Dagur - 30.06.1988, Síða 2

Dagur - 30.06.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 30. júní 1988 Sláturhús KEA á Akureyri: Sumar- slátrun hefst í ágúst „Við reiknum með að í fyrstu viku ágústmánaðar verði byrj- að að slátra,“ segir Óli Valdi- marsson sláturhússtjóri KEA á Akureyri aðspurður um hvort einhver sumarslátrun verði hjá sláturhúsinu að þessu sinni. í fyrra var gerð tilraun með sumarslátrun og tókst hún mjög vel. Kjötiö var selt í verslanir á Akureyri og „rann út“. Alls var slátrað um 120 dilkum í sumar- slátruninni í fyrra og gerir Óli ráð fyrir svipuðum fjölda í ár. Dilk- arnir komu úr næsta nágrenni við Akureyri og eru margir bændur áhugasamir um þessa tilraun, enda margir dilkar orðnir nokk- uð vænir á þessum tíma og lausir við fitu. „Það var mjög skemmtileg vigt á þessum skrokkum í fyrra, þetta voru skrokkar eins og fólk vill hafa þá. Ég reikna með að lfkt og í fyrra verði þetta kjöt selt í mat- .vöruverslunum á Akureyri enda tekur það okkur nokkurn tíma að venja fólk við og koma því á bragðið," segir Óli. JÓH Vespubú á Akureyri Óskar Erlendsson á Akureyri fann vespubú á dögunum. Búið var undir sólpalli í u.þ.b. 50 sentimetra hæð yfir jörðu, við hús í Rauðumýri. Óskar sagði að vespan hefði verið fjarverandi þegar búið var tekið en vespan var komin vel á veg við að hreiðra um sig þarna. Óskar sagði að vespur væru nú mun fieiri í bænum en fyrir nokkr- um árum og sömuleiðis væri mikið af hunangsflugum, stundum tugum saman, í görðum við heimahús. Þær geta stungið en ráðast aldrci á fólk nema þær séu áreittar. Mynd: tlv Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri: Félagið kært vegna verk- fallsaðgerða á ílugvellinum Kona búsett í Reyjavík hefur kært Félag verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, vegna atviks sem gerðist á Akureyrar- flugvelli þann 1. maí síðastlið- inn, í verkfalli félagsins. Kon- unni var þá meinaður aðgang- ur að flugvél Flugleiða á leið til Reykjavíkur af fjölmennu liði verkfallsvarða frá félaginu og varð hún frá að hverfa, eftir stympingar og orðaskak. Konan krefst bóta vegna kostnaðar við gistingu og ferða með leigubíl, vinnutaps og þeirra óþæginda sem hún telur sig hafa orðið fyrir umræddan dag, sam- tals að upphæð tæplega 110.000.- krónur, auk málskostnaðar. Mynd af atvikinu birtist í Degi daginn Þekkt nöfn á Melgerðismelum - á „Big Country“-hátíðinni í sumar „Ég vil ekkert segja um hvaða skemmtikraftar koma að utan en það verða þekkt nöfn,“ sagði Ómar Pétursson, þegar hann var spurður um „Big Country“ hátíðina sem á að halda á Melgerðismelum í sumar. Ómar Pétursson ' sagði að samningar við erlenda skemmti- krafta væru tilbúnir til undirrit- unar og ekki ætti eftir að gera annað en að skrifa undir þá. Hann væri í stöðugu sambandi við umboðsmenn skemmtikrafta gegnum telex og á annan hátt, en fyrir skömmu voru einhverjir endar ennþá lausir í þessum samningaviðræðum. „Við viljum sem minnst segja meðan þetta er ekki komið á hreint og ekki búið að undirrita samninga. Það er búið að ganga frá samningum við alla innlenda skemmtikrafta og þetta lítur mjög vel út. Núna erum við í við- ræðum við bæjarfógeta um lög- gæslu á svæðinu og annað og þetta er allt á fullu,“ sagði Ómar. í samtalinu við Ómar Péturs- son kom fram að gestir munu greiða fyrir aðgang að allri dag- skránni inn á svæðið. Hann var spurður að því hvort rétt væri að aðgangur að svæðinu myndi kosta 5-7000 krónur en Ómar kvað slíkar tölur vera langt frá lagi. EHB eftir að það gerðist og er sú mynd m.a. notuð sem gagn í málinu, sem rekið er fyrir hönd konunnar af Óskari Magnússyni hæstarétt- arlögmanni í Reykjavík. Að sögn Óskars, keypti konan farmiða í Reykjavík sem gilti fram og til baka og þar sem hún var ekki með neinn farangur, taldi hún sig ekki þurfa á af- greiðslu að halda frá félagsmanni Félags