Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 17
25. mars 1988 -DAGUR - 17 Fínull hf: „Vel í stakk búin að gera gæðavöru Á síöasta ári hófst hér á landi framleiösla á fatnaði úr kan- ínuull. Verksmiðjan sem fram- leiðir þennan fatnað er í eigu FínuIIar hf. sem er eina fyrir- tækið á landinu sem framleiðir band og fatnað úr kanínuull. Fínull hf. var stofnað árið 1986 og tók til starfa í mars á síðasta ári en þá hafði fyrirtækið keypt þýska fyrirtækið Teufel sem starfað hefur í Döffingen frá því það var stofnað árið 1932. Með í kaupunum fylgdu allar vélar, framleiðsluþekking, framleiðsluvörur og dreifíngar- kerfí í Þýskalandi. Fínull hf. er í eigu kanínubænda, Byggða- stofnunar, Álafoss hf. og Kan- ínumiðstöðvarinnar í Njarðvík, sem er stærsta kan- ínubú landsins. Sigurður Sig- urðsson sölustjóri FínuIIar hf. var nú á dögunum staddur á Norðurlandi til þess að kynna framleiðslu Fínullar. Sigurður var spurður frekar um rekstur Fínullar og framleiðslu fyrir- tækisins. „Það er mikill kostnaður sam- fara því að læra inn á þessa tækni og þekking liggur ekki á lausu. Við höfum í dag bæði tæki og þekkingu til að vinna úr angóru- ullinni og erum komnir með erlenda markaði sem við erum að vinna upp og teljum okkur vera mjög vel í stakk búin til að gera gæðavöru. Við höfum fengið ein- róma lof frá Bandaríkjamönn- um, Svíum, Norðmönnum, Dön- um, Kanadamönnum og fleirum fyrir okkar framleiðslu,“ segir Sigurður. Framleiðum 40 tegundir Fínull hf. framleiðir undir merk- inu Iceland Angora. Framleiðslan miðast einkurn við þær vötur sem þýska fyrirtækið Teufel fram- leiddi og má skipta framleiðsl- unni í tvo flokka, annars vegar nærfatnað fyrir allan almenning og hins vegar sérhannaðan skjól- fatnað sem ætlaður er til verndar og hlífðar við ýmsum kvillum. Þessi fatnaður er kallaður heilsu- fatnaður. „Þessi fatnaður andar mjög vel og getur hentað vel fyrir t.d. vinnandi fólk svo ekki sé talað um fólk sem stundar t.d. útivist. Ekki má gleyma því að þetta er ný vara sem er úr innlendri ull, ekki úr erlendum efnum eins og t.d. „föðurlandið". í fötunum er 100% angóruull og galdurinn við einangrun þessarar ullar er sá að því fínni sem þræðirnir eru, því meira lofti geta þeir haldið kyrr- stæðu á milli sín. Hárin í þessari ull er margfalt fínni en't.d. í ull af íslenskú sauðkindinni sem gerir að verkum að hitinn helst betur og líkamshitinn helst stöðugur þrátt fyrir ólíkar ytri aðstæður," segir Sigurður. Hjá Fínull eru skrásettir um 100 framleiðendur, víðs vegar um landið. Nú eru framleiddar um 40 tegundir og þrátt fyrir að verksmiðjan sé fyrir stuttu komin í notkun þá annar hún ekki þeirri eftirspurn sem er á framleiðsl- unni í Þýskalandi. til enga fitukirtla sem smitað geta í ullina og valdið þannig óhrein- indum. Kanínurnar eru mjög þrifnar, hreinsa allt rusl og óhreinindi sem á þeim lenda úr fóðri og umhverfi. Þetta skiptir verulegu máli þegar til fram- leiðslunnar kemur vegna þess að ekki þarf að þvo ullina áður en hún er spunnin. Ef gerður er samanburður á angóruullinni og ullinni af íslensku sauðkindinni kemur í ljós að angóruullin mælist sterk- ari þrátt fyrir að hún sé mjög fín. Auk þess er eðlisþyngd hennar mun minni en kindaullarinnar sem gerir angóruullina mjög eftirsóknarverða. Upphaflega komu angórakanínur frá Svartahafslöndum til Frakklands árið 1723. Myml: TLV Nægir markaðir og framleiðslugeta Nú eru framleidd um það bil 3000 tonn af angóruull í heiminum á ári. Um 80% framleiðslunnar kemur frá Kína en þaðan er hún flutt óunnin til Evrópu og Banda- ríkjanna. Auk þess er nokkuð Angórukanínur eru þrifnar skepnur og ull þeirra því mjög hrein. Þetta skiptir miklu þegar til vinnslu ullar- innar kemur. Mynd: TLV framleitt í Argentínu, Brasilíu og á seinni árum á Nýja Sjálandi. Af Evrópulöndum er framleiðsla mest í Frakklandi og Tékkó- slóvakíu. Þjóðverjar og Danir framleiða talsvert af angóruull þótt hlutur þeirra í heimsfram- leiðslunni sé frekar lítill. Sigurður Sigurðsson segir að nú geti Fínull hf. framleitt úr meiri ull en berst til verksmiðj- unnar. Ársframleiðsla á íslandi er um 