Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 25.03.1988, Blaðsíða 5
25. mars 1988 - DÁGÍIR - 5 --------------------\ Meðal áhorfenda á Gvrópu- söngvakeppninni voru að sjálf- sögðu þeir Geirmundur Val- týsson og séra Hjálmar Jónsson. Eftir að úrslitin voru kunn ræddi blaðamaður Dags við þá og spurði hvort þeir væru sáttir við fjórða sætið í keppninnni. Þokkalega ánægðir að vera á svipuðu róli - Rætt við Geirmund Valtýsson og séra Hjálmar Jónsson „Svo lengi sem maður er á svipuðu róli og áður þá er ég þokkalega ánægður," sagði höfundur lagsins Geirmundur Valtýsson. „Annars var búið að sefja þjóðina með þessu lagi Sverris áður en úrslitin voru kunn og því lítil spenna nú í kvöld. Lagið hjá honum er annars ágætt og ég vona að því gangi vel í úr- slitakeppninni.“ - Nú hefur þú, Geirmundur, lýst því yfir að þú ætlir ekki að vera með aftur. Er það óbreytan- leg afstaða? „Ég ætla að minrista kosti að taka mér frí í eitt ár. Þessi keppni tekur gífurlegan tíma og má t.d. nefna að ég hef þurft að fara sex sinnum til Reykjavíkur síðan um áramótin út af laginu mínu.“ Séra Hjálmar Jónsson, nú heit- ir textinn þinn: „Látum sönginn hljóma“. Er einhver merking bak við það nafn? „Geirmundur lætur mig fá lög- in á snældu og ég spila þau oft í bílnum til að fá innblástur fyrir texta. Ég ákvað að tileinka þenn- an texta skagfirskri söngmenn- ingu því næstum hvenær sem Skagfirðingar hittast þá er söng- urinn látinn hljóma. Skagfirðing- ar eru mjög söngelskt fólk og héraðið þekkt fyrir að fóstra marga góða söngvara og laga- höfunda. Þannig fékk ég hug- myndina að þessum texta og er hann því tileinkaður íbúum hér- aðsins sem ætíð láta sönginn hljóma.“ - Nú hefur söngvakeppnin oft verið gagnrýnd fyrir að vera inni- haldslaus skemmtun. Hvað viltu segja um þá skoðun? „Ég er nú ekki sammála því. Þetta er saklaus skemmtun og jafnvel þó að eitt ónefnt skáld telji keppnina leiðinlega þá er það bara mátulegt á hann. Þjóðin hefur þurft að hlusta á hann flytja langar og leiðinlegar sögur í útvarpi og því ágætt að hann fái að „þjást“ í smátíma.“ AP Hermann Gunnarsson kynnir ásamt Valgeiri Guðjónssyni og konu hans Ástu Ragnarsdóttur námsráðgjafa HÍ. Velkomin í Lindina vfó Leiruveg Lindin við Leiruveg Opnum um helgina glæsilega veitingastofu á efri hæð Esso-nestisins við Leiruveg. Kynnum í fyrsta skipti á Norðurlandi Ijúffengan rétt: Reykglóðuð svínarif (spare ribs) með Ijúffengri „barbeque-sósu" og meðlæti. Auk þess eru á matseðlinum bæði í lúgum og sal: Söuthern Fried kjúklingar, mínútusteikur m/bernaisesósu, hamborgarar alls konar og einnig ein nýjungin enn fyrir fjölskyldurnar: Barnahamborgarar á mjög hagstæðu verði, djúpsteiktur fiskur og margir fleiri smáréttir. Nýr valkostur í sunnudags bíltúrnum: Kaffi og meðlæti í fallegum sal Lindarinnar. ís og gos ókeypis fyrir börnin alla helgina meðan foreldrarnir njóta nýju spennandi réttanna, eða fá sér kaffi og rjómastykki. r Siemens-vörur til fermingargjafa Vasadiskó ★ Útvörp með segulbandi. ★ Hljómtækjasamstæður. Útvarpsvekjarar og hárblásarar. ★ Merkið tryggir gæðin ★ Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600Akureyri ■ Sími27788 CTC fjölbrennslukatlar til húshitunar! Hinir fjölhæfu CTC katlar, fyrir olíu, rafmagn, og föst brennsluefni eru búnir að sanna ágæti sitt. Ýmsar gerðir. Önnumst sölu og upp- setningu að öllu leyti. Leitið upplýsinga. Kaupangi, símar 96-26400 og 25951. NVLAGNIR VIDGEROIR VIÐHALD VERSLUN ///- Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28, sími 91-622900. HÓTEL KEA Laugardagurinn 26. mars Dansleikur Hinir frábæru Miðaldamenn frá Sigiufirði leika fyrir dansi til kl. 03.00 Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00 ★ Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska minnum við á að opnunartími Súlnabergs og annarra veitingasala hótelsins verður óbreyttur yfir páskahátíðina, nema hvað enginn dansleikur er laugardagskvöldið 2. apríl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.