verslunar- og skrifstofu- fólks og því getað gengið beint urn borð í vélina. Hefði hún hins vegar þurft á afgreiðslu að halda, hafi Gunnar Oddur umdæmis- stjóri Flugleiða haft rétt til að sinna því starfi. „Petta verður bara að hafa sinn gang og dómstólarnir verða að skera úr um málið. Þessi kæra kom mér á óvart, þó svo að kon- an hafi hótað því að kæra félagið er atvikið átti sér stað á sínum tíma,“ sagði Jóna Steinbergsdótt- ir formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks í samtali við Dag. „Við teljum konuna ekki hafa verið beitta órétti og klst. áður en vél Flugleiða fór í loftið, fór vél frá FN til Reykjavíkur og miði konunnar gilti í þá vél. Hún hefði því getað komist suður hafi hún ætlað sér það og virkilega legið á," sagði Jóna ennfremur. Þar sem nú verður gert réttar- hlé næstu tvo mánuðina, verður málið ekki tekið upp fyrr en í haust og síðan mun taka ein- hverja mánuði til viðbótar að fá dóm, ef að líkum lætur. -KK Bændur skiptast á framleiðslu- rétti - samþykki búnaðar- sambands þarf ef flytja á kvóta milli jarða „Það er varla hægt að segja að við höfum dæmi um að menn hafí selt hluta fullvirðisréttar jarða, þeir hafa þá selt hann allan ef þeir hafa verið að hætta,“ sagði Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, þegar hann var spurður að því hvort fyrir kæmi að bænd- ur seldu framleiðslurétt af jörðum sínum. Samkvæmt reglugerð stendur bóndi, sem vill selja framleiðslu- rétt jarðar sinnar, t.d. ef hann er að hætta búskap, frammi fyrir tveimur valkostum. í fyrsta lagi getur hann selt eða leigt Fram- leiðnisjóði fullvirðisrétt jarðar- innar. í öðru lagi getur hann selt öðrum bónda þennan rétt, en í því tilviki verður að leita sam- þykkis viðkomandi búnaðar- sambands ef flytja á framleiðslu- rétt milli jarða. Gildir hér sama regla hvort sem um er að ræða mjólkurframleiðslu eða sauðfjár- búskap. Hjá búnaðarsamböndum Eyjafjarðar og Skagfirðinga fengust þær upplýsingar að nokk- uð væri um að menn seldu hvor öðrum framleiðslurétt. í Eyja- firði er aðallega um að ræða mjólkurkvóta en í Skagafirði einnig framleiðslurétt sauðfjár- afurða. Þar kemur einnig fyrir að menn skipta á framleiðslurétti í mjólk og sauðfé. Ef flytja á fullvirðisrétt af bújörð yfir á aðra jörð sem hefur engan kvóta þurfa búnaðarsam- böndin að meta hvort húsakost- ur, landstærð og jarðnæði henta fyrirhuguðum búskap. Kemur þá til greina hvort viðkomandi ætli að sitja jörðina eða ekki, og einn- ig þarf jörðin að vera á skrá land- búnaðarráðuneytis yfir lögbýli. í samtölum við ráðunauta bún- aðarsambandanna kom fram að búum hefur fækkað á undanförn- um árum norðanlands. Kvóti þeirra sem hætta búskap fer þá stundum til annarra, oft til fleiri aðila, eða er seldur Framleiðni- sjóði. EHB DAGUR Húsavík 8 9641585 Norðlenskt dagblað Norðurland vestra: Upprekstur sauðljár hefst um mánaðamót „Gróður er heldur seinna á ferðinni nú en í fyrra, að okkar mati,“ sagði Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri, en hann ferðaðist um heiðar á Norðurlandi vestra í síðustu viku til að kanna ástand gróðurs. Landgráeðslustjóri og gróður- eftirlitsmenn fara á hverju ári í rannsóknaíeiðangra um heiðar og afréttarlönd ásamt gróður- verndarnefndunt á hverjum stað. Venjan er að fara slíkar ferðir áður en leyfi er gefið til upp- rekstrar sauðfjár á afréttar, og að sögn Sveins var fullt samkomulag um að leyfa upprekstur þegar um næstu mánaðamót. „Þetta lítur ekki illa út, það var orðið dálítið þurrt en nú hefur rignt víðast hvar og útlit með sprettu er ekki slæmt. Gróður er ívið seinni til en á sama tíma í fyrra og upprekstur sauðfjár hefst víðast hvar um mánaðamót- in. Ég hef farið á nokkrar heiðar með gróðurverndarnefndum og það er fullt samkomulag um upp- rekstrartímann," sagði land- græðslustjóri. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.