Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 3
25'. mars 1988 - DAGUR - 3 Krabbamein í öndunarfærum: Múrurum hættara en öðrum „Eins og nafnið bendir til, er hér aðallega um að ræða upp- haf á nánari könnun,“ sagði Víðir Kristjánsson deiidar- stjóri hoilustuháttardeiidar Vinnueftirlits ríkisins í samtali við Dag, aðspurður um niður- stöður úr forkönnun á mengun við múrverk. „I sementi eru margs konar efni m.a. króm. Það getur verið mismunandi, en ákveðin gerð þess er mjög ofnæmisvaldandi. Niðurstöður úr dánarmeinarann- Sjálfsbjargar landssambands fatl- aðra, að hún skori á þau verkalýðs- félög sem nú eiga í samningaviðræð- um um kaup og kjör, að þau krefjist þess að lágmarksíaun í þjóðfélaginu verði ekki undir 42.000,- krónum. Því með því að halda inni hinum lágu kauptöxtum í samningum, þá haldi þau öllum lífeyrisgreiðslum neðan við þau mörk sem nokkrum manni dugir til framfærslu." „Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri beinir því til Framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar landssambands fatl- aðra, að hún ein sér, eða í samvinnu við stjórn Öryrkjabandalagsins, fari fram á það við Heilbrigðisráðherra, að nú þegar verði hækkuð uppbót á elli- og örorkustyrk vegna reksturs bifreiðar hreyfihamlaðra, til að mæta þeirri gífurlegu hækkun sem orðið hefur á tryggingaiðgjöldum bifreiða. Tryggingagjöldin nema nú um tvennum mánaðargreiðslum líf- eyris, sem í raun er orðið lífeyris- þegum ofviða." (Fréttatilkynning.) Sjálfsbjörg Akureyri: Ályklanir um kjaramál Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á stjórnarfundi Sjálfs- bjargar félags fatlaðra á Akurcyri og nágrenni þann 8. mars sl. og á framkvæmdastjórnarfundi Sjálfs- bjargar landssambands fatlaðra þann 15. mars sl. „Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri beinir því til Framkvæmdastjórnar Kjötútsalan: Bara í Reykjavík Síðastliðinn fimmtudag hófst í Reykjavík útsala á 200 tonnum af kindakjöti úr flokknum D II O, þ.e. offitukjöt frá 1986. Útsala þessi mun standa fram til 20. apríl nk. en hún mun aðeins fara fram í Reykjavík. En hvers vegna fá aðeins íbúar höfuðborgarsvæðisins að njóta þessarar útsölu? „Við erum að gera þetta til- raunaverkefni og getum bara ekki gert meira að sinni en að halda utan um þetta í Reykja- vík,“ sagði Auðunn Bjarni Olafs- son hjá Markaðsnefnd landbún- aðarins er hann var spurður urn ástæður þessa. Aðspurður sagði Auðunn að kjötið komi af sláturhúsum á landsbyggðinni og í þessu tilfelli sé um að ræða kjöt sem hafi verið orðin mjög erfið söluvara. Því sé þessi tilraun gerð nú en vel sé til athugunar að þegar búið verði að gera upp þessa útsölu þá muni verða kannað hvort ekki sé grundvöllur fyrir að selja offitu- kjöt frá 1987 á svipaðan hátt. Komi til þess mun slík kjötsala einnig standa á landsbyggðinni. Auðunn sagðist ekki geta séð ástæðu til annars en slík sala verði könnuð strax að þessari útsölu lokinni. JÓH Fundur framkvæmdastjóra Sambandsfrystihúsa: „Menn snúi bökum saman“ í gær var haldinn í Reykjavík fundur framkvæmdastjóra Sambandsfrystihúsa. Efni fundarins var að fjalla um nýjustu niðurstöður varðandi uppsagnir framkvæmdastjóra hjá Iceland Seafood og launamál Guðjóns B. Ólafs- sonar. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Almennur fundur fram- kvæmdastjóra Sambandsfrysti- húsanna, haldinn í Reykjavík 24. mars 1988, lýsir ánægju sinni yfir því að full samstaða hefur náðst í stjórn í Iceland Seafood Corpor- ation í því deilumáli sem uppi hefur verið á síðustu mánuðum. Fundurinn leggur áherslu á að nú horfi menn til framtíðar og snúi bökum saman við úrlausn þeirra miklu sameiginlegu verkefna sem við blasa.“ ET sókn sem gerð var á múrurum leiddi í Ijós að þeim er hættara en öðrum við að deyja úr krabba- meini í berkjum og lungum.“ Víðir sagði, að í framhaldi af því mætti draga þá ályktun, að eitthvað væri að í starfsumhverf- inu. Hafi þá verið tekin sýni úr andrúmsloftinu þar sem múrarar eru við vinnu og þvagsýni hjá múrurum. „Þá kom í ljós að í þvaginu mælist greinilega meira króm í lok vinnuviku en í upphafi hennar. Bendir það til að þeir verði fyrir mengun við vinnu sína. í andrúmsloftinu mældist hins vegar svo lítil krómmengun, að það er ekki talið marktækt." Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar félögum múr- ara. „Það sem er til ráða er að fá þá til að verja sig við vinnu m.a. með því að nota andlitsgrímur. Áframhaldandi mælingar þurfa að fara fram svo hægt verði að sjá hvort fleiri hættuleg efni finnast í sementi. Svo er hægt að breyta krómi í sementi í annað hættu- minna form. Það er þegar gert á Norðurlöndunum og verður væntanlega gert hér á landi.“ Víðir sagði áhuga á að gera samanburðarmælingar við aðra starfshópa, því króm kemur víð- ar fyrir en í sementi. En þetta eru dýrar mælingar og því ekki hægt að segja um hvenær hægt verður að framkvæma þær. VG Breska hljómsveitin Alca Traz skemmtir föstudags- og laugardagskvöld ásamt hljómsveit Ingimars Eydal Glæsilegur þríréttaður matseðill 'ÓP: Kja'.'sfZZ' Sjatötout fWI B Miða- og borðapantanir í síma 22970 og 22770. FARSÆL KAUP FYRIR NORÐLENDINGA Hver tímir ekki að láta sér líða vel? Nærfatnaður úr 100% angóru er hlýr og notalegur við leik og störf. Fatnaðurinn er búinn til úr hárum angórukanínunnar, sem meðal annars er ræktuð hér á landi. Framleiðandinn er Fínull hf. eina fyrirtæk- ið í öllum heiminum sem getur spunnið garn úr 100% angóru og framleitt úr því fatnað. Kostirnir við nærfatnað úr 100% angóru eru fjölmargir. Þessir eru helstir: • Angórufatnaðurinn er úr náttúrulegum efnum. • Fatnaður úr angóru er hlýr í kulda. • Hann er ekki of heitur í hlýju veðri. • Fáa klæjar undan angórufatnaði. • Þeir sem hafa ofnæmi fyrir sauðaull geta flestir klæðst angórufatnaði án óþæginda. • Líkur benda til að 100% angórufatnaður geti tekið í sig fjórfalda þyngd sína af raka án þess að eigandinn verði þess var eða það valdi honum óþægindum. • Angórufatnaðurinn er fallegur. 15% kynningarafsláttur á angórufatnaði Eftirtaldar verslanir á Norðurlandi kynna angórufatnað- inn frá Fínull hf. fram til mánaðarmóta: Akureyri: Dalvík: Húsavík: Hvammstangi: Ólafsfjörður: Sauðárkrókur: París, Hafnarstræti 96. Kotra. Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Verslun Sigurðar Pálmasonar hf. Valberg. Skagfirðingabúð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.