Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1988, Blaðsíða 3
3. febrúar 1988 - DAGUR - 3 Halldór Ásgeirsson starfsmaður byggingavörudeildar raÖar vörum í hillur hinnar nýju verslunar aö Lónsbakka. Mynd: TLV Byggingavörudeild KEA: „Við erum hálffluttir" - segir Mikael Jóhannsson deildarstjóri /S.ÖUV S.V. swt(ut - 290-' Kðuv w- 69o,- ** KðuvV.v- HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Undanfarna daga hafa starfs- menn Byggingavörudeildar KEA unnið að því að flytja ýmsar vörutegundir út í hið nýja húsnæði deildarinnar við Lónsbakka. Um síðustu helgi var farið með málningu, verk- færi önnur en rafmagnsverk- færi og ýmsa smávöru úteftir en áður höfðu dúkar, teppi, klæðningar og fleira verið ttutt þangað. „Það má segja að við séum hálffluttir og ég vona að við get- um nú tekið sæmilega vel á móti viðskiptavinum okkar hér ytra. Ég hcld að þetta húsnæði verði nokkuð gott þegar breytingar eru afstaönar,” sagði Mikael Jóhannsson deildarstjóri í sam- tali við Dag. Mikael sagði að flutningarnir myndu standa yfir með hléum alveg fram á sumar þegar þungavaran verður flutt úr „timburbrotinu“. I eldra húsnæðinu við Glerár- götu er ennþá að finna rafmagns- verkfæri, blöndunartæki, flísar, hreinlætistæki og vörur mið- stöðvardeildar. í húsnæðinu við Lónsbakka Eftirmenntunarsjóður málmiðnaðarmanna: Fyrstu námskeiðin em hafin í haust var gerður samningur milli Málm- og skipasmiða- sambands Islands og Sam- bands málm- og skipasmiðja, um stofnun eftirmenntunar- sjóðs sem opna á öllum málm- iðnaðarmönnum leið til þess að auka við sína faglegu þekk- ingu. Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri sagði að nú væri unnið við að útbúa námsefni. Um helg- ina var fyrsta námskeiðið haldið á Akureyri, en það var fyrir bif- vélavirkja og var haldið á bif- reiðaverkstæðinu Þórshamri. Fleiri námskeið fyrir starfs- menn hjá málmiðnaðarfyrirtækj- um munu fylgja á eftir seinna á þessum vetri og verður það næsta 12.-14. febrúar nk., einnig fyrir bifvélavirkja. „Nú þegar svo mikið hefur áunnist varðandi vinnutíma í greininni, en hann hefur styst töluvert mikið, get ég vel hugsað mér að mennirnir hætti vinnu kl. 16.00 á daginn og setjist þá á skólabekk í einn til tvo tíma, tvisvar til þrisvar í viku til að auka við sina þekkingu. Betra væri að koma heim eftir slíkan dag, en eftir erfiða 12 tíma vinnu í smiðju,“ sagði Hákon. Sjóðurinn er fjármagnaður sameiginlega af stéttarfélögunum og vinnuveitendum. VG Strætisvagnar Akureyrar: Ákveðið að fella leið 6 niður Frá 1. mars nk. mun leiö 6 hjá Strætisvögnum Akureyrar verða felld niöur. Hér er um að ræða leiðina Glerárhverfi- Brekkur-Glerárhverfi um Hlíðarbraut en þessi leið hefur verið ekin kl. 7-9 á morgnana. Ingi Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Strætisvagna Akureyrar sagði í samtali við blaðið að ástæður fyrir að þessi leið væri felld niður væri sú að leiðin hafi lítið verið notuð. í upphafi hafi hún fyrst og fremst verið hugsuð til að aka fólki af Brekkunni til vinnu í Glerárhverfi og einnig fyrir skólafólk en raunin hafi hins vegar orðið sú að leiðin væri lítið notuð. JÓH eru nú að störfum flestir eða allir flokkar iðnaðarmanna, nema málarar, og keppast þeir við að koma húsnæðinu í endanlegt horf. ET SKATTFRAMTAU MJ&AÐSKllA í fœka fíð - skil á skaftframtali erskilyrði fyrirskattleysi á launatekjur 7 987 Skattframtali ber að skila nú sem endranær. Athugið að ef ekki er talið fram, verða gjöld áætluð samkvæmt skattalögum og njóta menn þar með ekki skattleysis vegna almennra launatekna ársins 1987. FRAMTALSFRESUJR RENNUR ÚT 10.FEBRÚAR. 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.