi sé hér. Auk þess höfum við unnið talsvert að rann- sóknum á útbreiðslu blóm- plantna og byrkninga og komin eru drög að útbreiðslukortum fyr- ir allt landið. í seinni tíð hefur verið dálítið um útseld verkefni sem við höfum tekið að okkur, en framboð á verkefnum hefur verið mjög breytilegt. Oft hefur verið um að ræða ýmiss konar umhverfisrannsóknir, gjarnan í sambandi við fyrirhugaðar virkj- anir á Norðurlandi. Nú í sumar réðist til okkar jarðfræðingur, Halldór Pétursson, þannig að núna erum við betur í stakk búnir til að taka að okkur markviss jarðfræðiverkefni. Petta er eftir- lit með mannvirkjagerð og fram- kvæmdum fyrir Náttúruverndar- ráð og ennfremur rannsóknir á lausum jarðlögum, t.d. varðandi efnistöku til vegagerðar eða byggingar. Við höfum mikinn hug á því að í framtíðinni verði unnið meira að því að kortleggja laus jarðlög á Norðurlandi. Hail- dór Pétursson var búinn að vinna lengi að prófverkefni í lausum jarðlögum á Melrakkasléttu þeg- ar hann var við nám í Noregi og hann hefur mikinn áhuga á því að vinna áfram á Norðurlandi. Náttúrugripasafnið og Lystigarðurinn Síðan má nefna ýmis verkefni sem tengjast Lystigarðinum. Lystigarðurinn hefur verið með aðstöðu hér nokkur undanfarin ár á veturna, enda var ekki í nein húsakynni að venda þar, nema gamlan skúr, áður en Eyrarlands- stofa var opnuð í sumar. Hér fer aðallega fram skráning á plöntu- safninu og fræskipti við erlendar stofnanir. Árlega er safnað fræj- um af íslenskum og erlendum plöntum og frælistar eru sendir til grasagarða út um allan heim og við fáum frælista frá þeim í staðinn. Árið 1987 voru t.d. afgreiddar fræpantanir til um 150 grasagarða.11 Hörður sagði að ávallt hefði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.