4 tonn af ull en fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er um 80 tonn. Til þess að skapa verksmiöjunni meiri verkefni hefur % af ullinni komið erlendis frá. Nú eru greiddar 2000 kr. fyrir kílóið af 1. fl. angóruull en Sigurður segir að með fjölbreytt- ari notkun ullarinnar hafi dregið úr sveiflum á verði. Gæðin ráða einnig mestu um verð og eftir- spurn en gæðaflokkun hefur lengi verið ströng. Hagkvæmni fram- leiðslunnar fer fyrst og fremst eft- ir því hver stór hluti hennar kemst í 1. flokk. Ekki er að efa að fatnaður úr angóruullinni á eftir að ryðja sér í auknum mæli rúms hér á landi enda oft þörf fyrir hlýjan fatnað á frostköldum íslenskum vetrar- morgnum. JÓH iti „Núna eru að gerast mikil ævintýri í okkar markaðsmálum í þessum löndum sem ég nefndi áðan sem vonandi þýða miklar upphæöir fyrir okkur. Þetta ár þurfum við hins vegar að beina krafti okkar í að kynna vöruna á innanlandsmarkaði áður en við snúum okkur af alvöru að út- flutningi." Ullin og kanínan Angórukanínur bárust fyrst til Evrópu árið 1723 og komu þær með enskum sjómönnum til Frakklands frá Svartahafslönd um. Ræktun þeirra var fyrst í stað í Englandi og þaðan breidd- ist þessi búgrein út til annarra Evrópulanda. Talið er að í Eng- landi hafi þær verið nefndar ángóra í samræmi við aðrar lang- hærðar dýrategundir s.s. angóra- geitur, angóra-ketti og angóra- marsvín. Upphaflega mun þó nafnið vera dregið af borginni Ankara í Tyrklandi. Aðeins hvíta angóra loðkanínan er nýtt, mislitar angórukanínur hafa miklu minna gildi í framleiðslu. Angóruullin er mjög hrein sem stafar af því að kanínan hefur svo Eiginmaður minn RAGNAR J. TRAMPE, Hafnarstræti 29, Akureyri, lést að morgni 24. mars. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Eiríksdóttir. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, HELGU HALLGRÍMSDÓTTUR, Aðalstræti 44, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fyrir góða ummönnun í veikindum hennar. Indriði Jakobsson, Edda Indriðadóttir, örn indriðason, Hallgrímur Indriðason og fjölskyldur. Drögum úr hraða -<£>>' -ökum af skynsemi ! yU^EROAH Fallegt páskaskraut ★ Páskakerti ★ Páskaservíettur ★ Borðbúnaður ★ Fermingargiafir og fl. og fl. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 96-2 59 17 Lifrnfí orð „Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi; grasið skrætnar og blómið fellur. En orð Drottins varir að eilífu. “ 1. Pét. 1.24-25. Við erum börn tímans og hinnar líðandi stundar. Okkur er skammtaðuf tíminn líkt og grasið sem sprettur úr sér en skrælnar síðan. Margt í gróðr- ar- og plönturíkinu má líkja við mannsævina. Sumargróður- inn stendur í blóma mjög skamman tíma og þannig er með okkur. „Þér vitiö ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan." Jak. 4.14. Mannanna verk eru dauðleg, en það sem Guð framkvæmii* fyrirferst ekki og það sem hann segir í orði sínu gildir eilíflega. Orðalagið „allt hold“ minnir á það sem mannlegt er, and- sþænis því sem er guðdóm- legt. Hið mannlega er hverfult en það sem Guöi tilheyrir var- anlegt. Hér er um að ræða vegsemd mannsins annars vegar, en hins vegar vegsemd Guðs. Sá tími er ekki langur, frá því að við náum fullorðins þroska, þar til hæfileikarnir taka að dvína. Sá sem áttar sig í alvöru á þessari stað- reynd „öðlast viturt hjarta" segir ritningin. „Ár vor líða sem andvarp. Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“ „Kenn oss að telja daga vora, aö vér megum öðlast viturt hjarta.“ Sálm. 90.9-10,12. Þar sem við erum slík hálmstrá í Ijósi eilíföarinnar, því meira þurfum við á þeim Guöi að halda sem megnar aö leiða okkur og blessa. Hann er reiðubúinn og megnar að gefa okkur allt í Kristi, en það er okkar að þiggja Guðs náðar- gjafir. Stundum er sagt: „Maður- inn í öndvegi." Það á við þeg- ar rætt er um vélvæðingu og annaö slíkt. En Guð er hafður í öndvegi og hans vegsemd, þá munu hugsjónir okkar falla í réttan farveg. Ef hann fær dýrðina og heiðurinn sem honum ber, þá mun ekki standa á því að maðurinn fái að njóta sín undir hans leiö- sögn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.