Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 21

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 21
25. mars 1988 - DAGUR’- 2t heimsmet. Þar má t.d. lesa að stærsti maður heimsins (Gabriel Estavao Monjane frá Mosambik) er 2,457 metrar, sá elsti (Shige- chiyo frá Japan) er 120 ára og 237 daga gamall, frjósamasta konan (Leontina Albina frá Chile) eign- aðist 55 börn og að sú hárprúð- asta (Diane Witt frá Bandaríkj- unum) skartar 2,59 m löngu hári. Það eru þó miklu fremur fárán- legu metin sem hafa gert Guinness að metsölubók, t.d. heimsmetið í lófaklappi (54 klukkustundir), trommuslætti (44 sólarhringar og ein klukkustund), brandararegni (48V5 klukkustund) eða spila- borgarbyggingu (3,9 metrar á hæð). Norman Johnson frá Blackpool hafði gúrkuskurð að áhugamáli. Hann náði svo langt í listinni að geta skorið 30,48 cm langa gúrku í 244 sneiðar á 13 sekúndum. Atvinnulausum pilti tókst að láta stafla af 132 smá- peningum halda jafnvægi á oln- boganum og grípa 100 þeirra aft- ur með sömu hendi - og fékk sæti í Heimsmetabókinni. Pað er ekkert nýtilkomið, að menn reyni að setja met. Hómer þekkti þörf mannsins að „vera alltaf fyrstur í einhverju og keppa við aðra“. Grikkinn Herostatus þurfti að kveikja í einu af undr- um veraldar, Artemishofinu í Ephesos, til að komast á síður sögunnar. Pökk sé Guinness-for- laginu, að nú er nóg að uppgötva að maður er fljótastur að ein- hverju, eins og t.d. að skræla kartöflur, til þess að verða frægur. Það verða þó að teljast þjóðfélagslegar framfarir, ekki satt? Sú krafa er gerð að minnst tvö hlutlaus vitni séu að metinu, „helst bæjarstjórinn og einn af okkar mönnum," segir Guinness- Sú hárprúðasta. . Að öðru leyti eru regl- urnar einfaldar. Konunni sem freistaði inngöngu með því að þvo tveggja hæða strætisvagn í London með tannbursta var vís- að frá. „Óvíða í heiminum eiga menn kost á tveggja hæða strætis- vögnum til að slá metið, og því hefði verið ósanngjarnt að viður- kenna það,“ útskýrði einn af rit- stjórunum. Hins vegar var Karen Stevenson skráð fyrir að borða 2780 baunir á 30 mínútum með tannstöngli, þar sem væntanlegir keppinautar ættu auðvelt með að afla sér bauna og tannstöngla hvar sem er í heiminum. Umsóknum um skráningu er líka hafnað, ef talið er að þær gefi of hættulegt fordæmi. Pannig var til að mynda hætt að skrá hve mörgu fólki tókst að troða inn í smábíl eftir að ítrekað kom fyrir að hópur fólks var nærri kafnað- ur við tilraunir til að hnekkja metinu. Starfsmenn Guinness um heim allan eru önnum kafnir við að fylgjast með og skrá metin. Dag- lega befast forlaginu hundruð bréfa með fyrirspurnum, hug- myndum að nýjum metum og umsóknum um birtingu. Símleið- is kemur annað eins. Ritstjórnin hittist svo hvern föstudag, ber saman bækur sínar og velur úr. Minnsti bananinn er enn ekki kominn í bókina. Drengur sendi hann nýlega, 1,5 cm langan. „Ykkur er guðvelkomið að borða hann,“ skrifaði hann af miklum höfðingsskap. En af virðingu fyr- ir metinu stóðust ritstjórarnir freistinguna. Svo nú liggur ávöxt- urinn inni í skáp - og verður þar sennilega þangað til enn minni banani leysir hann af. (Der Spicgel, þýtt.: Magnús Kristinsson.) gáfu góða raun. Ágóðinn af uppboðinu rann til golfklúbbs- ins og var Guðmundur Lárus- son, gjaldkeri G.A., sýnilega hrifinn af framtakinu. Þess má geta að Þórarinn B. Jónsson gaf allar þær myndir, sem boðnar voru upp og hafði reyndar keypt þær sérstaklega í þeim tilgangi. Að málverkauppboðinu loknu fluttu félagar úr leik- klúbbnum Sögu nokkur atriði úr söngleiknum „Grænjaxlar“, sem sýndur er í Dynheimum um þessar mundir. Síðan var dansinn stiginn fram eftir nóttu við undirleik hinna landsfrægu Gauta frá Siglu- firði. Meðfylgjandi myndir voru teknar á opnunarhátíð- inni. Þeir skyldu þó ekki vera uA tala um golf...? Hörður Túliníus og Gísli Bragi Hjartarson létu sig ekki vanta við opnuninu. Þessi glæsilega terta var til sýnis opnunarkvöldið, en daginn eftir gerðu gestir Gísli Jónsson stjórnaði málverka- henni góð skil, er þeir brugðu sér í kaffi að Jaðri. uppboðinu með „stæl". Til leigu skrifstofu- eða verslunarhúsnæði ca. 100 fm í Miðbæ Akureyrar. Upplýsingar í síma 24646. I.D.L Páskamót LETTIH Fyrirhugað er að halda páskamót laugardaginn 2. apríl. Tekiö er viö skráningu í Hestasporti. SBA SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR S/F Breytt áætlun um páska Akureyri - Mývatn - Akureyri Frá Akureyri 30.03 kl. 16.30 04.04 kl. 14.00 08.04 kl. 16.30 10.04 kl. 14.00 Frá Reynihlíð 30.03 kl. 20.00 04.04 kl. 17.00 08.04 kl. 20.00 10.04 kl. 17.00 Afgreiðsla Akureyri. Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, sími 24442 og 24475. Hótel Reynihlíð sími 96-44170. sturtuklelar Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 HREINLÆTiSTÆKI STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Ðanssýning — Danssýning 1. sýninj* nýstol'naös syniii«arnokks t'rá Dans- stúdíói Alice veröur f'östuclaj>in 11 25. mars kl. 18.00. Uppselt. 2. sýning sama daj> kl. 20.30. 3. og síöasta sýniiig laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Sýnt verðnr í Svartfngli, Skipagötn 14, 4. hæð. Dansnemendur, látid ykkur ekki vanta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.