Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 2
Mikio ún/al af nýlegum bílum ____ ________? **_Komið og skoðið 2 - DAGUR - 25. mars 1988 við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Símar241_____ Blönduós: Húsh itu na rkostnaðu r 83% yfir vísitöluviðmiðun Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur unnið að könnun á húshitunarkostnaði á Norður- landi. Athugunin hefur leitt í Ijós gífurlegan mun á þessum kostnaði, eftir því hvaða hita- gjafl er notaður. Kaforkan hef- ur hækkað á meðan verð á olíu til húshitunar hefur farið lækk- andi og er svo komið að raf- magnið er orðið dýrasti orku- gjafinn. Hagstofa íslands hefur reiknað út að vísitölufjölskyldan þurfi að verja kr. 2.573 til húshitunar á mánuði. Komið hefur í ljós að sumar hitaveitur á Norðurlandi verða að selja orkuna á hærra verði, en er á sama hitamagni, ef kynnt er með olíu. Stór hluti Norðlendinga verður að greiða stærri hluta tekna sinna vegna kyndingarkostnaðar á íbúðum, en vísitalan gerir ráð fyrir. Samkvæmt framangreindri könnun, er það Hitaveita Blönduóss sem þarf að selja dýr- ustu orkuna, af þeim stöðum sem könnunin náði til, eða 83% yfir þeim kostnaði sem framfærslu- vísitalan gerir ráð fyrir. Til samanburðar má geta þess að Hitaveita Reykjavíkur getur 'selt sína orku á verði sem er 31% undir því sem reiknað er inn í framfærsluvísitöluna. Að sögn Guðbjartar Ólafsson- ar, tæknifræðings Blönduós- hrepps, var Hitaveitu Blönduóss aðeins boðið upp á skuldbreyt- ingu á lánum, þegar ríkið gekk í að leiðrétta upphitunarkostnað á landinu og nokkrar verst settu DAGUR Rcylgavík 0 91-17450 Norðlcnskt dagblað veiturnar fengu til þess beinan styrk. Hann sagði að neytendur á Blönduósi notuðu mjög lítið vatn, rétt um 3,5 I og þar með dreifðist gjaldið á færri einingar. Hann sagði að þar sem Hita- veita Blönduóss þyrfti að ná vatninu upp með dælingu hlæðist á mikill auka kostnaður. Það kostaði stöðuga vakt, stjórnstöð með miklum búnaði og vararaf- stöð, með tilheyrandi bygging- um. Reyndar væri búið að afnema söluskatt af rafmagni til dælingar en það drægi skammt. -fh Kristján Jónsson við hiið hins nýja sjúkrabíls Ólafsfirðinga. Olafsfiröingar fá nyjan og fullkominn sjúkrabíl Rauða kross deildin á Ólafs- firði hefur fengið afhentan nýj- an sjúkrabíl til notkunar. Bíll- inn er fjórhjóladrifinn af gerð- inni Ford Econoline E 350 og hentar vel á erfidum fjallveg- um. „Petta er stórt átak fyrir lítið félag,“ sagði Kristján Jónsson í Hornbrekku þegar Dagur for- vitnaðist um kaupin. „Bíllinn kostar um 2 milljónir króna með öllum búnaði og fjármögnum við S'á Rauða krossinum hér á lafsfirði bróðurpartinn af þeirri upphæð. Um 25% kemur síðan úr sérverkefnasjóði R.K.Í." Sjúkrabíllinn er innréttaður af fyrirtækinu Stratus í Bandaríkj- unum og er hann búinn nýjum og fullkomnum tækjum s.s. hjarta- línurittæki, hjartastuðtæki, öndunarvél, súrefnistæki og öðr- um tækjum til hjálpar sjúkum og slösuðum. Að sögn Kristjáns fer sjúkra- bíll frá Ólafsfirði að meðaítali um Aðalfundur Akureyrardeildar KEA veröur á Hótel KEA þríðjudaginn 5. apríl kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Fyrir ferminguna Afskorin blóm, blómaskreytingar, gjafavara. Fyrir páskahátídina Páskaliljur í pottum. Úrval af afskornum blómum. Ýmiss konar páskaskraut. Kerti, serviettur og margt, margt fleira. Opið sunnudag 27. mars kl. 9-16, fimmtudag 31. mars kl. 9-16, laugardag 2. aprfl kl. 9-16 og mánudag 4. aprfl 9-13. Kaupangi. Sími 96-24800 og 96-24830. AKUR 65-70 ferðir á ári út fyrir bæinn en ekki eru skráðar sérstaklega ferð- ir innan bæjarins. Þess má geta að bílstjórar bílsins hafa gefið alla sína vinnu við þessar ferðir. Gamli bíllinn sem hefur þjón- að Ólafsfirðingum dyggilega í átta ár hefur verið seldur til Þing- eyrar og fer fljótlega til sinna nýju heimkynna. AP Iþróttasjóður ríkisins lifir enn: „Getur ekki þjónað hlutverki sínu með sama áframhaldi“ - segir Reynir Karlsson íþróttafulltrúi Eftir mikla baráttu íþróttafor- vstunnar í landinu síðustu mánuði, gegn þeim áformum stjórnvalda að leggja íþrótta- sjóð og félagsheimilasjóð niður, var á dögunum gengið frá því á Alþingi að báðir þess- ir sjóðir fái að lifa, a.m.k. um sinn. Var þar með hætt við að fella framlög til þeirra mála- flokka sem sjóðir þessir hafa annast, inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. En þar með er aldeilis ekki tryggt að þessir sjóðir geti sinnt sínu hlutverki, að sögn Reynis Karlssonar íþróttafulltrúa ríkisins. „Það má segja að kerfið sé sprungið. Reikningslegar endur- greiðslur úr íþróttasjóði hefðu á þessu ári, samkvæmt uppgjöri um síðustu áramót, átt að vera 186 milljónir. Á því sést vel hvað þær 25 milljónir sem okkur eru veittar á þessu ári til fram- kvæmda á vegum bæjar- og sveit- arfélaga segja lítið. En að auki fáum við 15 milljónir til að lána út á framkvæmdir sem einstök íþróttafélög og sambönd standa í. Til félagsheimilassjóðs var einnig varið 15 milljónum. Það er alveg ljóst að það verður að endurskoða þennan málaflokk allan. Með slíku áframhaldi getur íþróttasjóður á engan hátt þjón- að sínu hlutverki," segir Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins. Sem dæmi um hina gífurlegu eftirspurn eftir fjármagni til byggingar íþróttamannvirkja nefndi hann íþróttahúsabygg- ingarnar. í dag er verið að Ijúka við byggingu 6 íþróttahúsa, 15 eru í byggingu, 12 á teikniborð- inu og til viðbótar liggja fyrir ósk- ir um byggingu 22ja íþróttahúsa. Og þá ætti eftir að telja upp sundlaugarnar, íþróttavellina, skíðamannvirkin, golfvellina o.s.frv. Aðspurður sagði Reynir að mönnum hefði á engan hátt litist á frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gerði það að verkum að framlög til sjóðanna voru felld inn í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaganna. „Að okkar dómi var ekkert undirbúið með hvaða hætti þetta gerðist og menn gátu engan veginn treyst því að framlög til þessara mála- flokka héldust frá því sem áður hafði verið,“ sagði Reynir. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.